Endurtaka sig fyrir unga fólkið Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2020 14:30 Frá upplýsingafundi dagsins. vísir/arnar Landlæknir segir almannavarnir hafa nokkrar áhyggjur af því að upplýsingar um sýkingavarnir berist ekki nógu vel til yngri aldurshópa. Það megi til að mynda sjá af aldri þeirra sem sýkst hafa að undanförnu. Landlæknir biðlar því til foreldra að ræða við börn sín um einstaklingsbundnar smitvarnir. Alma Möller landlæknir varaði viðstadda við því að hún myndi endurtaka sig við upphaf ræðu sinnar á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún hóf mál sitt á því að útskýra hvernig kórónuveiran smitast á milli fólks, með dropasmiti, en Alma hefur einmitt drepið á þessu í ræðum sínum á síðustu upplýsingafundum. Alma sagði þó mikilvægt að tæpa á þessu, meðal annars vegna þess að þau telji sig eiga erfitt með að ná til ungs fólks. Það sýni aldursdreifing þeirra sem veikst hafa af Covid-19 á síðustu dögum en þau eru flestir undir þrítugu. Því biðlaði Alma til þeirra foreldra sem hlýddu á fund dagsins að ræða við börn sín um einstaklingsbundnar smitvarnir. Huga vel að handþvotti og sprittun, sem ætti að vera orðið flestum landsmönnum tamt eftir fimm mánaða reynslu. Þar að auki sagðist Alma vona að landsmenn héldu áfram að miðla upplýsingum til þeirra Íslendinga sem hafa ekki góð tök á íslensku. Þær megi t.a.m. nálgast á vef Landlæknis. Fólk sem finnur til kvíða eða er áhyggjufullt í faraldrinum getur jafnframt fundið gagnlegar upplýsingar á vefnum covid.is. Þá aðstoð Rauði krossinn fólk í síma 1717 og í netspjalli sínu. Alma sagði að sama skapi að óljóst væri á þessari stundu í hvað stefnir í faraldrinum. Hún telur þannig líklegt að heimsbyggðin verði að læra að lifa með veirunni til langframa, að alltaf verði einhver smit í gangi. Engu að síður hafi verið nauðsynlegt að grípa til aðgerða núna til að hafa betri stjórn á þróuninni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Börn og uppeldi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Landlæknir segir almannavarnir hafa nokkrar áhyggjur af því að upplýsingar um sýkingavarnir berist ekki nógu vel til yngri aldurshópa. Það megi til að mynda sjá af aldri þeirra sem sýkst hafa að undanförnu. Landlæknir biðlar því til foreldra að ræða við börn sín um einstaklingsbundnar smitvarnir. Alma Möller landlæknir varaði viðstadda við því að hún myndi endurtaka sig við upphaf ræðu sinnar á upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún hóf mál sitt á því að útskýra hvernig kórónuveiran smitast á milli fólks, með dropasmiti, en Alma hefur einmitt drepið á þessu í ræðum sínum á síðustu upplýsingafundum. Alma sagði þó mikilvægt að tæpa á þessu, meðal annars vegna þess að þau telji sig eiga erfitt með að ná til ungs fólks. Það sýni aldursdreifing þeirra sem veikst hafa af Covid-19 á síðustu dögum en þau eru flestir undir þrítugu. Því biðlaði Alma til þeirra foreldra sem hlýddu á fund dagsins að ræða við börn sín um einstaklingsbundnar smitvarnir. Huga vel að handþvotti og sprittun, sem ætti að vera orðið flestum landsmönnum tamt eftir fimm mánaða reynslu. Þar að auki sagðist Alma vona að landsmenn héldu áfram að miðla upplýsingum til þeirra Íslendinga sem hafa ekki góð tök á íslensku. Þær megi t.a.m. nálgast á vef Landlæknis. Fólk sem finnur til kvíða eða er áhyggjufullt í faraldrinum getur jafnframt fundið gagnlegar upplýsingar á vefnum covid.is. Þá aðstoð Rauði krossinn fólk í síma 1717 og í netspjalli sínu. Alma sagði að sama skapi að óljóst væri á þessari stundu í hvað stefnir í faraldrinum. Hún telur þannig líklegt að heimsbyggðin verði að læra að lifa með veirunni til langframa, að alltaf verði einhver smit í gangi. Engu að síður hafi verið nauðsynlegt að grípa til aðgerða núna til að hafa betri stjórn á þróuninni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Börn og uppeldi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira