Listin að lifa með Covid Pétur Magnússon skrifar 7. ágúst 2020 15:49 Því miður er það svo að enn og aftur er Covid að taka ansi mikinn tíma, orku og athygli í okkar daglega lífi. Nú í ágúst hafa borist fréttir af því að faraldurinn sé að ná nýjum hæðum á heimsvísu og öll þekkjum við hættuna á auknum smitum hér á landi. Covid-veiran er því ekki farin frá okkur - síður en svo – og hún er ekkert að fara næstu mánuðina eða jafnvel næstu árin. Við verðum því að fara úr biðstöðunni sem við höfum verið í (þar sem við bíðum eftir að allt verði aftur eins og það var) og yfir í að það að lifa með Covid á mismunandi stigum. Ég er einn af þeim sem hrósa happi yfir hvað við Íslendingar erum heppinn að hafa „þríeykið“ okkar við stjórnvölin hér. Þó margir hafi sannarlega lagt hönd á plóginn í baráttunni við Covid hér á landi þarf samt öfluga leiðtoga með bein í nefinu til að stýra málum, lesa sem best í aðstæður á hverjum tíma og hafa dug til að láta ekki undan alls kyns þrýsting og sérhagsmunum. Þar hefur þríeykið okkar sannarlega staðið sig vel og leitt heilbrigðiskerfið - og í raun landsmenn alla - í gegnum þetta magnaða og erfiða ferli með einhverjum besta árangri í heiminum, að minnst kosti hingað til. Þó enn sé kannski of snemmt að fara meta árangur einstakra landa í baráttunni og hvað þá að bera saman aðgerðir eru nú komnar fram ýmsar vísbendingar að við séu að gera vel. Kynnt hefur verið í Svíþjóð að dauðsföllin þar eru komin vel yfir 5.000 sem lauslega reiknað miðað við höfðatölu myndi þýði um 200 dauðsföll hér á landi vegna Covid en ekki 10 eins og raunin er. Bretland, Brasilía, Bandaríkin og mörg önnur lönd gæfu okkur ekki heldur glæsilegar tölur; en þar eru tölurnar ekki eins áreiðanlegar. Hvað sem öllum tölum líður er ljóst að kórónaveiran er ekkert að fara í bráð eins og áður segir. Núverandi ástand mun vara í vetur og jafnvel næsta sumar og veturinn þar á eftir. Næstu mánuðir og ár munu því byggjast á sveiflum í vörnum gegn Covid en ekki hvort veiran sé ennþá til staðar eða farin. Það gæti því verið ráð að fyrirtæki og stofnanir komi sér upp einhvers konar kerfi í 3-4 stigum, líkt og almannavarnir hafa gert vegna óveðurs – gult, appelsínugult og svo framvegis. Hvert stig yrði þá með skilgreindum aðgerðum og verkferlum. Svo myndi starfsfólk einfaldlega fylgjast með hvaða „litur“ er í gangi á hverjum tíma. Þá vita allir hvernig á að bregðast við og hegða sér hverju sinni og þurfa ekki að eyða dýrmætum tíma eða orku í að finna út enn einu sinni hvað eigi að gera. Mikilvægt er að allir aðilar í þjóðfélaginu standi saman í baráttunni gegn þessum vágesti. Veiran fer ekki manngreinarálit og getur komið upp hvar sem er. Veiran veldur ekki bara ótímabærum andlátum og erfiðum veikindum hjá áhættuhópum. Þó nákvæmari rannsóknir skorti ennþá er flestum að verða ljóst að margir þeirra sem sýkjast og jafnvel fá ekki mikil einkenni, geta verið að glíma við eftirstöðvarnar mörgum vikum eftir sýkingu, sem lýsa sér í formi þreytu, úthaldsleysis og öndunarfæraeinkenna svo dæmi séu nefnd. Það er því ekki í boði að leyfa veirunni að leika lausum hala eins og einhverjir hafa haldið fram. Við gætum því alveg eins ákveðið að hætta meðhöndla alla sem fá krabbamein eða hætta bólusetningum lífhættulegra sjúkdóma. Við getum ekki heldur lokað landinu um aldur og ævi eða bannað fólki að hittast. Nú er ekkert annað í boði í stöðunni en að tileinka okkur listina að lifa með Covid. Því fyrr sem við tileinkum okkur þá list, því betra. Höfundur er