Leiðtogi bandarískra nýnasistasamtaka sagður stjórna þeim frá Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2020 19:18 Þrír meintir liðsmenn Undirstöðunnar sem voru handteknir í Georgíu, grunaðir um ráðabrugg um morð. AP/Lögreglan í Floyd-sýslu Bandarískur leiðtogi nýnasistasamtakanna Undirstöðunnar stýrir þeim frá Rússlandi þar sem hann býr, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrir liðsmenn samtakanna voru handteknir og ákærðir fyrr í þessum mánuði, sumir þeirra fyrir að leggja á ráðin um morð. Undirstaðan (e. The Base) eru bandarísk haturssamtök sem aðhyllast ofbeldisverk til þess að hrinda af stað kynþáttastríði og stofna ríki sem byggist á hvítri þjóðernishyggju, að mati bandarískra lögregluyfirvalda. Sjö liðsmenn þeirra voru handteknir á dögunum en sumir þeirra ætluðu að mæta á samkomu skotvopnaáhugamanna i Richmond í Virginíu á mánudag. Leynd er sögð hafa ríkt yfir hver stýrir Undirstöðunni sem var stofnuð árið 2018. BBC fullyrðir að rannsókn þess hafi leitt í ljós að Rinaldo Nazzaro, 46 ára gamall Bandaríkjamaður, stýri Undirstöðunni. Hann hafi verið búsettur í Pétursborg í Rússlandi í á annað ár. Hann gangi undir dulnefnunum „Normannaspjót“ og „Rómverski úlfur“. Breska blaðið The Guardian segist einnig hafa rakið Undirstöðuna til Nazzaro. Myndband frá því í mars í fyrra sýnir Nazzaro í Rússlandi. Hann er klæddur í bol með mynd af Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem á er letrað „Rússland, algert vald“. Nazzaro var skráður sem gestur á ráðstefnu á vegum rússneskra stjórnvalda í Moskvu í fyrra. Flutti til Rússlands eftir að hann byrjaði að safna liði Nazzaro flutti til Pétursborgar frá New York. Þar virðist hann hafa stýrt fyrirtæki sem bauð aðgang að öryggissérfræðingum með sérþekkingu á njósnum, aðgerðum gegn hryðjuverkum og sálfræðilegum aðgerðum. Hann giftist rússneskri konu árið 2012 sem er skráð fyrir íbúð þeirra í Pétursborg. The Guardian segir að Nazzaro hafi haldið því fram undir dulnefnum að hafa gegnt herþjónustu í Rússlandi og Afganistan. Hjónin virðast hafa flutt með börn sín til Rússlands skömmu eftir að Nazzaro byrjaði að byggja upp Undirstöðuna á netinu. Samtökin eru sögð safna liði á netinu og að samskipti þeirra fari fram í gegnum dulkóðuð samskiptaforrit. Liðsmenn eru hvattir til að gangast undir herþjálfun. Færslur á samfélagsmiðlum sem voru birtar í nafni „Normannaspjótsins“ voru meðal annars deilingar á myndum og myndböndum frá breskum hryðjuverkasamtökum sem nefnast National Action. Þá lofaði notandinn hryðjuverkasamtökin al-Qaeda og auglýsti eftir félögum sem kynnu með vopn að fara fyrir nýstofnuðu samtökin. Ætluðu að myrða andfasista Handtökur á sjö liðsmönnum Undirstöðunnar voru gerðar í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði. Á meðal þeirra voru þrír karlmenn sem voru ákærðir fyrir að leggja á ráðinn um að myrða hjón sem tengjast samtökum svonefndra andfasista í Georgíu. Mennirnir voru handteknir eftir að alríkislögreglumaður laumaði sér inn í hóp þeirra og fylgdi þeim meðal annars að húsi hjónanna þegar öfgamennirnir kynntu sér aðstæður þar. Þrír meintir liðsmenn voru handteknir í Maryland og Delaware í síðustu viku. Þeir voru sakaðir um að hafa keypt þúsundir skotfæra og skotheld vesti. Einhverjir þeirra hafi sett saman hríðskotariffil úr varahlutum. Talið er að þeir hafi ætla að vera viðstaddir skotvopnasamtöku í Richmond, ríkishöfuðborg Virginíu á mánudag. Mikill viðbúnaður var í Virginíu vegna samkomunnar og bönnuð yfirvöld meðal annars tímabundið vopnaburð við ríkisþinghúsið. Skammt er síðan nýnasistar og aðrir hvítir þjóðernissinnar hleyptu öllu í bál og brand í Virginíu í kringum samkomu þeirra í borginni Charlottesville í ágúst árið 2017. Til óeirða kom á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Kona á fertugsaldri var drepin þegar nýnasisti keyrði inn í hóp mótmælenda öfgamannanna. Tugir til viðbótar særðust. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Mennirnir tilheyra öfgasamtökum sem búa sig undir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Fulltrúi FBI laumaði sér inn í hópinn og kom upp um ráðabrugg um morð. 18. janúar 2020 10:05 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira
