Tíu leikmenn hafa fengið sitt fyrsta stórmót síðan Guðmundur tók aftur við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 11:00 Viggó Kristjánsson er einn af nýliðum Guðmundar Guðmundsson á þessu EM. Mynd/HSÍ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi þrjá nýliða í EM-hópinn sinn í gær sem þýðir að hann hefur á einu ári alls gefið tíu leikmönnum tækfæri til að spila á sínu fyrsta stórmóti. Nýliðarnir í íslenska landsliðinu á þessu Evrópumóti eru 19 ára markvörður, 20 ára línumaður og 26 ára hægri skytta. Þetta eru þeir Viktor Gísli Hallgrímsson, Sveinn Jóhannsson og Viggó Kristjánsson. Hér fyrir neðan má sjá brot á kynningu á nýliðum landsliðsins af heimasíðu HSÍ.Viktor Gísli Hallgrímsson er 19 ára gamall markvörður danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni í Danmörku. Hann er næst yngsti leikmaður landsliðsins um þessar mundir og er annar tveggja í hópnum sem er fæddur er á 21.öldinni. Fyrsta A-landsleik sinn lék Viktor Gísli gegn Noregi í Sotra Arena í nágrenni Bergen 5. apríl 2018. Viktor Gísli hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var m.a. Í silfurliði Íslands á EM U18 ára í Króatíu sumarið 2018. Viktor Gísli lék upp yngri flokka Fram og komst fyrst í meistaraflokk 2016. Hann vakti strax athygli fyrir frammistöðu sína og var m.a. valinn efnilegasti markvörður Olís-deildarinnar 2017. Hann gekk til liðs við GOG sumarið 2019 og hefur leikið stöðugt með liðinu í dönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu allt þetta keppnistímabil og öðlast kærkomna reynslu.Viggó Kristjánsson er 26 ára gamall Seltirningur og örvhent skytta sem lék sinn fyrsta A-landsleik 25. október síðastliðinn gegn Svíum. Síðan hefur hann bætt tveimur leikjum við í safnið. Viggó var í yngri flokkum Gróttu og lék stórt hlutverk í meistaraflokki Gróttu í handknattleik þegar liðið vann sig upp í Olís-deildina vorið 2015 og var næst markahæsti leikmaður Gróttu í deildinni keppnistímabilið 2015 til 16. Sumarið 2016 gekk Viggó til liðs við danska handknattleiksliðið Randers. Að lokinni eins árs dvöl á Jótlandi samdi Viggó við austurríska 1. deildarliðið West Wien. Hjá West Wien var Viggó í tvö keppnistímabil og var markahæsti leikmaður liðsins. Viggó flutti til Þýskalands á síðasta sumri og samdi við SC DHfK Leipzig. Vera Viggós hjá liðinu var styttri en vonir stóðu til því hann var seldur til Wetzlar í nóvember þegar liðinu vantaði örvhenta skyttu. Skrifaði hann undir samning við Wetzlar til loka leiktíðar í vor en þá gengur Viggó til liðs við TVB Stuttgart.Sveinn Jóhannsson er tvítugur línumaður danska félagsins SönderjyskE en hann er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Sveinn lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Svíum í október en hafði áður spilað með öllum yngri landsliðum Íslands. Sveinn spilaði í eitt tímabil með ÍR áður en hann fór út til Danmörku en er uppalinn í Fjölni. Guðmundur Guðmundsson hefur sjálfur gefið tíu af sautján leikmönnum íslenska landsliðsins á þessu Evrópumóti sitt fyrsta tækifæri til að spila fyrir Ísland á stórmóti. Þar af eru fjórir leikmenn sem fengu stórmótaskírn sína þegar Guðmundur þjálfaði liðið í annað skiptið frá 2008 til 2012.Nýliðar Guðmundar Guðmundssonar á HM 2019 Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir Kristjánsson Sigvaldi Björn Guðjónsson Daníel Þór Ingason Haukur Þrastarson Teitur Örn Einarsson Óðinn Þór RíkharðssonNýliðar Guðmundar Guðmundssonar á EM 2020 Viktor Gísli Hallgrímsson Viggó Kristjánsson Sveinn JóhannssonHvaða þjálfari gaf hinum fyrsta tækifærið á stórmótiÞorbjörn Jensson (1) Guðjón Valur SigurðssonViggó Sigurðsson (1) Alexander PeterssonGuðmundur Guðmundsson (4) Björgvin Páll Gústavsson Aron Pálmarsson Kári Kristján Kristjánsson Ólafur GuðmundssonAron Kristjánsson (1) Arnór Þór GunnarssonGeir Sveinsson (4) Janus Daði Smárason Bjarki Már Elísson Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn Gíslason EM 2020 í handbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi þrjá nýliða í EM-hópinn sinn í gær sem þýðir að hann hefur á einu ári alls gefið tíu leikmönnum tækfæri til að spila á sínu fyrsta stórmóti. Nýliðarnir í íslenska landsliðinu á þessu Evrópumóti eru 19 ára markvörður, 20 ára línumaður og 26 ára hægri skytta. Þetta eru þeir Viktor Gísli Hallgrímsson, Sveinn Jóhannsson og Viggó Kristjánsson. Hér fyrir neðan má sjá brot á kynningu á nýliðum landsliðsins af heimasíðu HSÍ.Viktor Gísli Hallgrímsson er 19 ára gamall markvörður danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni í Danmörku. Hann er næst yngsti leikmaður landsliðsins um þessar mundir og er annar tveggja í hópnum sem er fæddur er á 21.öldinni. Fyrsta A-landsleik sinn lék Viktor Gísli gegn Noregi í Sotra Arena í nágrenni Bergen 5. apríl 2018. Viktor Gísli hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var m.a. Í silfurliði Íslands á EM U18 ára í Króatíu sumarið 2018. Viktor Gísli lék upp yngri flokka Fram og komst fyrst í meistaraflokk 2016. Hann vakti strax athygli fyrir frammistöðu sína og var m.a. valinn efnilegasti markvörður Olís-deildarinnar 2017. Hann gekk til liðs við GOG sumarið 2019 og hefur leikið stöðugt með liðinu í dönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu allt þetta keppnistímabil og öðlast kærkomna reynslu.Viggó Kristjánsson er 26 ára gamall Seltirningur og örvhent skytta sem lék sinn fyrsta A-landsleik 25. október síðastliðinn gegn Svíum. Síðan hefur hann bætt tveimur leikjum við í safnið. Viggó var í yngri flokkum Gróttu og lék stórt hlutverk í meistaraflokki Gróttu í handknattleik þegar liðið vann sig upp í Olís-deildina vorið 2015 og var næst markahæsti leikmaður Gróttu í deildinni keppnistímabilið 2015 til 16. Sumarið 2016 gekk Viggó til liðs við danska handknattleiksliðið Randers. Að lokinni eins árs dvöl á Jótlandi samdi Viggó við austurríska 1. deildarliðið West Wien. Hjá West Wien var Viggó í tvö keppnistímabil og var markahæsti leikmaður liðsins. Viggó flutti til Þýskalands á síðasta sumri og samdi við SC DHfK Leipzig. Vera Viggós hjá liðinu var styttri en vonir stóðu til því hann var seldur til Wetzlar í nóvember þegar liðinu vantaði örvhenta skyttu. Skrifaði hann undir samning við Wetzlar til loka leiktíðar í vor en þá gengur Viggó til liðs við TVB Stuttgart.Sveinn Jóhannsson er tvítugur línumaður danska félagsins SönderjyskE en hann er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Sveinn lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Svíum í október en hafði áður spilað með öllum yngri landsliðum Íslands. Sveinn spilaði í eitt tímabil með ÍR áður en hann fór út til Danmörku en er uppalinn í Fjölni. Guðmundur Guðmundsson hefur sjálfur gefið tíu af sautján leikmönnum íslenska landsliðsins á þessu Evrópumóti sitt fyrsta tækifæri til að spila fyrir Ísland á stórmóti. Þar af eru fjórir leikmenn sem fengu stórmótaskírn sína þegar Guðmundur þjálfaði liðið í annað skiptið frá 2008 til 2012.Nýliðar Guðmundar Guðmundssonar á HM 2019 Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir Kristjánsson Sigvaldi Björn Guðjónsson Daníel Þór Ingason Haukur Þrastarson Teitur Örn Einarsson Óðinn Þór RíkharðssonNýliðar Guðmundar Guðmundssonar á EM 2020 Viktor Gísli Hallgrímsson Viggó Kristjánsson Sveinn JóhannssonHvaða þjálfari gaf hinum fyrsta tækifærið á stórmótiÞorbjörn Jensson (1) Guðjón Valur SigurðssonViggó Sigurðsson (1) Alexander PeterssonGuðmundur Guðmundsson (4) Björgvin Páll Gústavsson Aron Pálmarsson Kári Kristján Kristjánsson Ólafur GuðmundssonAron Kristjánsson (1) Arnór Þór GunnarssonGeir Sveinsson (4) Janus Daði Smárason Bjarki Már Elísson Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn Gíslason
EM 2020 í handbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn