Sportpakkinn: Naumur sigur toppliðsins á botnliðinu og KR valtaði yfir Keflavík Anton Ingi Leifsson skrifar 9. janúar 2020 18:00 vísir/bára Heil umferð fór fram í Dominos-deild kvenna í gær en Arnar Björnsson gerði leikjunum skil í innslagi sínum í Sportpakkanum. Grindavík tapaði öllum leikjum sínum fyrir áramót en vann sinn 1. sigur gegn Breiðabliki 4. janúar í 1. leiknum á nýju ári. Í gærkvöldi var efsta liðið, Valur í heimsókn. Það var erfitt að merkja að liðin væru á sitt hvorum enda stigatöflunnar. Grindavík byrjaði vel og var með fjögurra stiga forystu eftir 1. leikhluta og þegar 2 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var munurinn kominn í 12 stig, Grindavík hafði þá skorað 13 stig í röð. Þrefaldir meistarar tóku þá við sér, munurinn í hálfleik var 5 stig. Þegar 4 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Grindavík með 11 stiga forystu en Valur svaraði með 14 stigum í röð. Kiana Johnson fór fyrir Valsliðinu, skoraði 22 stig, tók 13 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir var næststigahæst, skoraði 18 stig. Lokakaflinn var spennandi. Bríet Sif Hinriksdóttir fylgdi eftir frábærum leik gegn Breiðabliki, skoraði 25 stig og tók 11 fráköst. Jordan Reynolds var næst stigahæst, skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Svo fór að Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sigurinn með minnsta mun, 74-73. Grindavíkurliðið hefur sýnt í tveimur síðustu leikjum að það býr margt í liðinu og það verður spennandi að sjá hvernig því vegnar í næstu leikjum. Klippa: Uppgjör á 15. umferð Dominos-deildar kvenna KR og Keflavík voru jöfn að stigum fyrir leik liðanna í vesturbæ Reykjavíkur, tveimur sigrum á eftir Val. Keflavík átti leik til góða. Keflavík byrjaði betur en KR náði snemma forystunni og hélt henni til hálfleiks, staðan þá 39-34. Í seinni hálfleik fór allt úr skorðum hjá Keflavík og KR gékk á lagið. Aðeins 19 stig voru skoruð í þriðja leikhluta, KR skoraði 14 stig gegn 5 stigum Keflavíkur. Það gékk allt á afturfótunum í sókn Keflavíkur, skotin fóru víðsfjærri körfuhringnum. KR átti engan stjörnuleik en sigurinn var öruggur, 69-47. Keflavík skoraði aðeins 12 stig í seinni hálfleik. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 20 stig en Hildur Björg Kjartansdóttir átti fínan leik, skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. Daniela Morillo var stigahæst hjá Keflavík, skoraði 24 stig og tók 14 fráköst en skotnýting hennar var arfaslök líkt og hjá félögum hennar í liðinu. Haukar mættu í Borgarnes með fimm sigra í farteskinu, í þeirri sigurhrinu höfðu Haukar unnið topplið Vals og KR. Skallagrímur vann leik liðanna í lok nóvember og það var snemma ljóst að Haukar ættu í basli. Emilie Hesseldal skoraði 27 stig og tók 17 fráköst fyrir Skallagrím, Keira Robinson skoraði 19 stig og fyrirliðinn Sigrún Ámundadóttir skoraði 11 stig og tók 13 fráköst. Skallagrímur vann 73-59 og jafnaði Hauka að stigum. Liðin eru með 18 stig. Randi Brown var langstigahæst hjá Haukum, skoraði 31 stig. Snæfell hafði forystuna allan tímann gegn Breiðabliki í leik liðanna í Stykkishólmi. Staðan eftir 1. leikhluta 21-10 en í hálfleik munaði 8 stigum á liðunum. Breiðablik minnkaði muninn í 3 stig í byrjun seinni hálfleiks og Snæfell lét forystuna ekki af hendi og vann 67-61. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik, skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Amarah Coleman kom næst með 18 stig. Danni Williams var í sérflokki hjá Breiðabliki, skoraði 34 stig og tók 10 fráköst. Hún hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Williams er stigahæst í deildinni, með 30 stig að meðaltali og næst hæst í fráköstunum, með 13,3 að meðaltali í vetur. Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Heil umferð fór fram í Dominos-deild kvenna í gær en Arnar Björnsson gerði leikjunum skil í innslagi sínum í Sportpakkanum. Grindavík tapaði öllum leikjum sínum fyrir áramót en vann sinn 1. sigur gegn Breiðabliki 4. janúar í 1. leiknum á nýju ári. Í gærkvöldi var efsta liðið, Valur í heimsókn. Það var erfitt að merkja að liðin væru á sitt hvorum enda stigatöflunnar. Grindavík byrjaði vel og var með fjögurra stiga forystu eftir 1. leikhluta og þegar 2 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var munurinn kominn í 12 stig, Grindavík hafði þá skorað 13 stig í röð. Þrefaldir meistarar tóku þá við sér, munurinn í hálfleik var 5 stig. Þegar 4 mínútur voru búnar af seinni hálfleik var Grindavík með 11 stiga forystu en Valur svaraði með 14 stigum í röð. Kiana Johnson fór fyrir Valsliðinu, skoraði 22 stig, tók 13 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir var næststigahæst, skoraði 18 stig. Lokakaflinn var spennandi. Bríet Sif Hinriksdóttir fylgdi eftir frábærum leik gegn Breiðabliki, skoraði 25 stig og tók 11 fráköst. Jordan Reynolds var næst stigahæst, skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Svo fór að Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sigurinn með minnsta mun, 74-73. Grindavíkurliðið hefur sýnt í tveimur síðustu leikjum að það býr margt í liðinu og það verður spennandi að sjá hvernig því vegnar í næstu leikjum. Klippa: Uppgjör á 15. umferð Dominos-deildar kvenna KR og Keflavík voru jöfn að stigum fyrir leik liðanna í vesturbæ Reykjavíkur, tveimur sigrum á eftir Val. Keflavík átti leik til góða. Keflavík byrjaði betur en KR náði snemma forystunni og hélt henni til hálfleiks, staðan þá 39-34. Í seinni hálfleik fór allt úr skorðum hjá Keflavík og KR gékk á lagið. Aðeins 19 stig voru skoruð í þriðja leikhluta, KR skoraði 14 stig gegn 5 stigum Keflavíkur. Það gékk allt á afturfótunum í sókn Keflavíkur, skotin fóru víðsfjærri körfuhringnum. KR átti engan stjörnuleik en sigurinn var öruggur, 69-47. Keflavík skoraði aðeins 12 stig í seinni hálfleik. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 20 stig en Hildur Björg Kjartansdóttir átti fínan leik, skoraði 15 stig og tók 13 fráköst. Daniela Morillo var stigahæst hjá Keflavík, skoraði 24 stig og tók 14 fráköst en skotnýting hennar var arfaslök líkt og hjá félögum hennar í liðinu. Haukar mættu í Borgarnes með fimm sigra í farteskinu, í þeirri sigurhrinu höfðu Haukar unnið topplið Vals og KR. Skallagrímur vann leik liðanna í lok nóvember og það var snemma ljóst að Haukar ættu í basli. Emilie Hesseldal skoraði 27 stig og tók 17 fráköst fyrir Skallagrím, Keira Robinson skoraði 19 stig og fyrirliðinn Sigrún Ámundadóttir skoraði 11 stig og tók 13 fráköst. Skallagrímur vann 73-59 og jafnaði Hauka að stigum. Liðin eru með 18 stig. Randi Brown var langstigahæst hjá Haukum, skoraði 31 stig. Snæfell hafði forystuna allan tímann gegn Breiðabliki í leik liðanna í Stykkishólmi. Staðan eftir 1. leikhluta 21-10 en í hálfleik munaði 8 stigum á liðunum. Breiðablik minnkaði muninn í 3 stig í byrjun seinni hálfleiks og Snæfell lét forystuna ekki af hendi og vann 67-61. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik, skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Amarah Coleman kom næst með 18 stig. Danni Williams var í sérflokki hjá Breiðabliki, skoraði 34 stig og tók 10 fráköst. Hún hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Williams er stigahæst í deildinni, með 30 stig að meðaltali og næst hæst í fráköstunum, með 13,3 að meðaltali í vetur.
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira