Khamenei sagður vilja beinar aðgerðir gegn Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2020 11:45 Ayatollah Ali Khamenei hitti fjölskyldu Soleimani. Vísir/AP Í kjölfar þess að Bandaríkin réðu íranska hershöfðingjanna Qassim Soleimani af dögum á föstudaginn mætti Ayatollah Ali Khamenei á fund þjóðaröryggisráðs Íran en það gerir hann ekki oft. Á fundinum lýsti hann því yfir að hefndaraðgerðir Íran vegna dauða Soleimani þyrftu að vera framkvæmdar af herafla Íran en ekki milliliðum eins og þeim vopnasveitum sem Íranar styðja víða um Mið-Austurlönd. Þetta hafa blaðamenn New York Times eftir heimildarmönnum sínum í Íran. Frá því að Íslamska lýðveldið var stofnað árið 1979 hafa Íranar nánast alltaf falið aðgerðir sínar erlendis á bakvið milliliði eins og Hezbollah og aðra hópa. Soleimani sjálfur stýrði þeim aðgerðum undanfarin ár, sem foringi Quds-hersveita Íran. Hershöfðinginn heyrði beint undir Khamenei og voru þeir góðir vinir. Hann mun hafa verið verulega reiður vegna dauða vinar síns og var hann tilbúinn til að sleppa allri leynd. Leiðtogar Íran hafa kallað eftir hefndaraðgerðum og Ali Shamkhani, formaður þjóðaröryggisráðsins, segir þrettán möguleg skotmörk til skoðunar og öll þeirra yrðu „martröð“ fyrir Bandaríkin. Þá nefndi hann sérstaklega herstöðvar Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Amir Ali Hajizadeh, annar hershöfðingi, sagði við athöfn í Teheran í gær að það væri ekki nóg að ráðast á allar herstöðvar Bandaríkjanna og jafnvel myrða Donald Trump sjálfan. Það þyrfti að útrýma hermönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Hershöfðinginn Hossein Salami hefur þar að auki gefið í skyn að Ísrael gæti orðið fyrir barðinu á Íran. Ísraelar hafa þó reynt að halda sér til hlés í þessari deilu sem er að mestu á milli Bandaríkjanna og Íran. Græða á núverandi ástandi Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. Að vissu leyti er núverandi ástand í þeirra hag þar sem íbúar Íran mótmæltu ríkisstjórn landsins víða á undanförnum mánuðum. Þau mótmæli hafa verið stöðvuð og mikil samkennd virðist ríkja í Íran. Þá eru írakskir þingmenn, sem eru hliðhollir Íran, að reyna að koma bandarískum hermönnum úr landi. Yfirvöld Bandaríkjanna gáfu í dag út viðvörun til áhafna skipa sem sigla um höf Mið-Austurlanda og segja mögulegt að Íran muni fara gegn hagsmunum Bandaríkjanna þar. Shamkhani sagði þó að hefnd Íran myndi ekki einskorðast við eina aðgerð. NYT vitnar í hefndaraðgerðir Hesbollah í Líbanon árið 2012. Eftir að Ísraelar felldu einn af leiðtogum samtakanna reyndu meðlimir að ráða ísraelska embættismenn af dögum. Það heppnaðist ekki og í staðinn sprengdu þeir rútu sem bar ísraelska ferðamenn í loft upp í Búlgaríu. Sérfræðingar segja mögulegt að aðgerðir Íran og þeirra sveita sem ríkið styður myndu á endanum fara að snúast gegn almennum borgurum. Forsvarsmenn Herafla Bandaríkjanna undirbúa sig nú fyrir hefndaraðgerðir Íran. Meðal annars er talið að Íranar gætu reynt að ráða bandarískan hershöfðingja af dögum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Einn heimildarmaður AP sagði Bandaríkin búast við umfangsmikilli árás á næstu dögum. Rekja má deilurnar til kjarnorkusamkomulagsins Rætur þessarar auknu spennu má að miklu leyti rekja til þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Það var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Trump rifti því og beitti Íran umfangsmiklum refsiaðgerðum og þvingunum með því markmiði að þvinga forsvarsmenn Íran til að setjast aftur við samningaborðið og semja á nýjan leik. Þessar aðgerðir höfðu veruleg áhrif á efnahag Íran og lýstu Íranar þeim sem „efnahagslegum hernaði“. Á undanförnum mánuðum hafa Íranar gert ýmsar árásir, í gegnum sveitir sem þeir styðja, sem beinast gegn hagsmunum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Meðal annars má nefna dróna- og eldflaugaárásir á olíuvinnslu Sádi-Arabíu, eldflaugaárásir á bandarískar herstöðvar í Írak, árásir á olíuflutningaskip og árásina á sendiráð Bandaríkjanna í Baghdad. Það var í kjölfar árásarinnar á sendiráðið sem Trump tók þá ákvörðun að fella Soleimani. Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6. janúar 2020 16:23 Segir Bandaríkjaher ekki á förum frá Írak Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir það ekki rétt að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. 6. janúar 2020 20:33 Tugir sagðir hafa troðist undir í jarðarför Soleimani Minnst 35 eru sagðir látnir og tugir slasaðir eftir gífurlegan troðning við jarðarför Qassem Soleimani, íransks hershöfðingja Bandaríkin réðu af dögum í síðustu viku. 7. janúar 2020 10:03 Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Skilgreinir bandaríska hermenn sem hryðjuverkamenn Íranska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þar sem bandaríska varnarmálaráðuneytið og hermenn eru skilgreind sem "hryðjuverkamenn“. 7. janúar 2020 07:43 Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20 Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Í kjölfar þess að Bandaríkin réðu íranska hershöfðingjanna Qassim Soleimani af dögum á föstudaginn mætti Ayatollah Ali Khamenei á fund þjóðaröryggisráðs Íran en það gerir hann ekki oft. Á fundinum lýsti hann því yfir að hefndaraðgerðir Íran vegna dauða Soleimani þyrftu að vera framkvæmdar af herafla Íran en ekki milliliðum eins og þeim vopnasveitum sem Íranar styðja víða um Mið-Austurlönd. Þetta hafa blaðamenn New York Times eftir heimildarmönnum sínum í Íran. Frá því að Íslamska lýðveldið var stofnað árið 1979 hafa Íranar nánast alltaf falið aðgerðir sínar erlendis á bakvið milliliði eins og Hezbollah og aðra hópa. Soleimani sjálfur stýrði þeim aðgerðum undanfarin ár, sem foringi Quds-hersveita Íran. Hershöfðinginn heyrði beint undir Khamenei og voru þeir góðir vinir. Hann mun hafa verið verulega reiður vegna dauða vinar síns og var hann tilbúinn til að sleppa allri leynd. Leiðtogar Íran hafa kallað eftir hefndaraðgerðum og Ali Shamkhani, formaður þjóðaröryggisráðsins, segir þrettán möguleg skotmörk til skoðunar og öll þeirra yrðu „martröð“ fyrir Bandaríkin. Þá nefndi hann sérstaklega herstöðvar Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Amir Ali Hajizadeh, annar hershöfðingi, sagði við athöfn í Teheran í gær að það væri ekki nóg að ráðast á allar herstöðvar Bandaríkjanna og jafnvel myrða Donald Trump sjálfan. Það þyrfti að útrýma hermönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Hershöfðinginn Hossein Salami hefur þar að auki gefið í skyn að Ísrael gæti orðið fyrir barðinu á Íran. Ísraelar hafa þó reynt að halda sér til hlés í þessari deilu sem er að mestu á milli Bandaríkjanna og Íran. Græða á núverandi ástandi Burtséð frá öllum áróðri er óljóst hvernig, hvar og hvort mögulegar hefndaraðgerðir Íran fara fram. Að vissu leyti er núverandi ástand í þeirra hag þar sem íbúar Íran mótmæltu ríkisstjórn landsins víða á undanförnum mánuðum. Þau mótmæli hafa verið stöðvuð og mikil samkennd virðist ríkja í Íran. Þá eru írakskir þingmenn, sem eru hliðhollir Íran, að reyna að koma bandarískum hermönnum úr landi. Yfirvöld Bandaríkjanna gáfu í dag út viðvörun til áhafna skipa sem sigla um höf Mið-Austurlanda og segja mögulegt að Íran muni fara gegn hagsmunum Bandaríkjanna þar. Shamkhani sagði þó að hefnd Íran myndi ekki einskorðast við eina aðgerð. NYT vitnar í hefndaraðgerðir Hesbollah í Líbanon árið 2012. Eftir að Ísraelar felldu einn af leiðtogum samtakanna reyndu meðlimir að ráða ísraelska embættismenn af dögum. Það heppnaðist ekki og í staðinn sprengdu þeir rútu sem bar ísraelska ferðamenn í loft upp í Búlgaríu. Sérfræðingar segja mögulegt að aðgerðir Íran og þeirra sveita sem ríkið styður myndu á endanum fara að snúast gegn almennum borgurum. Forsvarsmenn Herafla Bandaríkjanna undirbúa sig nú fyrir hefndaraðgerðir Íran. Meðal annars er talið að Íranar gætu reynt að ráða bandarískan hershöfðingja af dögum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Einn heimildarmaður AP sagði Bandaríkin búast við umfangsmikilli árás á næstu dögum. Rekja má deilurnar til kjarnorkusamkomulagsins Rætur þessarar auknu spennu má að miklu leyti rekja til þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Það var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Trump rifti því og beitti Íran umfangsmiklum refsiaðgerðum og þvingunum með því markmiði að þvinga forsvarsmenn Íran til að setjast aftur við samningaborðið og semja á nýjan leik. Þessar aðgerðir höfðu veruleg áhrif á efnahag Íran og lýstu Íranar þeim sem „efnahagslegum hernaði“. Á undanförnum mánuðum hafa Íranar gert ýmsar árásir, í gegnum sveitir sem þeir styðja, sem beinast gegn hagsmunum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Meðal annars má nefna dróna- og eldflaugaárásir á olíuvinnslu Sádi-Arabíu, eldflaugaárásir á bandarískar herstöðvar í Írak, árásir á olíuflutningaskip og árásina á sendiráð Bandaríkjanna í Baghdad. Það var í kjölfar árásarinnar á sendiráðið sem Trump tók þá ákvörðun að fella Soleimani.
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Tengdar fréttir Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6. janúar 2020 16:23 Segir Bandaríkjaher ekki á förum frá Írak Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir það ekki rétt að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. 6. janúar 2020 20:33 Tugir sagðir hafa troðist undir í jarðarför Soleimani Minnst 35 eru sagðir látnir og tugir slasaðir eftir gífurlegan troðning við jarðarför Qassem Soleimani, íransks hershöfðingja Bandaríkin réðu af dögum í síðustu viku. 7. janúar 2020 10:03 Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27 Skilgreinir bandaríska hermenn sem hryðjuverkamenn Íranska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þar sem bandaríska varnarmálaráðuneytið og hermenn eru skilgreind sem "hryðjuverkamenn“. 7. janúar 2020 07:43 Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20 Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6. janúar 2020 16:23
Segir Bandaríkjaher ekki á förum frá Írak Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir það ekki rétt að Bandaríkjaher sé á förum frá Írak. 6. janúar 2020 20:33
Tugir sagðir hafa troðist undir í jarðarför Soleimani Minnst 35 eru sagðir látnir og tugir slasaðir eftir gífurlegan troðning við jarðarför Qassem Soleimani, íransks hershöfðingja Bandaríkin réðu af dögum í síðustu viku. 7. janúar 2020 10:03
Ísraelskar borgir gætu verið á meðal skotmarka Írans Fyrrverandi leiðtogi íranska byltingarvarðarins, segir að ísraelsku borgirnar Tel Aviv og Haifa gætu orðið skotmörk hefndarárása íranskra árása, í hefndarskyni fyrir vígið á Qassem Soleimani, háttsettum írönskum hershöfðingja sem féll í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak. 5. janúar 2020 17:27
Skilgreinir bandaríska hermenn sem hryðjuverkamenn Íranska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þar sem bandaríska varnarmálaráðuneytið og hermenn eru skilgreind sem "hryðjuverkamenn“. 7. janúar 2020 07:43
Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20
Íranir ætla ekki að fylgja kjarnorkusamkomulaginu Írönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni ekki lengur framfylgja kjarnorkusamkomulaginu sem þau gerðu við vesturveldin, Rússar og Kínverjar árið 2015. 5. janúar 2020 19:04