HSÍ heldur sínu striki og ætlar að hefja handboltatímabilið 10. september Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2020 20:00 Úr leik í Olís-deild kvenna á síðasta tímabili. vísir/bára Flautað verður til leiks á Íslandsmótinu í handbolta 10. september eins og áætlað var. Þann 10. september fara fimm leikir fram í 1. umferð Olís-deildar karla. Tveimur dögum síðar hefst svo keppni í Olís-deild kvenna. „Við ætlum að byrja 10. september samkvæmt óbreyttu plani. Það er byggt á því að ástandið versni ekki og þær reglur sem eru núna verði enn í gildi þá. En það er engan bilbug á okkur að finna og við ætlum að hefja mótið á réttum tíma,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Handknattleikssambandið ætlar að halda sig við upphaflega áætlun og takast svo á við raskanir á mótinu þegar, eða ef, þær koma upp. „Við höfum bara haldið óbreyttu plani. Það er ekkert annað hægt. Við vitum í raun ekki hvernig staðan verður eftir mánuð eða tvo. Við miðum við þau plön sem við erum með í dag en erum með aðrar útfærslur ef ske kynni að við lendum í seinkunum,“ sagði Róbert. En hvað gerist ef seinka þarf mótinu vegna kórónuveirufaraldursins? „Þá munum við spila þéttar í byrjun. Við höfum sveigjanleika, bæði karla- og kvennamegin, og við erum ekkert hræddir við að þurfa að bregðast við. Við megum vera við því búnir að þriðja bylgjan komi yfir okkur. Við gætum gert hlé á mótinu síðar í vetur,“ sagði Róbert. „En við tökum bara á því þegar þar að kemur. Eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á neitt annað en að geta byrjað á réttum tíma.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - HSÍ heldur sínu striki Olís-deild karla Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Flautað verður til leiks á Íslandsmótinu í handbolta 10. september eins og áætlað var. Þann 10. september fara fimm leikir fram í 1. umferð Olís-deildar karla. Tveimur dögum síðar hefst svo keppni í Olís-deild kvenna. „Við ætlum að byrja 10. september samkvæmt óbreyttu plani. Það er byggt á því að ástandið versni ekki og þær reglur sem eru núna verði enn í gildi þá. En það er engan bilbug á okkur að finna og við ætlum að hefja mótið á réttum tíma,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Handknattleikssambandið ætlar að halda sig við upphaflega áætlun og takast svo á við raskanir á mótinu þegar, eða ef, þær koma upp. „Við höfum bara haldið óbreyttu plani. Það er ekkert annað hægt. Við vitum í raun ekki hvernig staðan verður eftir mánuð eða tvo. Við miðum við þau plön sem við erum með í dag en erum með aðrar útfærslur ef ske kynni að við lendum í seinkunum,“ sagði Róbert. En hvað gerist ef seinka þarf mótinu vegna kórónuveirufaraldursins? „Þá munum við spila þéttar í byrjun. Við höfum sveigjanleika, bæði karla- og kvennamegin, og við erum ekkert hræddir við að þurfa að bregðast við. Við megum vera við því búnir að þriðja bylgjan komi yfir okkur. Við gætum gert hlé á mótinu síðar í vetur,“ sagði Róbert. „En við tökum bara á því þegar þar að kemur. Eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á neitt annað en að geta byrjað á réttum tíma.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - HSÍ heldur sínu striki
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira