Daginn búið að lengja um sextíu mínútur í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 12. janúar 2020 09:36 Álftir eru byrjaðar tilhugalífið en þessi mynd var tekin á Árbæjarstíflu í Reykjavík laust fyrir klukkan fjögur í gær. Sólin var þá komin á bak við Breiðholtshvarf. Mynd/KMU. Þremur vikum frá vetrarsólstöðum gætu landsmenn verið farnir að skynja lengingu birtutímans, - og kannski einhverjir farnir að láta sig dreyma um vorið, nú þegar aðeins rúmir þrír mánuðir eru í sumardaginn fyrsta. Þannig hefur daginn núna lengt um 60 mínútur í Reykjavík frá vetrarsólstöðum 22. desember. Lengingin er meiri síðdegis, eða 40 mínútur, en 20 mínútur að morgni. Sólris í borginni í dag er klukkan 11.02 og sólsetur klukkan 16.09 og telst lengd dagsins því vera 5 stundir og 7 mínútur. Sólarhæð fer í 4,4 gráður yfir sjóndeildarhring á hádegi, sem er klukkan 13.35 í Reykjavík, en upplýsingarnar eru fengnar af tímatalsvefnum timeanddate.com. Horft til norðurs frá Breiðholtshvarfi yfir Árbæjarsafn og Árbæjarlón í gær. Fjær eru Akrafjall og Esja.Mynd/KMU. Talsverðu munar á byggðum landsins eftir hnattstöðu þeirra. Þannig kemur sólin upp á Höfn í Hornafirði klukkan 10.37 en á Ísafirði telst sólris vera klukkan 11.36, um klukkustund síðar. Þar hindra þó fjöll Ísfirðinga í að sjá sólina frá heimilum sínum á þeirri stundu. Lengd dagsins telst vera 5 stundir og 4 mínútur á Höfn en 4 stundir og 8 mínútur á Ísafirði. Lenging dagsins er hins vegar orðin 85 mínútur á Ísafirði en 60 mínútur á Höfn. Á Ísafirði er sú venja að fagna hækkun sólar með sólarkaffi þann 25. janúar þegar sólin sést á ný á Sólgötu við Eyrartún, þar sem Ísafjarðarkirkja er, en þá hefur sólin verið í hvarfi á bak við fjöllin í tvo mánuði.Mynd/Kirkjukort.net Íbúar Vestmannaeyja, syðsta bæjar landsins, njóta lengsta sólargangs allra landsmanna í dag, eða í 5 stundir og 24 mínútur, sem er 54 mínútna lenging frá stysta degi ársins. Þar er sólris klukkan 10.47 en sólsetur klukkan 16.11, tveimur mínútum seinna en í Reykjavík, og þar nær sólarhæð 5 gráðum á hádegi klukkan 13.29. Á sama hátt njóta íbúar nyrstu byggðarinnar, Grímseyjar, stysta sólargangs, eða í 3 stundir og 50 mínútur í dag. Þar er lengingin frá vetrarsólstöðum hins vegar orðin mest eða 98 mínútur. Lengingin er einnig hröðust þar, eða yfir 7 mínútur milli daga næstu vikuna, meðan lenging dagsins í Vestmannaeyjum nemur um 5 mínútum milli daga. Frá Akureyri. Þar hefur daginn lengt um 77 mínútur frá vetrarsólstöðum.Vísir/Tryggvi Á Akureyri, höfuðstað Norðurlands, er sólris í dag klukkan 11.09 en sólsetur klukkan 15.32, lengd dagsins því 4 stundir og 23 mínútur og lengingin 77 mínútur frá því sól var lægst á lofti. Þar nær sólin upp í 2,9 gráður á hádegi í dag, sem er klukkan 13.20 á Akureyri. Þótt ekki virðist langt á milli staða getur munað miklu á sólargangi. Þannig er sólris á Siglufirði klukkan 11.21 í dag, 12 mínútum seinna en á Akureyri, og á Siglufirði er sólsetur klukkan 15.26, 6 mínútum fyrr en á Akureyri. Þannig telst þessi dagur vera 4 stundir og 5 mínútur á Siglufirði, 18 mínútum styttri en á Akureyri. Það kemur eflaust mörgum á óvart hve miklu munar á hádegi eftir því hvort menn eru staddir austast eða vestast á landinu. Þannig er hádegi í Neskaupstað í dag klukkan 13.02 en á Patreksfirði klukkan 13.44. Akureyri Fjallabyggð Fjarðabyggð Grímsey Heilsa Hornafjörður Ísafjarðarbær Reykjavík Vestmannaeyjar