Bandarískur leiðtogi nýnasistasamtakanna Undirstöðunnar stýrir þeim frá Rússlandi þar sem hann býr, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrir liðsmenn samtakanna voru handteknir og ákærðir fyrr í þessum mánuði, sumir þeirra fyrir að leggja á ráðin um morð. Undirstaðan (e. The Base) eru bandarísk haturssamtök sem aðhyllast ofbeldisverk til þess að hrinda af stað kynþáttastríði og stofna ríki sem byggist á hvítri þjóðernishyggju, að mati bandarískra lögregluyfirvalda. Sjö liðsmenn þeirra voru handteknir á dögunum en sumir þeirra ætluðu að mæta á samkomu skotvopnaáhugamanna i Richmond í Virginíu á mánudag. Leynd er sögð hafa ríkt yfir hver stýrir Undirstöðunni sem var stofnuð árið 2018. BBC fullyrðir að rannsókn þess hafi leitt í ljós að Rinaldo Nazzaro, 46 ára gamall Bandaríkjamaður, stýri Undirstöðunni. Hann hafi verið búsettur í Pétursborg í Rússlandi í á annað ár. Hann gangi undir dulnefnunum „Normannaspjót“ og „Rómverski úlfur“. Breska blaðið The Guardian segist einnig hafa rakið Undirstöðuna til Nazzaro. Myndband frá því í mars í fyrra sýnir Nazzaro í Rússlandi. Hann er klæddur í bol með mynd af Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem á er letrað „Rússland, algert vald“. Nazzaro var skráður sem gestur á ráðstefnu á vegum rússneskra stjórnvalda í Moskvu í fyrra. Flutti til Rússlands eftir að hann byrjaði að safna liði Nazzaro flutti til Pétursborgar frá New York. Þar virðist hann hafa stýrt fyrirtæki sem bauð aðgang að öryggissérfræðingum með sérþekkingu á njósnum, aðgerðum gegn hryðjuverkum og sálfræðilegum aðgerðum. Hann giftist rússneskri konu árið 2012 sem er skráð fyrir íbúð þeirra í Pétursborg. The Guardian segir að Nazzaro hafi haldið því fram undir dulnefnum að hafa gegnt herþjónustu í Rússlandi og Afganistan. Hjónin virðast hafa flutt með börn sín til Rússlands skömmu eftir að Nazzaro byrjaði að byggja upp Undirstöðuna á netinu. Samtökin eru sögð safna liði á netinu og að samskipti þeirra fari fram í gegnum dulkóðuð samskiptaforrit. Liðsmenn eru hvattir til að gangast undir herþjálfun. Færslur á samfélagsmiðlum sem voru birtar í nafni „Normannaspjótsins“ voru meðal annars deilingar á myndum og myndböndum frá breskum hryðjuverkasamtökum sem nefnast National Action. Þá lofaði notandinn hryðjuverkasamtökin al-Qaeda og auglýsti eftir félögum sem kynnu með vopn að fara fyrir nýstofnuðu samtökin. Ætluðu að myrða andfasista Handtökur á sjö liðsmönnum Undirstöðunnar voru gerðar í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði. Á meðal þeirra voru þrír karlmenn sem voru ákærðir fyrir að leggja á ráðinn um að myrða hjón sem tengjast samtökum svonefndra andfasista í Georgíu. Mennirnir voru handteknir eftir að alríkislögreglumaður laumaði sér inn í hóp þeirra og fylgdi þeim meðal annars að húsi hjónanna þegar öfgamennirnir kynntu sér aðstæður þar. Þrír meintir liðsmenn voru handteknir í Maryland og Delaware í síðustu viku. Þeir voru sakaðir um að hafa keypt þúsundir skotfæra og skotheld vesti. Einhverjir þeirra hafi sett saman hríðskotariffil úr varahlutum. Talið er að þeir hafi ætla að vera viðstaddir skotvopnasamtöku í Richmond, ríkishöfuðborg Virginíu á mánudag. Mikill viðbúnaður var í Virginíu vegna samkomunnar og bönnuð yfirvöld meðal annars tímabundið vopnaburð við ríkisþinghúsið. Skammt er síðan nýnasistar og aðrir hvítir þjóðernissinnar hleyptu öllu í bál og brand í Virginíu í kringum samkomu þeirra í borginni Charlottesville í ágúst árið 2017. Til óeirða kom á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Kona á fertugsaldri var drepin þegar nýnasisti keyrði inn í hóp mótmælenda öfgamannanna. Tugir til viðbótar særðust.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Mennirnir tilheyra öfgasamtökum sem búa sig undir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Fulltrúi FBI laumaði sér inn í hópinn og kom upp um ráðabrugg um morð. 18. janúar 2020 10:05 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira
Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Mennirnir tilheyra öfgasamtökum sem búa sig undir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Fulltrúi FBI laumaði sér inn í hópinn og kom upp um ráðabrugg um morð. 18. janúar 2020 10:05