Enga loðnu að sjá við Hvalbak, leitarskip stefna á Langanes Kristján Már Unnarsson skrifar 16. janúar 2020 14:29 Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði úr höfn á Norðfirði í hádeginu í dag en þangað kom skipið í gærmorgun. Mynd/Smári Geirsson. Engin loðna hefur enn fundist fyrir Austurlandi á fyrsta eiginlega leitardegi loðnuleitarinnar. Fimm leitarskip reyna næsta sólarhringinn að komast yfir sem stærst svæði áður en næsta illviðri skellur á, en spáð er norðvestanstormi á Austfjarðamiðum síðdegis á morgun, föstudag, og fram á laugardag. Sjá einnig: Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Þrjú skip hófu leitina í gærkvöldi undan sunnanverðum Austfjörðum; veiðiskipin Ásgrímur Halldórsson SF, Bjarni Ólafsson AK og Polar Amaroq GR. Þau fóru fyrst á hafsvæðin austur og suðaustur af Hvalbak og hafa síðan verið að leita á Litladjúpi og á Rauðatorginu. Þar hefur engin loðna sést, að sögn Birkis Bárðarsonar leiðangursstjóra. „Loðna virðist ekki komin þangað suðureftir,“ sagði Birkir laust eftir hádegi í dag, staddur um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, sem var á leið út Norðfjarðarflóa. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri loðnuleitarinnarStöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Árni Friðriksson og Hákon EA stefna á Langanes. Þessi tvö skip munu fyrsta leita út af norðausturhorninu og byrja væntanlega á Rifsbanka. Árni Friðriksson mun síðan fikra sig suður með Austfjörðum á móti hinum þremur skipunum en áformað er að Hákon leiti síðan vestur með Norðurlandi og áleiðis til Vestfjarða, að sögn Birkis. Brottför Árna Friðrikssonar tafðist úr Neskaupstað þar sem hann fékk tóg í hliðarskrúfu og komst hann ekki af stað fyrr en um eittleytið í dag. Af þeim sökum hefur brottför Hákons einnig tafist en farið var í það að kvarða bergmálsmæli hans eftir að kvörðun lauk hjá Árna Friðrikssyni, en með því eru mælar skipanna samræmdir. Jón Þór Björnsson, stýrimaður á Hákoni, vonaðist þó til að þeir kæmust af stað fyrir klukkan fjögur í dag. Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Loðnuleitin hert og fimmta skipinu bætt í leiðangurinn Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. 15. janúar 2020 14:31 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Engin loðna hefur enn fundist fyrir Austurlandi á fyrsta eiginlega leitardegi loðnuleitarinnar. Fimm leitarskip reyna næsta sólarhringinn að komast yfir sem stærst svæði áður en næsta illviðri skellur á, en spáð er norðvestanstormi á Austfjarðamiðum síðdegis á morgun, föstudag, og fram á laugardag. Sjá einnig: Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Þrjú skip hófu leitina í gærkvöldi undan sunnanverðum Austfjörðum; veiðiskipin Ásgrímur Halldórsson SF, Bjarni Ólafsson AK og Polar Amaroq GR. Þau fóru fyrst á hafsvæðin austur og suðaustur af Hvalbak og hafa síðan verið að leita á Litladjúpi og á Rauðatorginu. Þar hefur engin loðna sést, að sögn Birkis Bárðarsonar leiðangursstjóra. „Loðna virðist ekki komin þangað suðureftir,“ sagði Birkir laust eftir hádegi í dag, staddur um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, sem var á leið út Norðfjarðarflóa. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri loðnuleitarinnarStöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Árni Friðriksson og Hákon EA stefna á Langanes. Þessi tvö skip munu fyrsta leita út af norðausturhorninu og byrja væntanlega á Rifsbanka. Árni Friðriksson mun síðan fikra sig suður með Austfjörðum á móti hinum þremur skipunum en áformað er að Hákon leiti síðan vestur með Norðurlandi og áleiðis til Vestfjarða, að sögn Birkis. Brottför Árna Friðrikssonar tafðist úr Neskaupstað þar sem hann fékk tóg í hliðarskrúfu og komst hann ekki af stað fyrr en um eittleytið í dag. Af þeim sökum hefur brottför Hákons einnig tafist en farið var í það að kvarða bergmálsmæli hans eftir að kvörðun lauk hjá Árna Friðrikssyni, en með því eru mælar skipanna samræmdir. Jón Þór Björnsson, stýrimaður á Hákoni, vonaðist þó til að þeir kæmust af stað fyrir klukkan fjögur í dag.
Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Loðnuleitin hert og fimmta skipinu bætt í leiðangurinn Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. 15. janúar 2020 14:31 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15
Loðnuleitin hert og fimmta skipinu bætt í leiðangurinn Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. 15. janúar 2020 14:31
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00