Trump hótaði Evrópusambandsríkjum háum tollum á bíla Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2020 20:40 Trump með dóttur sinn Ivönku á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Vísir/EPA Fallist Evrópusambandið ekki á nýjan verslunarsamning með hagstæðari skilmálum fyrir Bandaríkin ætlar Donald Trump Bandaríkjaforseti að leggja háa tolla á innflutta evrópska bíla. Þessu hótaði Trump á efnahagsráðstefnunni í Davos í dag eftir að hann fundaði með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins. Í viðtali við CNBC-sjónvarpsstöðina sagði Trump að Evrópusambandið ætti engra annarra kosta völ en að semja við Bandaríkin um viðskipti. „Á endanum verður það mjög auðvelt vegna þess að ef við náum ekki samningum verðum við að leggja 25% tolla á bílana þeirra,“ sagði Trump í öðru viðtali við Fox-viðskiptastöðina. Emily Haber, þýskir sendiherrann í Washington-borg, sagði að Evrópusambandið væri jafnsterkt efnahagslega og Bandaríkin, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Sambandið myndi svara slíkum tollum í sömu mynt. Gagnkvæmir tollar kæmu þó niður á efnahag beggja að mati Philippe Etienne, franska sendiherrans. Trump hefur háð tollastríð gegn bæði bandamönnum og andstæðingum undanfarin misseri. Tollarnir hafa í sumum tilfellum verið réttlættir með þeim rökum að innfluttar vörur eins og stál og ál ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fallist Evrópusambandið ekki á nýjan verslunarsamning með hagstæðari skilmálum fyrir Bandaríkin ætlar Donald Trump Bandaríkjaforseti að leggja háa tolla á innflutta evrópska bíla. Þessu hótaði Trump á efnahagsráðstefnunni í Davos í dag eftir að hann fundaði með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins. Í viðtali við CNBC-sjónvarpsstöðina sagði Trump að Evrópusambandið ætti engra annarra kosta völ en að semja við Bandaríkin um viðskipti. „Á endanum verður það mjög auðvelt vegna þess að ef við náum ekki samningum verðum við að leggja 25% tolla á bílana þeirra,“ sagði Trump í öðru viðtali við Fox-viðskiptastöðina. Emily Haber, þýskir sendiherrann í Washington-borg, sagði að Evrópusambandið væri jafnsterkt efnahagslega og Bandaríkin, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Sambandið myndi svara slíkum tollum í sömu mynt. Gagnkvæmir tollar kæmu þó niður á efnahag beggja að mati Philippe Etienne, franska sendiherrans. Trump hefur háð tollastríð gegn bæði bandamönnum og andstæðingum undanfarin misseri. Tollarnir hafa í sumum tilfellum verið réttlættir með þeim rökum að innfluttar vörur eins og stál og ál ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira