Lögmenn Trump saka Demókrata um mestu afskipti af kosningum í sögunni Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2020 17:46 Pat Cipollone, sem fer fyrir lögmannateymi forsetans, sagði að ef öldungadeildin myndi dæma forsetann sekan og hrekja hann úr embætti, væri verið að svipta kjósendum þeim rétti að koma skoðun sinni á framfæri í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember næstkomandi. AP Lögmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta segja að tilraunir Demókrata að reyna að bola forsetanum úr embætti myndu setja „mjög, mjög hættulegt“ fordæmi á kosningaári. Réttarhöld öldungadeildarinnar vegna ákæru á hendur Trump, þar sem hann er sakaður um embættisbrot, héldu áfram í dag, þar sem lögmenn forsetans hófu loks málsvörn sína. Pat Cipollone, sem fer fyrir lögmannateymi forsetans, sagði að ef öldungadeildin myndi dæma forsetann sekan og hrekja hann úr embætti, væri verið að svipta kjósendum þeim rétti að koma skoðun sinni á framfæri í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember næstkomandi. Sakaður um valdníðslu og að hindra störf þingsins Trump er þriðji forseti Bandaríkjanna í sögunni sem ákærður er fyrir brot í embætti. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru í meirihluta, samþykkti fyrr í mánuðinum að ákæra forsetann fyrir að hafa beitt úkraínsk stjórnvöld þrýsting og hefja rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og einum þeirra sem sækist eftir að verða forsetaefni Demókrata, og syni hans. Er Trump sakaður um valdníðslu og að hafa hindrað störf fulltrúadeildarinnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti sækist eftir að sitja annað kjörtímabil.Getty Mestu afskipti sögunnar Verjendur Trump reyndu í dag að snúa rökum Demókrata um afskipti af forsetakosningum í höndunum á þeim með því að vara við því að bola forseta frá innan við tíu mánuðum áður en bandarísku þjóðinni gefst færi á að greiða atkvæði um hvort Trump eigi að sitja annað kjörtímabil. „Sé litið til alls tals þeirra um afskipti af kosningum […] þá eru þeir hér að standa fyrir mestu afskiptum af kosningum í sögu Bandaríkjanna, og við megum ekki leyfa því að gerast. Það myndi brjóta gegn stjórnarskrá okkar. Það myndi brjóta gegn sögu okkar. Það myndi brjóta gegn skuldbindingum okkar gagnvart framtíðinni,“ sagði Cipollone. Trump hefur hafnað því að hafa haft rangt við. Að öllum líkindum sýknaður Fastlega er búist við að Trump verði sýknaður í réttarhöldum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Tveir þriðju þingmanna þurfa að vara samþykkir því að sakfella forsetann til að honum verði komið frá. Enginn þingmaður öldungadeildarinnar hefur talað fyrir því að sakfella Trump. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Lögmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta segja að tilraunir Demókrata að reyna að bola forsetanum úr embætti myndu setja „mjög, mjög hættulegt“ fordæmi á kosningaári. Réttarhöld öldungadeildarinnar vegna ákæru á hendur Trump, þar sem hann er sakaður um embættisbrot, héldu áfram í dag, þar sem lögmenn forsetans hófu loks málsvörn sína. Pat Cipollone, sem fer fyrir lögmannateymi forsetans, sagði að ef öldungadeildin myndi dæma forsetann sekan og hrekja hann úr embætti, væri verið að svipta kjósendum þeim rétti að koma skoðun sinni á framfæri í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember næstkomandi. Sakaður um valdníðslu og að hindra störf þingsins Trump er þriðji forseti Bandaríkjanna í sögunni sem ákærður er fyrir brot í embætti. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru í meirihluta, samþykkti fyrr í mánuðinum að ákæra forsetann fyrir að hafa beitt úkraínsk stjórnvöld þrýsting og hefja rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og einum þeirra sem sækist eftir að verða forsetaefni Demókrata, og syni hans. Er Trump sakaður um valdníðslu og að hafa hindrað störf fulltrúadeildarinnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti sækist eftir að sitja annað kjörtímabil.Getty Mestu afskipti sögunnar Verjendur Trump reyndu í dag að snúa rökum Demókrata um afskipti af forsetakosningum í höndunum á þeim með því að vara við því að bola forseta frá innan við tíu mánuðum áður en bandarísku þjóðinni gefst færi á að greiða atkvæði um hvort Trump eigi að sitja annað kjörtímabil. „Sé litið til alls tals þeirra um afskipti af kosningum […] þá eru þeir hér að standa fyrir mestu afskiptum af kosningum í sögu Bandaríkjanna, og við megum ekki leyfa því að gerast. Það myndi brjóta gegn stjórnarskrá okkar. Það myndi brjóta gegn sögu okkar. Það myndi brjóta gegn skuldbindingum okkar gagnvart framtíðinni,“ sagði Cipollone. Trump hefur hafnað því að hafa haft rangt við. Að öllum líkindum sýknaður Fastlega er búist við að Trump verði sýknaður í réttarhöldum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Tveir þriðju þingmanna þurfa að vara samþykkir því að sakfella forsetann til að honum verði komið frá. Enginn þingmaður öldungadeildarinnar hefur talað fyrir því að sakfella Trump.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36