Gleðjast saman í skugga hópuppsagnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. janúar 2020 09:00 Starfsmenn Arion banka leggja undir sig Hörpu um helgina. Vísir/Vilhelm Þremur mánuðum eftir að hafa ráðist í stærstu einstöku hópuppsögn í bankakerfinu frá því í hruninu blæs Arion banki til heljarinnar veislu. Árshátíð bankans fer fram um helgina og verður öllu til tjaldað; búið er að leigja stærstan hluta Hörpu og verður slegið upp tónleikum um allt hús, sem gestir geta sótt eftir að hafa þegið veitingar við sitjandi borðhald. Tónlistaratriði verða meðal annars í höndum Gus Gus, Emmsé Gauta, Jóa P og Króla, Herra Hnetusmjörs og Bríetar. Þá lék Nýdönsk í bankanum á dögunum, en að sögn Viðskiptablaðsins munu þeir tónleikar hafa verið á vegum eignarstýringar bankans fyrir viðskiptavini. Í samskiptum við blaðið segir upplýsingafulltrúi Arion að umfang árshátíðarinnar sé svipað og síðustu ár. Íburðurinn skýrist af stærð vinnustaðarins, en 800 manns vinna hjá bankanum eftir uppsagnir síðasta árs. Blésu af starfsmannagleði Um 150 starfsmönnum Arion banka var sagt upp störfum í fyrra, þar af 102 í hausttiltekt bankans í lok september. Rekstur bankans hafði ekki staðið undir væntingum, arðsemin ekki nógu góð og var uppsögnunum ætlað að draga úr rekstrarkostnaði Arion. Talið var að uppsagnir haustsins myndu kosta bankann næstum 900 milljónir króna, en að breytingarnar muni að öðru óbreyttu hafa jákvæð áhrif á afkomu bankans sem nema um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli, að teknu tilliti til skatta. Þessara jákvæðu áhrifa á að gæta á yfirstandandi ársfjórðungi. Starfsmenn bankans voru ekki í miklu partýstuði strax eftir niðurskurðinn. Árlegt Októberfest Arion var blásið af enda lítil stemning fyrir fjöri á þeim tímapunkti. „Maður heyrði strax raddir um að fólk væri ekki í stuði fyrir þetta,“ eins og meðlimur í skemmtinefnd Skjaldar, starfsmannafélagi Arion banka, orðaði það að kvöldi uppsagnadagsins 26. september. Íslenskir bankar Tónlist Tengdar fréttir Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Viðskiptin 2019: WOW, þrot og takkaskór Viðskiptaárið 2019 var fjölbreytt og forvitnilegt. Hér er drepið á því áhugaverðasta sem átti sér stað í viðskiptalífinu á síðasta ári. 29. desember 2019 09:30 Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Þremur mánuðum eftir að hafa ráðist í stærstu einstöku hópuppsögn í bankakerfinu frá því í hruninu blæs Arion banki til heljarinnar veislu. Árshátíð bankans fer fram um helgina og verður öllu til tjaldað; búið er að leigja stærstan hluta Hörpu og verður slegið upp tónleikum um allt hús, sem gestir geta sótt eftir að hafa þegið veitingar við sitjandi borðhald. Tónlistaratriði verða meðal annars í höndum Gus Gus, Emmsé Gauta, Jóa P og Króla, Herra Hnetusmjörs og Bríetar. Þá lék Nýdönsk í bankanum á dögunum, en að sögn Viðskiptablaðsins munu þeir tónleikar hafa verið á vegum eignarstýringar bankans fyrir viðskiptavini. Í samskiptum við blaðið segir upplýsingafulltrúi Arion að umfang árshátíðarinnar sé svipað og síðustu ár. Íburðurinn skýrist af stærð vinnustaðarins, en 800 manns vinna hjá bankanum eftir uppsagnir síðasta árs. Blésu af starfsmannagleði Um 150 starfsmönnum Arion banka var sagt upp störfum í fyrra, þar af 102 í hausttiltekt bankans í lok september. Rekstur bankans hafði ekki staðið undir væntingum, arðsemin ekki nógu góð og var uppsögnunum ætlað að draga úr rekstrarkostnaði Arion. Talið var að uppsagnir haustsins myndu kosta bankann næstum 900 milljónir króna, en að breytingarnar muni að öðru óbreyttu hafa jákvæð áhrif á afkomu bankans sem nema um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli, að teknu tilliti til skatta. Þessara jákvæðu áhrifa á að gæta á yfirstandandi ársfjórðungi. Starfsmenn bankans voru ekki í miklu partýstuði strax eftir niðurskurðinn. Árlegt Októberfest Arion var blásið af enda lítil stemning fyrir fjöri á þeim tímapunkti. „Maður heyrði strax raddir um að fólk væri ekki í stuði fyrir þetta,“ eins og meðlimur í skemmtinefnd Skjaldar, starfsmannafélagi Arion banka, orðaði það að kvöldi uppsagnadagsins 26. september.
Íslenskir bankar Tónlist Tengdar fréttir Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Viðskiptin 2019: WOW, þrot og takkaskór Viðskiptaárið 2019 var fjölbreytt og forvitnilegt. Hér er drepið á því áhugaverðasta sem átti sér stað í viðskiptalífinu á síðasta ári. 29. desember 2019 09:30 Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07
Viðskiptin 2019: WOW, þrot og takkaskór Viðskiptaárið 2019 var fjölbreytt og forvitnilegt. Hér er drepið á því áhugaverðasta sem átti sér stað í viðskiptalífinu á síðasta ári. 29. desember 2019 09:30
Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33