forstjóri Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Því miður er það svo að enn og aftur er Covid að taka ansi mikinn tíma, orku og athygli í okkar daglega lífi. Nú í ágúst hafa borist fréttir af því að faraldurinn sé að ná nýjum hæðum á heimsvísu og öll þekkjum við hættuna á auknum smitum hér á landi. Covid-veiran er því ekki farin frá okkur - síður en svo – og hún er ekkert að fara næstu mánuðina eða jafnvel næstu árin. Við verðum því að fara úr biðstöðunni sem við höfum verið í (þar sem við bíðum eftir að allt verði aftur eins og það var) og yfir í að það að lifa með Covid á mismunandi stigum. Ég er einn af þeim sem hrósa happi yfir hvað við Íslendingar erum heppinn að hafa „þríeykið“ okkar við stjórnvölin hér. Þó margir hafi sannarlega lagt hönd á plóginn í baráttunni við Covid hér á landi þarf samt öfluga leiðtoga með bein í nefinu til að stýra málum, lesa sem best í aðstæður á hverjum tíma og hafa dug til að láta ekki undan alls kyns þrýsting og sérhagsmunum. Þar hefur þríeykið okkar sannarlega staðið sig vel og leitt heilbrigðiskerfið - og í raun landsmenn alla - í gegnum þetta magnaða og erfiða ferli með einhverjum besta árangri í heiminum, að minnst kosti hingað til. Þó enn sé kannski of snemmt að fara meta árangur einstakra landa í baráttunni og hvað þá að bera saman aðgerðir eru nú komnar fram ýmsar vísbendingar að við séu að gera vel. Kynnt hefur verið í Svíþjóð að dauðsföllin þar eru komin vel yfir 5.000 sem lauslega reiknað miðað við höfðatölu myndi þýði um 200 dauðsföll hér á landi vegna Covid en ekki 10 eins og raunin er. Bretland, Brasilía, Bandaríkin og mörg önnur lönd gæfu okkur ekki heldur glæsilegar tölur; en þar eru tölurnar ekki eins áreiðanlegar. Hvað sem öllum tölum líður er ljóst að kórónaveiran er ekkert að fara í bráð eins og áður segir. Núverandi ástand mun vara í vetur og jafnvel næsta sumar og veturinn þar á eftir. Næstu mánuðir og ár munu því byggjast á sveiflum í vörnum gegn Covid en ekki hvort veiran sé ennþá til staðar eða farin. Það gæti því verið ráð að fyrirtæki og stofnanir komi sér upp einhvers konar kerfi í 3-4 stigum, líkt og almannavarnir hafa gert vegna óveðurs – gult, appelsínugult og svo framvegis. Hvert stig yrði þá með skilgreindum aðgerðum og verkferlum. Svo myndi starfsfólk einfaldlega fylgjast með hvaða „litur“ er í gangi á hverjum tíma. Þá vita allir hvernig á að bregðast við og hegða sér hverju sinni og þurfa ekki að eyða dýrmætum tíma eða orku í að finna út enn einu sinni hvað eigi að gera. Mikilvægt er að allir aðilar í þjóðfélaginu standi saman í baráttunni gegn þessum vágesti. Veiran fer ekki manngreinarálit og getur komið upp hvar sem er. Veiran veldur ekki bara ótímabærum andlátum og erfiðum veikindum hjá áhættuhópum. Þó nákvæmari rannsóknir skorti ennþá er flestum að verða ljóst að margir þeirra sem sýkjast og jafnvel fá ekki mikil einkenni, geta verið að glíma við eftirstöðvarnar mörgum vikum eftir sýkingu, sem lýsa sér í formi þreytu, úthaldsleysis og öndunarfæraeinkenna svo dæmi séu nefnd. Það er því ekki í boði að leyfa veirunni að leika lausum hala eins og einhverjir hafa haldið fram. Við gætum því alveg eins ákveðið að hætta meðhöndla alla sem fá krabbamein eða hætta bólusetningum lífhættulegra sjúkdóma. Við getum ekki heldur lokað landinu um aldur og ævi eða bannað fólki að hittast. Nú er ekkert annað í boði í stöðunni en að tileinka okkur listina að lifa með Covid. Því fyrr sem við tileinkum okkur þá list, því betra. Höfundur er forstjóri Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar