Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði Íslands, var svekktur í leikslok í kvöld eftir tapið gegn Ungverjum en sagði að strákarnir okkar höfðu lagt allt í verkefnið.
„Mjög góð spurning,“ sagði Guðjón Valur aðspurður hvað hafði gerst í síðari hálfleik.
„Þetta er vont tap. Eftir smá vesen í byrjun komust við frábæra inn í leikinn. Vorum í vandræðum með varnarleikinn þeirra á tímapunkti en leystum það svo.“
„Vörnin okkar hélt vel en svo kemur kafli þar sem við erum í miklum vandræðum með þeirra línumann. Mér finnst hann mega gera meira en okkar línumenn. Hann er tröll að burðum. Erfitt að eiga við hann.“
„Þetta er vont tap en mér fannst við leggja mikið í hann. Í síðari hálfleik keyrum við á vegg.“
Eftir tvo flotta leiki í upphafi móts er fyrirliðinn ekki af baki dottinn.
„Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup sagði ég við strákanna. Þetta er klisja en ég get ekki sagt að menn hafi ekki lagt sig fram í dag.“
„Við vorum 14-10 yfir en hvort að það sé þreyta eða einbeitingarleysi trúi ég ekki. Við áttum virkilega erfitt með að skora mörk í seinni hálfleik.“
Guðjón Valur: Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup
Tengdar fréttir

Twitter eftir tapið: „Ísland er að spila eins og Barcelona á Anfield“
Ísland fer án stiga í milliriðil á EM í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Ungverjum í kvöld, 24-16.

Leik lokið: Ísland - Ungverjaland 18-24 | Algjört hrun og strákarnir fara stigalausir í milliriðil
Ungverjaland vann seinni hálfleikinn 15-6 eftir að Ísland hafði verið þremur mörkum yfir í hálfleik.