Guðmundur: Byrjunin var okkur til skammar Anton Ingi Leifsson skrifar 21. janúar 2020 19:03 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska liðsins gegn Noregi í dag. Strákarnir okkar byrjuðu skelfilega í leiknum í kvöld og lentu 7-0 undir eftir nokkrar mínútur. Algjörlega hörmuleg byrjun sem varð til þess að Ísland tapaði leikum. „Ég hef ekki skýringu á því og þetta er eitthvað sem við þurfum að ræða lið. Byrjunin var okkur til skammar,“ sagði hundfúll Guðmundur í leikslok. „Við gerðum okkur seka um ótrúlega hluti. Mjög daprar línusendingar sem voru hirtar af okkur og þeir fóru í hraðaupphlaup. Boltinn fékk ekki að vinna neitt. Við komum ekki nægilega grimmir hvorki í vörn né sókn.“ Hann segir að þetta hafi breyst til muna í síðari hálfleik. „Við gerum mjög miklar breytingar á liðinu og náum hægt og sígandi vinna okkur inn í þetta. Þetta var mjög erfitt en ég sagði við þá í hálfleik að þetta snérist um eitt mark í einu og við vildum fá þá agressífari í vörninni.“ „Við fórum lengra út í þá í seinni hálfleik og náum að brjóta þá niður sóknarlega. Þar fyrir utan var sóknarleikurinn frábær í síðari hálfleik. Við vinnum síðari hálfleikinn með fjórum mörkum en við færum þeim forskot í fyrri hálfleik sem var alveg ömurlegt. Ég er drullusvekktur.“ Hann er ánægður með innkomu yngri leikmanna sem komu inn af bekknum og tóku við keflinu. „Þeir sem koma inn af bekknum svara kallinu frábærlega. Viktor Gísli með stórkostlega markvörslu, varnarleikurinn var frábær og þeir skora ellefu mörk. Við spilum af skynsemi í sókninni og gáfum okkur tíma. Við ætluðum alltaf að spila það í upphafi en það var ekki framkvæmt.“ „Þeir sem spiluðu síðustu 40 mínúturnar eiga hrós skilið og ég er stoltur af þeim. Þeir gerðu þetta frábærlega. Við tökum það með ykkur. Það þýðir ekkert að vera í neinu volæði og við þurfm að fara í þennan Svíaleik af fullum krafti,“ sagði þjálfarinn í leikslok. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Hlakka til að takast á við Norðmenn Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. 21. janúar 2020 08:30 Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45 Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska liðsins gegn Noregi í dag. Strákarnir okkar byrjuðu skelfilega í leiknum í kvöld og lentu 7-0 undir eftir nokkrar mínútur. Algjörlega hörmuleg byrjun sem varð til þess að Ísland tapaði leikum. „Ég hef ekki skýringu á því og þetta er eitthvað sem við þurfum að ræða lið. Byrjunin var okkur til skammar,“ sagði hundfúll Guðmundur í leikslok. „Við gerðum okkur seka um ótrúlega hluti. Mjög daprar línusendingar sem voru hirtar af okkur og þeir fóru í hraðaupphlaup. Boltinn fékk ekki að vinna neitt. Við komum ekki nægilega grimmir hvorki í vörn né sókn.“ Hann segir að þetta hafi breyst til muna í síðari hálfleik. „Við gerum mjög miklar breytingar á liðinu og náum hægt og sígandi vinna okkur inn í þetta. Þetta var mjög erfitt en ég sagði við þá í hálfleik að þetta snérist um eitt mark í einu og við vildum fá þá agressífari í vörninni.“ „Við fórum lengra út í þá í seinni hálfleik og náum að brjóta þá niður sóknarlega. Þar fyrir utan var sóknarleikurinn frábær í síðari hálfleik. Við vinnum síðari hálfleikinn með fjórum mörkum en við færum þeim forskot í fyrri hálfleik sem var alveg ömurlegt. Ég er drullusvekktur.“ Hann er ánægður með innkomu yngri leikmanna sem komu inn af bekknum og tóku við keflinu. „Þeir sem koma inn af bekknum svara kallinu frábærlega. Viktor Gísli með stórkostlega markvörslu, varnarleikurinn var frábær og þeir skora ellefu mörk. Við spilum af skynsemi í sókninni og gáfum okkur tíma. Við ætluðum alltaf að spila það í upphafi en það var ekki framkvæmt.“ „Þeir sem spiluðu síðustu 40 mínúturnar eiga hrós skilið og ég er stoltur af þeim. Þeir gerðu þetta frábærlega. Við tökum það með ykkur. Það þýðir ekkert að vera í neinu volæði og við þurfm að fara í þennan Svíaleik af fullum krafti,“ sagði þjálfarinn í leikslok.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Hlakka til að takast á við Norðmenn Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. 21. janúar 2020 08:30 Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45 Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Guðmundur: Hlakka til að takast á við Norðmenn Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. 21. janúar 2020 08:30
Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45
Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46