Vilja rannsaka hegðun sendiherrans frekar Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2020 20:04 Robert Wood Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi. Getty/Hannah McKay Robert Wood Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, hefur hagað sér með móðgandi hætti gagnvart starfsfólki sendiráðsins. Þetta kemur fram í skýrslu innri endurskoðenda Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sem segir þó að þörf sé að ítarlegri rannsókn á hegðun sendiherrans. Í skýrslunni kemur fram að starfsandi í sendiráðinu hafi versnað í tíð sendiherrans. Meðal móðgandi og óviðeigandi ummæla ráðherrans eru ummæli um kynþátt, litarhaft, kyn og trú starfsmanna sendiráðsins. Hann er einnig sagður hafa beitt starfsmenn miklum þrýstingi, sakað þau um að vinna gegn sér og hótað að reka fólk sem hefur fært honum svör sem hann hefur ekki verið sáttur við. Johnson er auðjöfur og meðal annars meðeigandi í NFL-liðinu New York Jets. Hann hefur enga reynslu sem erindreki og var skipaður í stöðuna af Donald Trump, forseta, í ágúst 2017. New York Times sagði frá því í síðasta mánuði að Johnson hefði rætt við ráðamenn í Skotlandi um að halda Opna breska meistaramótið á velli Trump í Turnberry. Beiðni um slíkt er sögð hafa borist frá Trump sjálfum og á aðstoðarsendiherra hans að hafa varað Johnson við því að verða við henni. Slíkt gæti verið lögbrot. Johnson mun þó hafa fundist hann undir þrýstingi frá Hvíta húsinu og ræddi málið við David Mundell, innanríkisráðherra Skotlands. Í kjölfarið sendi aðstoðarsendiherrann póst til Utanríkisráðuneytisins og sagði starfsmönnum þar hvað hefði gerst. Johnson rak aðstoðarsendiherrann svo skömmu seinna. Í áðurnefndri skýrslu er haft eftir Johnson að hann biðjist afsökunar ef hann hefur óvitandi móðgað einhvern. Hann þvertekur þó fyrir að hafa komið fram við starfsmenn af vanvirðingu eða brotið gegn þeim á nokkurn hátt. Bandaríkin Donald Trump Bretland Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Robert Wood Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, hefur hagað sér með móðgandi hætti gagnvart starfsfólki sendiráðsins. Þetta kemur fram í skýrslu innri endurskoðenda Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sem segir þó að þörf sé að ítarlegri rannsókn á hegðun sendiherrans. Í skýrslunni kemur fram að starfsandi í sendiráðinu hafi versnað í tíð sendiherrans. Meðal móðgandi og óviðeigandi ummæla ráðherrans eru ummæli um kynþátt, litarhaft, kyn og trú starfsmanna sendiráðsins. Hann er einnig sagður hafa beitt starfsmenn miklum þrýstingi, sakað þau um að vinna gegn sér og hótað að reka fólk sem hefur fært honum svör sem hann hefur ekki verið sáttur við. Johnson er auðjöfur og meðal annars meðeigandi í NFL-liðinu New York Jets. Hann hefur enga reynslu sem erindreki og var skipaður í stöðuna af Donald Trump, forseta, í ágúst 2017. New York Times sagði frá því í síðasta mánuði að Johnson hefði rætt við ráðamenn í Skotlandi um að halda Opna breska meistaramótið á velli Trump í Turnberry. Beiðni um slíkt er sögð hafa borist frá Trump sjálfum og á aðstoðarsendiherra hans að hafa varað Johnson við því að verða við henni. Slíkt gæti verið lögbrot. Johnson mun þó hafa fundist hann undir þrýstingi frá Hvíta húsinu og ræddi málið við David Mundell, innanríkisráðherra Skotlands. Í kjölfarið sendi aðstoðarsendiherrann póst til Utanríkisráðuneytisins og sagði starfsmönnum þar hvað hefði gerst. Johnson rak aðstoðarsendiherrann svo skömmu seinna. Í áðurnefndri skýrslu er haft eftir Johnson að hann biðjist afsökunar ef hann hefur óvitandi móðgað einhvern. Hann þvertekur þó fyrir að hafa komið fram við starfsmenn af vanvirðingu eða brotið gegn þeim á nokkurn hátt.
Bandaríkin Donald Trump Bretland Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira