Aron og Alexander mættu saman í viðtal og fóru á kostum Anton Ingi Leifsson skrifar 13. janúar 2020 19:22 Alexander Petersson og Aron Pálmarsson mættu saman í viðtal eftir sigur Íslands á Rússlandi í dag. Ísland hefur þar af leiðandi unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu. „Við mættum hrikalega vel stemmdir inn í þennan leik. Það var mikið undir og talað um það hvað við höfum verið að klúðra á síðustu mótum. Við mættum 120% og sýndum það að við ætluðum ekki að klúðra þessu,“ sagði Aron. „Við sýndum það að við erum orðnir alvöru lið og kafsigldum þá,“ bætti Aron við. Alexander var magnaður varnarlega og hann var sáttur. Aðspurður hvort að vörnin hafi minnt á Peking svaraði hann: „Ég man það ekki. Það er svo langt síðan,“ sagði hann og hló áður en hann hélt áfram. „Strákarnir gerðu þetta mjög vel. Allir eru að berjast eins og ljón. Við erum bara tveir gamlir karlar,“ sagði Alexander sem brosti til Arons. Aron komst ekki á blað í dag eftir magnaðan leik á laugardaginn og Alexander skilur það enda var Aron tekinn úr umferð. „Hvaðan átti hann að skjóta? Af 15-20 metrum? Sjáðu að Viggó kemur inn og allir hinir. Geggjaðir leikmenn og gaman að spila með þeim.“ Aron segir að innkoma strákanna af bekknum sé jákvæð. „Það er ekki sjálfgefið að koma inn af bekknum í leik sem er svona þægilegur og halda svona standard. Þeir sýndu það strákarnir að þeir eru helvíti góðir og þeir gáfu í ef eitthvað var. Það er mjög jákvætt fyrir okkur sem lið og þá sem einstaklinganna.“ Alexander segir að líkaminn hafi það fínt. „Ég er bara góður. Við verðum svo bara sjá til. Ég þarf að jafna mig og svo sjáum við til.“ Aron vill að liðið haldi uppteknum hætti í síðasta leiknum í riðlinum gegn Ungverjum á miðvikudag. „Við sýndum í dag að við getum haldið standard. Erum nú búnir að gera það tvo leiki í röð og nú er bara bæta einum leik við. Mæta alveg eins í næsta leik.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Eltir mig útum allt í um áratug en tókst mig kannski ekki úr umferð“ Ísland er með með fullt hús stiga eftir tvær umferðir á EM en strákarnir okkar unnu sigur á Rússlandi í dag, 34-23. 13. janúar 2020 18:47 Leik lokið: Ísland - Rússland 34-23 | Rússarnir sáu aldrei til sólar Ísland er með fullt hús stiga í E-riðli Evrópumótsins í handbolta eftir ellefu marka stórsigur á Rússlandi, 34-23. 13. janúar 2020 18:45 Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 13. janúar 2020 19:14 Guðmundur fékk gæsahúð yfir varnarleiknum Guðmundur Guðmundsson gekk stoltur frá borði í kvöld. 13. janúar 2020 19:04 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Alexander Petersson og Aron Pálmarsson mættu saman í viðtal eftir sigur Íslands á Rússlandi í dag. Ísland hefur þar af leiðandi unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu. „Við mættum hrikalega vel stemmdir inn í þennan leik. Það var mikið undir og talað um það hvað við höfum verið að klúðra á síðustu mótum. Við mættum 120% og sýndum það að við ætluðum ekki að klúðra þessu,“ sagði Aron. „Við sýndum það að við erum orðnir alvöru lið og kafsigldum þá,“ bætti Aron við. Alexander var magnaður varnarlega og hann var sáttur. Aðspurður hvort að vörnin hafi minnt á Peking svaraði hann: „Ég man það ekki. Það er svo langt síðan,“ sagði hann og hló áður en hann hélt áfram. „Strákarnir gerðu þetta mjög vel. Allir eru að berjast eins og ljón. Við erum bara tveir gamlir karlar,“ sagði Alexander sem brosti til Arons. Aron komst ekki á blað í dag eftir magnaðan leik á laugardaginn og Alexander skilur það enda var Aron tekinn úr umferð. „Hvaðan átti hann að skjóta? Af 15-20 metrum? Sjáðu að Viggó kemur inn og allir hinir. Geggjaðir leikmenn og gaman að spila með þeim.“ Aron segir að innkoma strákanna af bekknum sé jákvæð. „Það er ekki sjálfgefið að koma inn af bekknum í leik sem er svona þægilegur og halda svona standard. Þeir sýndu það strákarnir að þeir eru helvíti góðir og þeir gáfu í ef eitthvað var. Það er mjög jákvætt fyrir okkur sem lið og þá sem einstaklinganna.“ Alexander segir að líkaminn hafi það fínt. „Ég er bara góður. Við verðum svo bara sjá til. Ég þarf að jafna mig og svo sjáum við til.“ Aron vill að liðið haldi uppteknum hætti í síðasta leiknum í riðlinum gegn Ungverjum á miðvikudag. „Við sýndum í dag að við getum haldið standard. Erum nú búnir að gera það tvo leiki í röð og nú er bara bæta einum leik við. Mæta alveg eins í næsta leik.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Eltir mig útum allt í um áratug en tókst mig kannski ekki úr umferð“ Ísland er með með fullt hús stiga eftir tvær umferðir á EM en strákarnir okkar unnu sigur á Rússlandi í dag, 34-23. 13. janúar 2020 18:47 Leik lokið: Ísland - Rússland 34-23 | Rússarnir sáu aldrei til sólar Ísland er með fullt hús stiga í E-riðli Evrópumótsins í handbolta eftir ellefu marka stórsigur á Rússlandi, 34-23. 13. janúar 2020 18:45 Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 13. janúar 2020 19:14 Guðmundur fékk gæsahúð yfir varnarleiknum Guðmundur Guðmundsson gekk stoltur frá borði í kvöld. 13. janúar 2020 19:04 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Twitter eftir sigurinn: „Eltir mig útum allt í um áratug en tókst mig kannski ekki úr umferð“ Ísland er með með fullt hús stiga eftir tvær umferðir á EM en strákarnir okkar unnu sigur á Rússlandi í dag, 34-23. 13. janúar 2020 18:47
Leik lokið: Ísland - Rússland 34-23 | Rússarnir sáu aldrei til sólar Ísland er með fullt hús stiga í E-riðli Evrópumótsins í handbolta eftir ellefu marka stórsigur á Rússlandi, 34-23. 13. janúar 2020 18:45
Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 13. janúar 2020 19:14
Guðmundur fékk gæsahúð yfir varnarleiknum Guðmundur Guðmundsson gekk stoltur frá borði í kvöld. 13. janúar 2020 19:04
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn