Hvíta húsið reynir að stöðva útgáfu bókar Bolton Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2020 18:50 John Bolton. AP/Luis M. Alvarez Þjóðaröryggisráð Hvíta hússins hefur sent lögmanni John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta, bréf um bók hans og krafist þess að hún verði ekki gefin út að svo stöddu. Ráðið segir bókina innihalda mikið af ríkisleyndarmálum. Bók þessi inniheldur kafla þar sem Bolton segir Trump hafa sagt sér að umdeild stöðvun neyðaraðstoðar til Úkraínu væri ætlað að þrýsta á forseta Úkraínu svo hann hæfi rannsóknir sem Trump myndi hagnast persónulega á. Hvíta segir að ekki sé verið að reyna að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar, heldur eingöngu þeirra hluta sem innihalda ríkisleyndarmál. Letter to Bolton lawyer pic.twitter.com/ty0OMcoZOl— Maggie Haberman (@maggieNYT) January 29, 2020 Trump og bandamenn hans á þingi og í fjölmiðlum hafa gengið hart fram gegn Bolton í kjölfar fregna um bókina, því það að Trump og Bolton hafi átt áðurnefnd samskipti snýr með beinum hætti að réttarhöldunum gegn Trump fyrir meint embættisbrot hans. Demókratar hafa krafist þess að Bolton verði fenginn til að bera vitni í réttarhöldunum, sem standa nú yfir, en Repúblikanar hafa barist gegn því. Sjá einnig: Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Sjálfur hefur Trump tíst tvisvar sinnum um Bolton í dag og gagnrýnt hann harðlega. Annars vegar veltir Trump því fyrir sér af hverju Bolton kvartaði ekki fyrr yfir þessum meintu brotum forsetans þegar hann var rekinn. Í hinu tístinu sagði Trump að Bolton hefði hvergi getað fengið starf og hefði grátbeðið sig um starf í Hvíta húsinu, sem þingmenn þyrftu ekki að greiða atkvæði um, og það hafi hann gert þvert á viðvaranir margra. Þá sagði Trump að bókin væri andstyggileg og ósönn. Þar að auki innihéldi hún ríkisleyndarmál. ....many more mistakes of judgement, gets fired because frankly, if I listened to him, we would be in World War Six by now, and goes out and IMMEDIATELY writes a nasty & untrue book. All Classified National Security. Who would do this?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 29, 2020 ....many more mistakes of judgement, gets fired because frankly, if I listened to him, we would be in World War Six by now, and goes out and IMMEDIATELY writes a nasty & untrue book. All Classified National Security. Who would do this?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 29, 2020 Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50 Pressa á Repúblikönum Tveir mikilvægir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja fregnir um John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, ýta undir það að kalla eigi hann, og mögulega aðra, til að bera vitni í réttarhöldunum gegn Trump. 27. janúar 2020 22:30 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Þjóðaröryggisráð Hvíta hússins hefur sent lögmanni John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta, bréf um bók hans og krafist þess að hún verði ekki gefin út að svo stöddu. Ráðið segir bókina innihalda mikið af ríkisleyndarmálum. Bók þessi inniheldur kafla þar sem Bolton segir Trump hafa sagt sér að umdeild stöðvun neyðaraðstoðar til Úkraínu væri ætlað að þrýsta á forseta Úkraínu svo hann hæfi rannsóknir sem Trump myndi hagnast persónulega á. Hvíta segir að ekki sé verið að reyna að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar, heldur eingöngu þeirra hluta sem innihalda ríkisleyndarmál. Letter to Bolton lawyer pic.twitter.com/ty0OMcoZOl— Maggie Haberman (@maggieNYT) January 29, 2020 Trump og bandamenn hans á þingi og í fjölmiðlum hafa gengið hart fram gegn Bolton í kjölfar fregna um bókina, því það að Trump og Bolton hafi átt áðurnefnd samskipti snýr með beinum hætti að réttarhöldunum gegn Trump fyrir meint embættisbrot hans. Demókratar hafa krafist þess að Bolton verði fenginn til að bera vitni í réttarhöldunum, sem standa nú yfir, en Repúblikanar hafa barist gegn því. Sjá einnig: Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Sjálfur hefur Trump tíst tvisvar sinnum um Bolton í dag og gagnrýnt hann harðlega. Annars vegar veltir Trump því fyrir sér af hverju Bolton kvartaði ekki fyrr yfir þessum meintu brotum forsetans þegar hann var rekinn. Í hinu tístinu sagði Trump að Bolton hefði hvergi getað fengið starf og hefði grátbeðið sig um starf í Hvíta húsinu, sem þingmenn þyrftu ekki að greiða atkvæði um, og það hafi hann gert þvert á viðvaranir margra. Þá sagði Trump að bókin væri andstyggileg og ósönn. Þar að auki innihéldi hún ríkisleyndarmál. ....many more mistakes of judgement, gets fired because frankly, if I listened to him, we would be in World War Six by now, and goes out and IMMEDIATELY writes a nasty & untrue book. All Classified National Security. Who would do this?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 29, 2020 ....many more mistakes of judgement, gets fired because frankly, if I listened to him, we would be in World War Six by now, and goes out and IMMEDIATELY writes a nasty & untrue book. All Classified National Security. Who would do this?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 29, 2020
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50 Pressa á Repúblikönum Tveir mikilvægir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja fregnir um John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, ýta undir það að kalla eigi hann, og mögulega aðra, til að bera vitni í réttarhöldunum gegn Trump. 27. janúar 2020 22:30 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50
Pressa á Repúblikönum Tveir mikilvægir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja fregnir um John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, ýta undir það að kalla eigi hann, og mögulega aðra, til að bera vitni í réttarhöldunum gegn Trump. 27. janúar 2020 22:30