Því miður, þjóðgarður lofar ekki góðu Þórir Garðarsson skrifar 13. janúar 2020 12:00 Í umræðunni um þjóðgarð á miðhálendinu er talað um hvað hann geti skapað miklar tekjur, jafnt innan sem utan svæðisins. Þessu er ekki síst haldið fram til að réttlæta háan áætlaðan rekstrarkostnað þjóðgarðsins. Ef þjóðgarðurinn á að geta skapað tekjur, þá er algjört lágmark að einhver starfsemi yfirleitt komist á laggirnar innan eða utan hans og hafi rekstrargrundvöll. Sá sem þetta ritar þekkir af eigin raun í gegnum Hveravallafélagið ehf að í þeim efnum fer hljóð og mynd ekki saman. Aðkallandi þörf fyrir endurbætur á Hveravöllum Hveravallafélagið hefur í tvo áratugi rekið aðstöðu fyrir ferðamenn á Hveravöllum. Kjarni hennar er tveir lúnir gistiskálar sem áður voru í eigu Ferðafélags Íslands, salernisgámar og geymslugámar. Þessi starfsemi ásamt bílastæðum er innan friðlýsta hverasvæðisins. Rökin með og á móti þjóðgarði á miðhálendinu eru margvísleg. Það kom samt á óvart að heyra í útvarpsviðtali í morgun að rökin fyrir þjóðgarði séu m.a. þau að illa hafi tekist til á Hveravöllum vegna þess að þar væri boðið upp á salernisaðstöðu í gámum. Þetta er í besta falli útúrsnúningur eða vanþekking til að afvegaleiða umræðuna. Ég ætla ekki að réttlæta salernisaðstöðu í gámum. Við hjá Hveravallafélaginu viljum gera betur og höfum lengi haft áhuga á að flytja þessa starfsemi alla í nýjan skála utan friðlýsta hverasvæðisins. Öll mannvirki nema gamli skáli Ferðafélagsins yrðu fjarlægð af friðlýsta svæðinu. Þetta yrði mikið framfaraspor og myndi stórbæta ásýnd og vernd þess einstaka hverasvæðis sem Hveravellir eru þekktir fyrir. Að ekki sé talað um bætta aðstöðu fyrir ferðamenn. Lamandi hönd stofnana og félagasamtaka En þá komu opinberar stofnanir og aðilar sem kenna sig við umhverfisvernd og þvælast svo hressilega fyrir að þessi áform eru nánast sjálfdauð. Þar á meðal má nefna Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Veðurstofuna, Skipulagsstofnun, Landvarðafélag Íslands, Ferðamálastofu og Landvernd. Þeim fannst nýi skálinn of stór og með of mörgum salernum. Þeim fannst óhæfa að þar ættu einnig að vera nokkur tveggja manna herbergi með salerni – jafnvel þó ferðamenn vilji þannig möguleika. Til að þvælast sem mest fyrir þessum áformum var þess krafist að bygging hins nýja skála og niðurrif á eldri skála færi í nýtt umhverfismat, þó svo að eldra umhverfismat á sambærilegri uppbyggingu hafi þegar átt sér stað tveimur áratugum áður. Kostnaður við umhverfismat hleypur á tugum milljóna króna og tefur framkvæmdir árum saman. Samt hefur ekkert breyst í þessum áformum eða umhverfi Hveravalla sem kallar á nýtt umhverfismat – nema að Hveravellir fóru af hinum rauða válista Umhverfisstofnunar fyrir um 6 árum síðan. Áhugi á uppbyggingu Rekstur núverandi starfsemi á Hveravöllum er á mörkum þess að bera sig. Eigendur Hveravallafélagsins hafa lagt í rúmlega 100 milljón króna framkvæmdir undanfarin ár m.a. við endurbætur á kaldavatnslögn svæðisins og nýja afkastamikla rotþró í samvinnu við Umhverfisstofnun. Sömuleiðis tekur Hveravallafélagið fjárhagslegan þátt með um 27 mkr framlagi til lagningar jarðstrengs fyrir rafmagn til að hætta rafmagnsframleiðslu með díselolíurafstöð. Nú er sá strengur kominn og var slökkt á dísilrafstöðinni í desember 2019. Með góðu og hreinu rafmagni verður nú mögulegt að hlaða rafbíla á miðju hálendi Íslands. Enginn þarf að efast um áhuga Hveravallafélagsins á því að vernda friðlýsta hverasvæðið með því að flytja alla starfsemi útfyrir það í nýjan skála. Sá skáli þarf hins vegar að standa undir sér fjárhagslega og þarf að vera af lágmarks stærð til að geta mætt breyttum kröfum og ferðavenjum og fjölgun ferðamanna sem svæðið laðar að. Holur hljómur í fullyrðingum Afstaða opinberra stofnana og félagasamtaka til umbóta á Hveravöllum sýnir að það er holur hljómur í fullyrðingum um ávinninginn af uppbyggingu þjóðgarðs á miðhálendinu. Þessir aðilar virðast helst vilja halda í óbreytta rómantík olíukyntra fjallaskála með útikamri og hrotukór á 20 manna svefnlofti. Þetta dæmi af fyrirstöðunni gegn uppbyggingu á Hveravöllum á miðhálendinu ætti að hringja aðvörunarbjöllum. Ef það má ekki bæta aðstöðuna þar og tryggja að hún standi undir sér, hvaðan eiga tekjur af þjóðgarðinum þá að koma og hver á að byggja þar upp? Og heldur einhver að fyrirstaðan og þvergirðingshátturinn minnki þegar komin verður opinber valdastofnun yfir öllu sem hreyfist innan þessa þjóðgarðs?Höfundur er stjórnarformaður Hveravallafélagsins ehf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Þórir Garðarsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Í umræðunni um þjóðgarð á miðhálendinu er talað um hvað hann geti skapað miklar tekjur, jafnt innan sem utan svæðisins. Þessu er ekki síst haldið fram til að réttlæta háan áætlaðan rekstrarkostnað þjóðgarðsins. Ef þjóðgarðurinn á að geta skapað tekjur, þá er algjört lágmark að einhver starfsemi yfirleitt komist á laggirnar innan eða utan hans og hafi rekstrargrundvöll. Sá sem þetta ritar þekkir af eigin raun í gegnum Hveravallafélagið ehf að í þeim efnum fer hljóð og mynd ekki saman. Aðkallandi þörf fyrir endurbætur á Hveravöllum Hveravallafélagið hefur í tvo áratugi rekið aðstöðu fyrir ferðamenn á Hveravöllum. Kjarni hennar er tveir lúnir gistiskálar sem áður voru í eigu Ferðafélags Íslands, salernisgámar og geymslugámar. Þessi starfsemi ásamt bílastæðum er innan friðlýsta hverasvæðisins. Rökin með og á móti þjóðgarði á miðhálendinu eru margvísleg. Það kom samt á óvart að heyra í útvarpsviðtali í morgun að rökin fyrir þjóðgarði séu m.a. þau að illa hafi tekist til á Hveravöllum vegna þess að þar væri boðið upp á salernisaðstöðu í gámum. Þetta er í besta falli útúrsnúningur eða vanþekking til að afvegaleiða umræðuna. Ég ætla ekki að réttlæta salernisaðstöðu í gámum. Við hjá Hveravallafélaginu viljum gera betur og höfum lengi haft áhuga á að flytja þessa starfsemi alla í nýjan skála utan friðlýsta hverasvæðisins. Öll mannvirki nema gamli skáli Ferðafélagsins yrðu fjarlægð af friðlýsta svæðinu. Þetta yrði mikið framfaraspor og myndi stórbæta ásýnd og vernd þess einstaka hverasvæðis sem Hveravellir eru þekktir fyrir. Að ekki sé talað um bætta aðstöðu fyrir ferðamenn. Lamandi hönd stofnana og félagasamtaka En þá komu opinberar stofnanir og aðilar sem kenna sig við umhverfisvernd og þvælast svo hressilega fyrir að þessi áform eru nánast sjálfdauð. Þar á meðal má nefna Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Veðurstofuna, Skipulagsstofnun, Landvarðafélag Íslands, Ferðamálastofu og Landvernd. Þeim fannst nýi skálinn of stór og með of mörgum salernum. Þeim fannst óhæfa að þar ættu einnig að vera nokkur tveggja manna herbergi með salerni – jafnvel þó ferðamenn vilji þannig möguleika. Til að þvælast sem mest fyrir þessum áformum var þess krafist að bygging hins nýja skála og niðurrif á eldri skála færi í nýtt umhverfismat, þó svo að eldra umhverfismat á sambærilegri uppbyggingu hafi þegar átt sér stað tveimur áratugum áður. Kostnaður við umhverfismat hleypur á tugum milljóna króna og tefur framkvæmdir árum saman. Samt hefur ekkert breyst í þessum áformum eða umhverfi Hveravalla sem kallar á nýtt umhverfismat – nema að Hveravellir fóru af hinum rauða válista Umhverfisstofnunar fyrir um 6 árum síðan. Áhugi á uppbyggingu Rekstur núverandi starfsemi á Hveravöllum er á mörkum þess að bera sig. Eigendur Hveravallafélagsins hafa lagt í rúmlega 100 milljón króna framkvæmdir undanfarin ár m.a. við endurbætur á kaldavatnslögn svæðisins og nýja afkastamikla rotþró í samvinnu við Umhverfisstofnun. Sömuleiðis tekur Hveravallafélagið fjárhagslegan þátt með um 27 mkr framlagi til lagningar jarðstrengs fyrir rafmagn til að hætta rafmagnsframleiðslu með díselolíurafstöð. Nú er sá strengur kominn og var slökkt á dísilrafstöðinni í desember 2019. Með góðu og hreinu rafmagni verður nú mögulegt að hlaða rafbíla á miðju hálendi Íslands. Enginn þarf að efast um áhuga Hveravallafélagsins á því að vernda friðlýsta hverasvæðið með því að flytja alla starfsemi útfyrir það í nýjan skála. Sá skáli þarf hins vegar að standa undir sér fjárhagslega og þarf að vera af lágmarks stærð til að geta mætt breyttum kröfum og ferðavenjum og fjölgun ferðamanna sem svæðið laðar að. Holur hljómur í fullyrðingum Afstaða opinberra stofnana og félagasamtaka til umbóta á Hveravöllum sýnir að það er holur hljómur í fullyrðingum um ávinninginn af uppbyggingu þjóðgarðs á miðhálendinu. Þessir aðilar virðast helst vilja halda í óbreytta rómantík olíukyntra fjallaskála með útikamri og hrotukór á 20 manna svefnlofti. Þetta dæmi af fyrirstöðunni gegn uppbyggingu á Hveravöllum á miðhálendinu ætti að hringja aðvörunarbjöllum. Ef það má ekki bæta aðstöðuna þar og tryggja að hún standi undir sér, hvaðan eiga tekjur af þjóðgarðinum þá að koma og hver á að byggja þar upp? Og heldur einhver að fyrirstaðan og þvergirðingshátturinn minnki þegar komin verður opinber valdastofnun yfir öllu sem hreyfist innan þessa þjóðgarðs?Höfundur er stjórnarformaður Hveravallafélagsins ehf
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun