Guðmundur: Byrjunin var okkur til skammar Anton Ingi Leifsson skrifar 21. janúar 2020 19:03 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska liðsins gegn Noregi í dag. Strákarnir okkar byrjuðu skelfilega í leiknum í kvöld og lentu 7-0 undir eftir nokkrar mínútur. Algjörlega hörmuleg byrjun sem varð til þess að Ísland tapaði leikum. „Ég hef ekki skýringu á því og þetta er eitthvað sem við þurfum að ræða lið. Byrjunin var okkur til skammar,“ sagði hundfúll Guðmundur í leikslok. „Við gerðum okkur seka um ótrúlega hluti. Mjög daprar línusendingar sem voru hirtar af okkur og þeir fóru í hraðaupphlaup. Boltinn fékk ekki að vinna neitt. Við komum ekki nægilega grimmir hvorki í vörn né sókn.“ Hann segir að þetta hafi breyst til muna í síðari hálfleik. „Við gerum mjög miklar breytingar á liðinu og náum hægt og sígandi vinna okkur inn í þetta. Þetta var mjög erfitt en ég sagði við þá í hálfleik að þetta snérist um eitt mark í einu og við vildum fá þá agressífari í vörninni.“ „Við fórum lengra út í þá í seinni hálfleik og náum að brjóta þá niður sóknarlega. Þar fyrir utan var sóknarleikurinn frábær í síðari hálfleik. Við vinnum síðari hálfleikinn með fjórum mörkum en við færum þeim forskot í fyrri hálfleik sem var alveg ömurlegt. Ég er drullusvekktur.“ Hann er ánægður með innkomu yngri leikmanna sem komu inn af bekknum og tóku við keflinu. „Þeir sem koma inn af bekknum svara kallinu frábærlega. Viktor Gísli með stórkostlega markvörslu, varnarleikurinn var frábær og þeir skora ellefu mörk. Við spilum af skynsemi í sókninni og gáfum okkur tíma. Við ætluðum alltaf að spila það í upphafi en það var ekki framkvæmt.“ „Þeir sem spiluðu síðustu 40 mínúturnar eiga hrós skilið og ég er stoltur af þeim. Þeir gerðu þetta frábærlega. Við tökum það með ykkur. Það þýðir ekkert að vera í neinu volæði og við þurfm að fara í þennan Svíaleik af fullum krafti,“ sagði þjálfarinn í leikslok. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Hlakka til að takast á við Norðmenn Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. 21. janúar 2020 08:30 Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45 Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska liðsins gegn Noregi í dag. Strákarnir okkar byrjuðu skelfilega í leiknum í kvöld og lentu 7-0 undir eftir nokkrar mínútur. Algjörlega hörmuleg byrjun sem varð til þess að Ísland tapaði leikum. „Ég hef ekki skýringu á því og þetta er eitthvað sem við þurfum að ræða lið. Byrjunin var okkur til skammar,“ sagði hundfúll Guðmundur í leikslok. „Við gerðum okkur seka um ótrúlega hluti. Mjög daprar línusendingar sem voru hirtar af okkur og þeir fóru í hraðaupphlaup. Boltinn fékk ekki að vinna neitt. Við komum ekki nægilega grimmir hvorki í vörn né sókn.“ Hann segir að þetta hafi breyst til muna í síðari hálfleik. „Við gerum mjög miklar breytingar á liðinu og náum hægt og sígandi vinna okkur inn í þetta. Þetta var mjög erfitt en ég sagði við þá í hálfleik að þetta snérist um eitt mark í einu og við vildum fá þá agressífari í vörninni.“ „Við fórum lengra út í þá í seinni hálfleik og náum að brjóta þá niður sóknarlega. Þar fyrir utan var sóknarleikurinn frábær í síðari hálfleik. Við vinnum síðari hálfleikinn með fjórum mörkum en við færum þeim forskot í fyrri hálfleik sem var alveg ömurlegt. Ég er drullusvekktur.“ Hann er ánægður með innkomu yngri leikmanna sem komu inn af bekknum og tóku við keflinu. „Þeir sem koma inn af bekknum svara kallinu frábærlega. Viktor Gísli með stórkostlega markvörslu, varnarleikurinn var frábær og þeir skora ellefu mörk. Við spilum af skynsemi í sókninni og gáfum okkur tíma. Við ætluðum alltaf að spila það í upphafi en það var ekki framkvæmt.“ „Þeir sem spiluðu síðustu 40 mínúturnar eiga hrós skilið og ég er stoltur af þeim. Þeir gerðu þetta frábærlega. Við tökum það með ykkur. Það þýðir ekkert að vera í neinu volæði og við þurfm að fara í þennan Svíaleik af fullum krafti,“ sagði þjálfarinn í leikslok.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur: Hlakka til að takast á við Norðmenn Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. 21. janúar 2020 08:30 Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45 Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Sjá meira
Guðmundur: Hlakka til að takast á við Norðmenn Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina. 21. janúar 2020 08:30
Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45
Twitter eftir tapið: „Hver leyfði Svíagrýlunni að fá norskan ríkisborgararétt?“ Íslenska landsliðið tapaði í dag fyrir Noregi í þriðja leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 21. janúar 2020 18:46