Tók þingheim í stærðfræðikennslu í andsvörum um veiðigjöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2020 20:00 Þingmaður Viðreisnar segir furðulegt að þrátt fyrir „grátkór útgerðarmanna“ yfir því að veiðigjöldin séu íþyngjandi, virðist sem íslensk útgerðarfélög séu reiðubúin að greiða meira fyrir auðlindina á erlendri grundu. Það beri mál Samherja í Namibíu vitni um. Sjávarútvegsráðherra vísaði gagnrýni um lækkun veiðigjalda á bug og rifjaði upp grunnskólastærðfræði máli sínu til stuðnings á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson var málshefjandi sérstakrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi í dag. „Þetta er hið eilífa þrætuepli og nýlegt Samherjamál vekur enn og aftur athyglina á því að þrátt fyrir vel samhæfðan og stilltan grátkór útgerðarmanna um að það sé gengið að atvinnugreininni nær dauðri með sérstakri gjaldtöku, það er að segja veiðigjaldinu, að þá er greinin sjálf að því er virðist tilbúin að greiða talsvert hærri gjöld fyrir veiðiheimildir í erlendum lögsögum,“ sagði Þorsteinn meðal annars. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Í sjálfu sér telji hann margt gott við fiskveiðistjórnunarkerfið en eðlilegra væri að hans mati að veiðiheimildum væri úthlutað tímabundið. Slíkar tillögur hafi ítrekað komið fram en hafi aldrei náð fram að ganga. Það sé fyrst og fremst vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins sem slíkar breytingar hafi aldrei náð í gegn að sögn Þorsteins. Slíkar fullyrðingar sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vera rangar. „Við höfum aldrei lýst okkur algjörlega andvíga slíku, samanber bara stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar,“ sagði Kristján Þór. Fimm mínus tveir eru þrír Ráðherra var í umræðunni einnig gagnrýndur fyrir nýlegar breytingar á lögum um veiðigjöld. Fann Kristján Þór sig knúinn til að leiðrétta fullyrðingar um að veiðigjöld hafi verið lækkuð með lögunum. „Ef óbreytt lög hefðu látið gilda hefði veiðigjaldið orðið tveir milljarðar. Nýju lögin skila veiðigjaldi upp á fimm milljarða, hingað til hefði ég haldið, og treysti því að háttvirtir þingmenn geri sér grein fyrir því að fimm mínus tveir eru þrír,“ sagði Kristján Þór.Hvað varðar ummæli þingmanna um að útgerðin virðist reiðubúinn að greiða hærra gjald á erlendri grundu en á Íslandi sagði Kristján Þór að til þess að gera slíkan samanburð þurfi að liggja fyrir forsendur til að bera saman tekjur, kostnaðarliði, skatta og gjöld sem að útgerð myndi greiða í hvoru landi fyrir sig.„Við höfum ekki upplýsingar um verð eða verðmyndun eða kostnaðarliði á sjávarafurðum erlendis, á erlendum mörkuðum. Þar liggur hundurinn grafinn, þær upplýsingar liggja ekki fyrir en hins vegar höfum við mjög greinargóðar upplýsingar, opinberar upplýsingar, um afkomu útgerðar og fiskvinnslu hér á Íslandi. Engu að síður leyfa þingmenn sér það að fullyrða að menn séu tilbúnir til að greiða sambærilegt verð í sams konar umhverfi eins og á Íslandi,“ sagði Kristján Þór. Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar segir furðulegt að þrátt fyrir „grátkór útgerðarmanna“ yfir því að veiðigjöldin séu íþyngjandi, virðist sem íslensk útgerðarfélög séu reiðubúin að greiða meira fyrir auðlindina á erlendri grundu. Það beri mál Samherja í Namibíu vitni um. Sjávarútvegsráðherra vísaði gagnrýni um lækkun veiðigjalda á bug og rifjaði upp grunnskólastærðfræði máli sínu til stuðnings á Alþingi í dag. Þorsteinn Víglundsson var málshefjandi sérstakrar umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi í dag. „Þetta er hið eilífa þrætuepli og nýlegt Samherjamál vekur enn og aftur athyglina á því að þrátt fyrir vel samhæfðan og stilltan grátkór útgerðarmanna um að það sé gengið að atvinnugreininni nær dauðri með sérstakri gjaldtöku, það er að segja veiðigjaldinu, að þá er greinin sjálf að því er virðist tilbúin að greiða talsvert hærri gjöld fyrir veiðiheimildir í erlendum lögsögum,“ sagði Þorsteinn meðal annars. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Í sjálfu sér telji hann margt gott við fiskveiðistjórnunarkerfið en eðlilegra væri að hans mati að veiðiheimildum væri úthlutað tímabundið. Slíkar tillögur hafi ítrekað komið fram en hafi aldrei náð fram að ganga. Það sé fyrst og fremst vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins sem slíkar breytingar hafi aldrei náð í gegn að sögn Þorsteins. Slíkar fullyrðingar sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vera rangar. „Við höfum aldrei lýst okkur algjörlega andvíga slíku, samanber bara stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar,“ sagði Kristján Þór. Fimm mínus tveir eru þrír Ráðherra var í umræðunni einnig gagnrýndur fyrir nýlegar breytingar á lögum um veiðigjöld. Fann Kristján Þór sig knúinn til að leiðrétta fullyrðingar um að veiðigjöld hafi verið lækkuð með lögunum. „Ef óbreytt lög hefðu látið gilda hefði veiðigjaldið orðið tveir milljarðar. Nýju lögin skila veiðigjaldi upp á fimm milljarða, hingað til hefði ég haldið, og treysti því að háttvirtir þingmenn geri sér grein fyrir því að fimm mínus tveir eru þrír,“ sagði Kristján Þór.Hvað varðar ummæli þingmanna um að útgerðin virðist reiðubúinn að greiða hærra gjald á erlendri grundu en á Íslandi sagði Kristján Þór að til þess að gera slíkan samanburð þurfi að liggja fyrir forsendur til að bera saman tekjur, kostnaðarliði, skatta og gjöld sem að útgerð myndi greiða í hvoru landi fyrir sig.„Við höfum ekki upplýsingar um verð eða verðmyndun eða kostnaðarliði á sjávarafurðum erlendis, á erlendum mörkuðum. Þar liggur hundurinn grafinn, þær upplýsingar liggja ekki fyrir en hins vegar höfum við mjög greinargóðar upplýsingar, opinberar upplýsingar, um afkomu útgerðar og fiskvinnslu hér á Íslandi. Engu að síður leyfa þingmenn sér það að fullyrða að menn séu tilbúnir til að greiða sambærilegt verð í sams konar umhverfi eins og á Íslandi,“ sagði Kristján Þór.
Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira