Fjöldi látinna af völdum Wuhan-veirunnar tekur stökk Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2020 08:32 Frá byggingu spítala sem rís nú í Wuhan fyrir sjúklinga sem smitast hafa af veirunni. Bygging hófst fyrir nokkrum dögum og mun ljúka innan fárra daga. Vísir/getty Samtals hefur nú 41 látist af völdum Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveirunni. Tilkynnt var um 15 andlát til viðbótar við þau 26 sem þegar höfðu verið skráð í Hubei-héraði í Kína í dag, þar sem veiran á upptök sín. Heilbrigðisyfirvöld í Kína hafa átt í erfiðleikum með að hefta útbreiðslu veirunnar vegna nýársfögnuðar Kínverja sem nú stendur yfir – með tilheyrandi ferðalögum. Kínverjar fagna nýju ári í dag, 25. janúar 2020. Í frétt BBC segir að staðfest hafi verið 1200 tilfelli af Wuhan-veirunni í Kína. Veiran hefur einnig greinst í Evrópu en þrjú smit hafa verið staðfest í Frakklandi. Grunur var um að veiran hefði greinst í Finnlandi en það reyndist ekki rétt. Þá hafa tveir greinst í Bandaríkjunum og fyrsta smitið í Ástralíu hefur einnig verið staðfest. Þá rannsaka yfirvöld í Bretlandi nokkur tilfelli þar sem grunur leikur á að um smit sé að ræða, auk þess sem reynt er að rekja ferðir um tvö þúsund manns sem komið hafa til Bretlands frá Hubei-héraði á síðustu vikum. Kínverjar hafa gripið til víðtækra ráðstafana vegna Wuhan-veirunnar. Borginni Wuhan, þar sem veiran á upptök sín, hefur verið lokað og allar samgöngur til, frá og í borginni liggja niðri. Nýr spítali rís nú í borginni fyrir sjúklinga en BBC hefur eftir kínverskum miðlum að hann gæti verið tilbúin innan sex daga. Á Íslandi hefur einnig verið gripið til ráðstafana. Byrjað er að starfa eftir viðbragðsáætlun á Keflavíkurflugvelli, auk þess sem allar heilbrigðisstofnanir landsins hafa verið hvattar til að uppfæra viðbragðsáætlanir sínar. Þá hefur Ferðamálastofa verið virkjuð til að koma upplýsingum til ferðamanna á framfæri. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefja byggingu nýs sjúkrahúss vegna Wuhan-veirunnar Kínverjar hafa hafið framkvæmdir við byggingu á nýju sjúkrahúsi í borginni Wuhan þar sem til stendur að hlúa að sjúklingum sem greinst hafa með Wuhan-veiruna. 24. janúar 2020 09:43 Unnið eftir viðbragðsáætlun vegna Wuhan-veirunnar Byrjað er að starfa eftir viðbragðsáætlun á Keflavíkurflugvelli vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem dregið hefur 26 til bana á heimsvísu. 24. janúar 2020 12:52 Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33 Grunur um tvö tilfelli Wuhan-veirusmits í Finnlandi Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast. 24. janúar 2020 07:41 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Samtals hefur nú 41 látist af völdum Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveirunni. Tilkynnt var um 15 andlát til viðbótar við þau 26 sem þegar höfðu verið skráð í Hubei-héraði í Kína í dag, þar sem veiran á upptök sín. Heilbrigðisyfirvöld í Kína hafa átt í erfiðleikum með að hefta útbreiðslu veirunnar vegna nýársfögnuðar Kínverja sem nú stendur yfir – með tilheyrandi ferðalögum. Kínverjar fagna nýju ári í dag, 25. janúar 2020. Í frétt BBC segir að staðfest hafi verið 1200 tilfelli af Wuhan-veirunni í Kína. Veiran hefur einnig greinst í Evrópu en þrjú smit hafa verið staðfest í Frakklandi. Grunur var um að veiran hefði greinst í Finnlandi en það reyndist ekki rétt. Þá hafa tveir greinst í Bandaríkjunum og fyrsta smitið í Ástralíu hefur einnig verið staðfest. Þá rannsaka yfirvöld í Bretlandi nokkur tilfelli þar sem grunur leikur á að um smit sé að ræða, auk þess sem reynt er að rekja ferðir um tvö þúsund manns sem komið hafa til Bretlands frá Hubei-héraði á síðustu vikum. Kínverjar hafa gripið til víðtækra ráðstafana vegna Wuhan-veirunnar. Borginni Wuhan, þar sem veiran á upptök sín, hefur verið lokað og allar samgöngur til, frá og í borginni liggja niðri. Nýr spítali rís nú í borginni fyrir sjúklinga en BBC hefur eftir kínverskum miðlum að hann gæti verið tilbúin innan sex daga. Á Íslandi hefur einnig verið gripið til ráðstafana. Byrjað er að starfa eftir viðbragðsáætlun á Keflavíkurflugvelli, auk þess sem allar heilbrigðisstofnanir landsins hafa verið hvattar til að uppfæra viðbragðsáætlanir sínar. Þá hefur Ferðamálastofa verið virkjuð til að koma upplýsingum til ferðamanna á framfæri.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefja byggingu nýs sjúkrahúss vegna Wuhan-veirunnar Kínverjar hafa hafið framkvæmdir við byggingu á nýju sjúkrahúsi í borginni Wuhan þar sem til stendur að hlúa að sjúklingum sem greinst hafa með Wuhan-veiruna. 24. janúar 2020 09:43 Unnið eftir viðbragðsáætlun vegna Wuhan-veirunnar Byrjað er að starfa eftir viðbragðsáætlun á Keflavíkurflugvelli vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem dregið hefur 26 til bana á heimsvísu. 24. janúar 2020 12:52 Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33 Grunur um tvö tilfelli Wuhan-veirusmits í Finnlandi Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast. 24. janúar 2020 07:41 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Hefja byggingu nýs sjúkrahúss vegna Wuhan-veirunnar Kínverjar hafa hafið framkvæmdir við byggingu á nýju sjúkrahúsi í borginni Wuhan þar sem til stendur að hlúa að sjúklingum sem greinst hafa með Wuhan-veiruna. 24. janúar 2020 09:43
Unnið eftir viðbragðsáætlun vegna Wuhan-veirunnar Byrjað er að starfa eftir viðbragðsáætlun á Keflavíkurflugvelli vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem dregið hefur 26 til bana á heimsvísu. 24. janúar 2020 12:52
Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33
Grunur um tvö tilfelli Wuhan-veirusmits í Finnlandi Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast. 24. janúar 2020 07:41