Kínverjar hafa hafið framkvæmdir við byggingu á nýju sjúkrahúsi í borginni Wuhan þar sem til stendur að hlúa að sjúklingum sem greinst hafa með Wuhan-veiru. Áætlað er að sjúkrahúsið muni geta tekið við þúsund sjúklingum.
Kínverjar er þekktir fyrir að hafa hraðar hendur við framkvæmdir, en vonir standa til að framkvæmdum ljúki þann 3. febrúar næstkomandi. Að lokinni jarðvegsvinnu verður forsmíðuðum byggingum komið fyrir á lóðinni.
Með byggingu sjúkrahússins er verið að endurtaka leikinn frá árinu 2003 þegar nýju sjúkrahúsi var komið upp í höfuðborginni Peking vegna útbreiðslu Sars-faraldrinum.
Sjúkrahúsið nú verður byggt á 25 þúsund fermetra svæði, að því er fram kemur í frétt AP. Er það staðsett um 25 kílómetrum frá miðborginni.
Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast, en um er að ræða afbrigði kórónaveiru og eru upptök hennar rakin til matarmarkaðar í kínversku borginni Wuhan.
Að neðan má sjá loftmyndir frá framkvæmdasvæðinu.