Ísfirðingar áfram í Gettu betur eftir umdeilda endurtekna viðureign Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2020 18:54 Lið Menntaskólans á Ísafirði skipa Davíð Hjaltason, Einar Geir Jónasson (t.h) og Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir (t.v.). Þau þurftu að takast á við Austfirðinga aftur, og höfðu betur. Menntaskólinn á Ísafirði Lið Menntaskólans á Ísafirði hafði betur gegn liði Verkmenntaskóla Austurlands í endurtekinni viðureign í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í kvöld, 23 - 12. Endurtaka þurfti viðureignina vegna mistaka við tímatöku. Austfirðingar fóru með sigur af hólmi í upprunalegri viðureign skólanna, en við athugun liðsmanna MÍ kom í ljós að afdrifarík mistök höfðu átt sér stað. Austfirðingar höfðu nefnilega fengið 17 sekúndur umfram þær 90 sem hvoru liði eru gefnar til þess að svara hraðaspurningum, en þær eru fyrsti liður hverrar viðureignar í keppninni. Á þessum 17 sekúndum svöruðu VA-liðar fjórum spurningum rétt, og hlutu fyrir vikið fjögur stig utan tímans sem liðum er gefinn til að svara hraðaspurningum. Fór svo að Austfirðingar fóru með tveggja stiga sigur af hólmi, 19 – 17. Eftir að Ísfirðingar bentu á mistökin, sem Ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á, var ákveðið að viðureign skólanna í spurningakeppninni vinsælu skyldi endurtekin. Sú ákvörðun RÚV lagðist þó misvel í hlutaðeigandi aðila. Birgir Jónsson kennari, gæða- og verkefnastjóri við Verkmenntaskóla Austurlands sagði í samtali við Vísi að liðsmenn VA hafi fagnað sigri eftir keppnina umdeildu, og benti á að samkvæmt reglum Gettu betur yrði úrslitum keppni sem þegar hefði farið fram ekki breytt eftir á. Hann greindi þar frá því að daginn eftir keppnina hafi fulltrúi RÚV hringt í einn liðsmanna Austfirðinga og tilkynnt honum að keppnin hafi verið ógild. Umræddur nemandi hafi þá tjáð samband frá Ríkissjónvarpinu að hann þyrfti að fara upp í skóla og bera þetta undir stjórnendur skólans. Áður en færi gafst á því að VA gæti sagt skoðun sína á málinu hafi RÚV hins vegar sent frá sér yfirlýsingu um að keppnin yrði endurtekin. Í viðtalinu lýsti Birgir því sjónarmiði sínu að sanngjarnast væri að bæði lið kæmust áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Sú virðist þó ekki raunin að óbreyttu, og MÍ komið í 8-liða úrslit keppninnar eftir sigur á VA í endurtekinni viðureign. Menntaskólinn á Ísafirði dróst á móti Verzlunarskólanum og mætast liðin í sjónvarpssal 21. febrúar. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Ísafjarðarbær Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19 Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Lið Menntaskólans á Ísafirði hafði betur gegn liði Verkmenntaskóla Austurlands í endurtekinni viðureign í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í kvöld, 23 - 12. Endurtaka þurfti viðureignina vegna mistaka við tímatöku. Austfirðingar fóru með sigur af hólmi í upprunalegri viðureign skólanna, en við athugun liðsmanna MÍ kom í ljós að afdrifarík mistök höfðu átt sér stað. Austfirðingar höfðu nefnilega fengið 17 sekúndur umfram þær 90 sem hvoru liði eru gefnar til þess að svara hraðaspurningum, en þær eru fyrsti liður hverrar viðureignar í keppninni. Á þessum 17 sekúndum svöruðu VA-liðar fjórum spurningum rétt, og hlutu fyrir vikið fjögur stig utan tímans sem liðum er gefinn til að svara hraðaspurningum. Fór svo að Austfirðingar fóru með tveggja stiga sigur af hólmi, 19 – 17. Eftir að Ísfirðingar bentu á mistökin, sem Ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á, var ákveðið að viðureign skólanna í spurningakeppninni vinsælu skyldi endurtekin. Sú ákvörðun RÚV lagðist þó misvel í hlutaðeigandi aðila. Birgir Jónsson kennari, gæða- og verkefnastjóri við Verkmenntaskóla Austurlands sagði í samtali við Vísi að liðsmenn VA hafi fagnað sigri eftir keppnina umdeildu, og benti á að samkvæmt reglum Gettu betur yrði úrslitum keppni sem þegar hefði farið fram ekki breytt eftir á. Hann greindi þar frá því að daginn eftir keppnina hafi fulltrúi RÚV hringt í einn liðsmanna Austfirðinga og tilkynnt honum að keppnin hafi verið ógild. Umræddur nemandi hafi þá tjáð samband frá Ríkissjónvarpinu að hann þyrfti að fara upp í skóla og bera þetta undir stjórnendur skólans. Áður en færi gafst á því að VA gæti sagt skoðun sína á málinu hafi RÚV hins vegar sent frá sér yfirlýsingu um að keppnin yrði endurtekin. Í viðtalinu lýsti Birgir því sjónarmiði sínu að sanngjarnast væri að bæði lið kæmust áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Sú virðist þó ekki raunin að óbreyttu, og MÍ komið í 8-liða úrslit keppninnar eftir sigur á VA í endurtekinni viðureign. Menntaskólinn á Ísafirði dróst á móti Verzlunarskólanum og mætast liðin í sjónvarpssal 21. febrúar.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Ísafjarðarbær Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19 Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Austfirðingar ósáttir en endurtaka þarf viðureign MÍ og VA í Gettu betur. 16. janúar 2020 11:19
Þungt í Austfirðingum vegna klúðurs í Gettu betur Telja rétt að bæði liðin komist áfram í sjónvarpskeppnina. 16. janúar 2020 14:10