Framboð Trump fjáðara en mótherjanna í upphafi kosningaárs Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2020 13:11 Trump forseti brosir út að eyrum í Mar-a-Lago-klúbbi hans á Flórída. Fjöldi fjáröflunarviðburða fyrir framboð hans og Repúblikanaflokkinn er haldinn á hótelum og öðrum fyrirtækum forsetans sem hagnast persónulega á sama tíma og hann safnar fé fyrir framboðið. AP/Andrew Harnik Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kosningaárið 2020 með fjárhirslur framboðs síns fullar. Framboðið safnaði 46 milljónum dollara, jafnvirði um 5,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs og hefur aldrei gert betur á einum ársfjórðungi. Það er umtalsvert hærri upphæð en mögulegir mótframbjóðendur hans úr röðum demókrata hafa safnað. Talsmaður framboðs Trump hélt því fram að fjáröflun forsetans hefði tekið kipp eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem demókratar fara með meirihluta, kærði hann fyrir embættisbrot í desember. Alls eigi framboðið nú 102,7 milljónir dollara, jafnvirði um 12,5 milljarða íslenskra króna. Milljónirnar 46 eru aðeins sú upphæð sem framboð Trump sjálfs safnaði á fjórða ársfjórðungi. Þá eru ótalin framlög í kosningasjóði landsnefndar Repúblikanaflokksins. Reuters-fréttastofan segir að þær tölur verði birtar á næstunni. Á þriðja ársfjórðungi söfnuðu framboðið og landsnefndin alls 125 milljónum dollara, jafnvirði um 15,3 milljarða króna. Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont sem tekur þátt í forvali Demókrataflokksins, safnaði 34,5 milljónum dollara, jafnvirði um 4,2 milljarða króna, á fjórða ársfjórðungi 2019. Í heildina safnaði framboð hans 96 milljónum dollara í fyrra, að sögn Washington Post. Sanders, sem náði betri árangri í forvalinu árið 2016 en búist var við gegn Hillary Clinton, hefur reglulega mæst með næstmest fylgi frambjóðenda í forvalinu nú, á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Forval Demókrataflokksins hefst eftir rúman mánuð þegar kjósendur í Iowa greiða atkvæði. Síðustu ríkin kjósa ekki fyrr en í byrjun júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana á nýársdag var Biden með naumt forskot á Pete Buttigieg, 19,6% gegn 19,3%. Á eftir þeim kom Sanders með 18,3%. Buttigieg tilkynnti á nýársdag að framboð hans hefði safnað 24,7 milljónum dollara á síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin – Baráttan um Demókrataflokkinn Kosningabaráttan fyrir prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningar næsta árs er í fullum gangi. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er enn á toppnum en öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, og borgarstjórinn Pete Buttigieg, fylgja fast á hæla Bidens. 10. desember 2019 09:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kosningaárið 2020 með fjárhirslur framboðs síns fullar. Framboðið safnaði 46 milljónum dollara, jafnvirði um 5,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs og hefur aldrei gert betur á einum ársfjórðungi. Það er umtalsvert hærri upphæð en mögulegir mótframbjóðendur hans úr röðum demókrata hafa safnað. Talsmaður framboðs Trump hélt því fram að fjáröflun forsetans hefði tekið kipp eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem demókratar fara með meirihluta, kærði hann fyrir embættisbrot í desember. Alls eigi framboðið nú 102,7 milljónir dollara, jafnvirði um 12,5 milljarða íslenskra króna. Milljónirnar 46 eru aðeins sú upphæð sem framboð Trump sjálfs safnaði á fjórða ársfjórðungi. Þá eru ótalin framlög í kosningasjóði landsnefndar Repúblikanaflokksins. Reuters-fréttastofan segir að þær tölur verði birtar á næstunni. Á þriðja ársfjórðungi söfnuðu framboðið og landsnefndin alls 125 milljónum dollara, jafnvirði um 15,3 milljarða króna. Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont sem tekur þátt í forvali Demókrataflokksins, safnaði 34,5 milljónum dollara, jafnvirði um 4,2 milljarða króna, á fjórða ársfjórðungi 2019. Í heildina safnaði framboð hans 96 milljónum dollara í fyrra, að sögn Washington Post. Sanders, sem náði betri árangri í forvalinu árið 2016 en búist var við gegn Hillary Clinton, hefur reglulega mæst með næstmest fylgi frambjóðenda í forvalinu nú, á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Forval Demókrataflokksins hefst eftir rúman mánuð þegar kjósendur í Iowa greiða atkvæði. Síðustu ríkin kjósa ekki fyrr en í byrjun júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana á nýársdag var Biden með naumt forskot á Pete Buttigieg, 19,6% gegn 19,3%. Á eftir þeim kom Sanders með 18,3%. Buttigieg tilkynnti á nýársdag að framboð hans hefði safnað 24,7 milljónum dollara á síðustu þremur mánuðum síðasta árs.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin – Baráttan um Demókrataflokkinn Kosningabaráttan fyrir prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningar næsta árs er í fullum gangi. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er enn á toppnum en öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, og borgarstjórinn Pete Buttigieg, fylgja fast á hæla Bidens. 10. desember 2019 09:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Bandaríkin – Baráttan um Demókrataflokkinn Kosningabaráttan fyrir prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningar næsta árs er í fullum gangi. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er enn á toppnum en öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, og borgarstjórinn Pete Buttigieg, fylgja fast á hæla Bidens. 10. desember 2019 09:00