Vesturbyggð Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Erlent Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Erlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Þremur vikum frá vetrarsólstöðum gætu landsmenn verið farnir að skynja lengingu birtutímans, - og kannski einhverjir farnir að láta sig dreyma um vorið, nú þegar aðeins rúmir þrír mánuðir eru í sumardaginn fyrsta. Þannig hefur daginn núna lengt um 60 mínútur í Reykjavík frá vetrarsólstöðum 22. desember. Lengingin er meiri síðdegis, eða 40 mínútur, en 20 mínútur að morgni. Sólris í borginni í dag er klukkan 11.02 og sólsetur klukkan 16.09 og telst lengd dagsins því vera 5 stundir og 7 mínútur. Sólarhæð fer í 4,4 gráður yfir sjóndeildarhring á hádegi, sem er klukkan 13.35 í Reykjavík, en upplýsingarnar eru fengnar af tímatalsvefnum timeanddate.com. Horft til norðurs frá Breiðholtshvarfi yfir Árbæjarsafn og Árbæjarlón í gær. Fjær eru Akrafjall og Esja.Mynd/KMU. Talsverðu munar á byggðum landsins eftir hnattstöðu þeirra. Þannig kemur sólin upp á Höfn í Hornafirði klukkan 10.37 en á Ísafirði telst sólris vera klukkan 11.36, um klukkustund síðar. Þar hindra þó fjöll Ísfirðinga í að sjá sólina frá heimilum sínum á þeirri stundu. Lengd dagsins telst vera 5 stundir og 4 mínútur á Höfn en 4 stundir og 8 mínútur á Ísafirði. Lenging dagsins er hins vegar orðin 85 mínútur á Ísafirði en 60 mínútur á Höfn. Á Ísafirði er sú venja að fagna hækkun sólar með sólarkaffi þann 25. janúar þegar sólin sést á ný á Sólgötu við Eyrartún, þar sem Ísafjarðarkirkja er, en þá hefur sólin verið í hvarfi á bak við fjöllin í tvo mánuði.Mynd/Kirkjukort.net Íbúar Vestmannaeyja, syðsta bæjar landsins, njóta lengsta sólargangs allra landsmanna í dag, eða í 5 stundir og 24 mínútur, sem er 54 mínútna lenging frá stysta degi ársins. Þar er sólris klukkan 10.47 en sólsetur klukkan 16.11, tveimur mínútum seinna en í Reykjavík, og þar nær sólarhæð 5 gráðum á hádegi klukkan 13.29. Á sama hátt njóta íbúar nyrstu byggðarinnar, Grímseyjar, stysta sólargangs, eða í 3 stundir og 50 mínútur í dag. Þar er lengingin frá vetrarsólstöðum hins vegar orðin mest eða 98 mínútur. Lengingin er einnig hröðust þar, eða yfir 7 mínútur milli daga næstu vikuna, meðan lenging dagsins í Vestmannaeyjum nemur um 5 mínútum milli daga. Frá Akureyri. Þar hefur daginn lengt um 77 mínútur frá vetrarsólstöðum.Vísir/Tryggvi Á Akureyri, höfuðstað Norðurlands, er sólris í dag klukkan 11.09 en sólsetur klukkan 15.32, lengd dagsins því 4 stundir og 23 mínútur og lengingin 77 mínútur frá því sól var lægst á lofti. Þar nær sólin upp í 2,9 gráður á hádegi í dag, sem er klukkan 13.20 á Akureyri. Þótt ekki virðist langt á milli staða getur munað miklu á sólargangi. Þannig er sólris á Siglufirði klukkan 11.21 í dag, 12 mínútum seinna en á Akureyri, og á Siglufirði er sólsetur klukkan 15.26, 6 mínútum fyrr en á Akureyri. Þannig telst þessi dagur vera 4 stundir og 5 mínútur á Siglufirði, 18 mínútum styttri en á Akureyri. Það kemur eflaust mörgum á óvart hve miklu munar á hádegi eftir því hvort menn eru staddir austast eða vestast á landinu. Þannig er hádegi í Neskaupstað í dag klukkan 13.02 en á Patreksfirði klukkan 13.44.
Akureyri Fjallabyggð Fjarðabyggð Grímsey Heilsa Hornafjörður Ísafjarðarbær Reykjavík Vestmannaeyjar Vesturbyggð Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Erlent Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Erlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira