Ætlar að boða til snemmbúinna kosninga Andri Eysteinsson skrifar 8. ágúst 2020 21:14 Mótmælaalda hefur blossað upp að nýju eftir sprenginguna á þriðjudag. Getty/Daniel Carde Kröftug mótmæli hafa brotist út í líbönsku höfuðborginni Beirút eftir sprenginguna sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Sprengingin kostaði að minnsta kosti 158 manns lífið og má rekja hana til ammóníum-nítrats sem hafði verið geymt í miklu magni í geymslu á hafnarsvæði borgarinnar. Mikil reiði gætir gagnvart stjórnvöldum vegna sprengingarinnar og mótmæltu þúsundir Líbana á götum Beirút í dag. Mótmælendur reyndu að brjóta sér leið inn í þinghúsið og beitti lögregla táragasi gegn mótmælendum. BBC greinir frá. Forsætisráðherra Líbanon, Hassan Diab, ávarpaði þjóðina í sjónvarpsútsendingu í dag og sagðist þar ætla að óska eftir því að boðað yrði til þingkosninga fyrr en áætlað væri. Væri það eina lausnin í sjónmáli til þess að koma landinu úr þeirri krísu sem hefur skapast. Málið verður rætt á ríkisstjórnarfundi á mánudag. Efnið sem sprakk með hræðilegum afleiðingum á þriðjudag var gert upptækt fyrir sex árum og hafði aldrei verið fært úr geymslu. Ríkisstjórn Líbanon hefur lofað því að þeir sem beri ábyrgð verði fundnir. Sprengingin hellti olíu á eld óánægju með líbanska stjórnkerfið en auk heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur Líbanon barist við efnahagskreppu. Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Kröftug mótmæli hafa brotist út í líbönsku höfuðborginni Beirút eftir sprenginguna sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Sprengingin kostaði að minnsta kosti 158 manns lífið og má rekja hana til ammóníum-nítrats sem hafði verið geymt í miklu magni í geymslu á hafnarsvæði borgarinnar. Mikil reiði gætir gagnvart stjórnvöldum vegna sprengingarinnar og mótmæltu þúsundir Líbana á götum Beirút í dag. Mótmælendur reyndu að brjóta sér leið inn í þinghúsið og beitti lögregla táragasi gegn mótmælendum. BBC greinir frá. Forsætisráðherra Líbanon, Hassan Diab, ávarpaði þjóðina í sjónvarpsútsendingu í dag og sagðist þar ætla að óska eftir því að boðað yrði til þingkosninga fyrr en áætlað væri. Væri það eina lausnin í sjónmáli til þess að koma landinu úr þeirri krísu sem hefur skapast. Málið verður rætt á ríkisstjórnarfundi á mánudag. Efnið sem sprakk með hræðilegum afleiðingum á þriðjudag var gert upptækt fyrir sex árum og hafði aldrei verið fært úr geymslu. Ríkisstjórn Líbanon hefur lofað því að þeir sem beri ábyrgð verði fundnir. Sprengingin hellti olíu á eld óánægju með líbanska stjórnkerfið en auk heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur Líbanon barist við efnahagskreppu.
Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira