Lífverðir forsetans eyða fúlgum fjár í klúbbum hans og hótelum Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2020 14:28 Trump hefur varið miklum tíma frá embættistöku hans í klúbbum hans í Flórída, New Jersey og víðar. EPA/MICHAEL REYNOLDS Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (Secret Service) hefur varið fúlgum fjár í leigu og veitingar á eignum Donald Trump, forseta, frá því hann tók við embætti. Svo virðist sem að fyrirtæki forsetans rukki ríkið meira en aðra sem leigja herbergi og hús. Þá rukka fyrirtækin ríkið jafnvel þó Trump sjálfur haldi ekki til í umræddum klúbbum og hótelum og herbergin séu ekki í notkun. Það er þvert á yfirlýsingar Trump og sona hans um að fyrirtæki fjölskyldunnar græði ekki á ríkinu á meðan Trump er forseti. Trump hefur varið miklum tíma frá embættistöku hans í klúbbum hans í Flórída, New Jersey og víðar. Í kosningabaráttunni sagði forsetinn að ef hann yrði kjörinn hefði hann ekki tíma til að ferðast en hann gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, verulega fyrir að spila golf af og til. Þrátt fyrir það hefur Trump varið minnst 342 dögum í klúbbum sínum og hótelum. Það samsvarar um þriðjungi af forsetatíð hans og hefur leitt til mikils kostnaðar hjá lífvarðasveit forsetans, sem að miklu leyti rennur í vasa forsetans sjálfs. Skjöl sem blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir sýna fram á að ríkið hefur greitt um tæplega hálfa milljón dala til fyrirtækja Trump. Skjölin ná þó eingöngu yfir smávægilegan hluta tímabilsins sem Trump hefur setið í embætti forseta og er heildarupphæðin líklegast mun hærri. Samkvæmt lögum á lífvarðasveitin að tilkynna þinginu tvisvar á ári hve miklu opinberu fé er varið í að tryggja öryggi forsetans. Á síðustu þremur árum hefur þó einungis tveimur af sex skýrslum þar að lútandi verið skilað til þingsins. Lífvarðasveitin segir það vera vegna þess að mikilvægir starfsmenn hafi hætt og enginn hafi tekið við störfum þeirra. Í þeim tveimur skýrslum sem skilað hefur verið til þingsins, hefur þó ekkert staðið um það hve miklu hefur verið eytt hjá fyrirtækjum forsetans. Vilja ekki veita upplýsingar fyrr en eftir kosningar Þingmenn Demókrataflokksins hafa farið fram á að fá upplýsingar um kostnað lífvarðasveitarinnar. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, segist þó ekki vilja afhenda slíkar upplýsingar fyrr en í desember á þessu ári. Eftir forsetakosningarnar í nóvember. „Þeir hafa staðið í vegi okkar,“ sagði þingmaðurinn Tom Udall. „Hann er að reyna að fela upplýsingarnar fyrir almenningi, því hann veit hve illa þetta lítur út. Það er sannleikurinn. Hann er milljarðamæringur en við eyðum milljónum dala í að styðja einkafyrirtæki hans.“ Í yfirlýsingu til Washington Post sagði Eric Trump að fyrirtæki forsetans leigði herbergi og hús til ríkisins á kostnaðarverði. Hann sagði sömuleiðis að fyrirtækið myndi græða meira á því að leigja öðrum aðilum. Hann vildi þó ekki útskýra hvernig „kostnaðarverð“ væri áætlað. Gögn frá fyrstu ferð forsetans til klúbbs síns í Bedminster í febrúar 2017 sýna að ríkið var rukkað um 650 dali fyrir hvert herbergi, af þremur sem voru leigð. Það var rúmlega þrefalt hámarkið sem sett er á opinbera starfsmenn, (182 dalir) en lífvarðasveitin er undanskilin þeim reglum, og mun meira en meðlimir klúbbsins sem rukkaðir voru um 520 til 546 dali fyrir herbergi. Gögn Washington Post sýna einnig að um haustið 2017 leigði lífvarðasveitin hús í eigu Trump nærri klúbbi hans í Bedminster, New Jersey. Leiguverðið var 17 þúsund dalir á mánuði, sem er mun hærra en sambærileg hús voru leigð á á svæðinu. Hæsta leiguverðið sem fannst fyrir sambærilegt hús var 8.500 dalir á mánuði. Heimildarmenn Washington Post segja lífvarðasveitina hafa notað húsið út árið 2018. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (Secret Service) hefur varið fúlgum fjár í leigu og veitingar á eignum Donald Trump, forseta, frá því hann tók við embætti. Svo virðist sem að fyrirtæki forsetans rukki ríkið meira en aðra sem leigja herbergi og hús. Þá rukka fyrirtækin ríkið jafnvel þó Trump sjálfur haldi ekki til í umræddum klúbbum og hótelum og herbergin séu ekki í notkun. Það er þvert á yfirlýsingar Trump og sona hans um að fyrirtæki fjölskyldunnar græði ekki á ríkinu á meðan Trump er forseti. Trump hefur varið miklum tíma frá embættistöku hans í klúbbum hans í Flórída, New Jersey og víðar. Í kosningabaráttunni sagði forsetinn að ef hann yrði kjörinn hefði hann ekki tíma til að ferðast en hann gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, verulega fyrir að spila golf af og til. Þrátt fyrir það hefur Trump varið minnst 342 dögum í klúbbum sínum og hótelum. Það samsvarar um þriðjungi af forsetatíð hans og hefur leitt til mikils kostnaðar hjá lífvarðasveit forsetans, sem að miklu leyti rennur í vasa forsetans sjálfs. Skjöl sem blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir sýna fram á að ríkið hefur greitt um tæplega hálfa milljón dala til fyrirtækja Trump. Skjölin ná þó eingöngu yfir smávægilegan hluta tímabilsins sem Trump hefur setið í embætti forseta og er heildarupphæðin líklegast mun hærri. Samkvæmt lögum á lífvarðasveitin að tilkynna þinginu tvisvar á ári hve miklu opinberu fé er varið í að tryggja öryggi forsetans. Á síðustu þremur árum hefur þó einungis tveimur af sex skýrslum þar að lútandi verið skilað til þingsins. Lífvarðasveitin segir það vera vegna þess að mikilvægir starfsmenn hafi hætt og enginn hafi tekið við störfum þeirra. Í þeim tveimur skýrslum sem skilað hefur verið til þingsins, hefur þó ekkert staðið um það hve miklu hefur verið eytt hjá fyrirtækjum forsetans. Vilja ekki veita upplýsingar fyrr en eftir kosningar Þingmenn Demókrataflokksins hafa farið fram á að fá upplýsingar um kostnað lífvarðasveitarinnar. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, segist þó ekki vilja afhenda slíkar upplýsingar fyrr en í desember á þessu ári. Eftir forsetakosningarnar í nóvember. „Þeir hafa staðið í vegi okkar,“ sagði þingmaðurinn Tom Udall. „Hann er að reyna að fela upplýsingarnar fyrir almenningi, því hann veit hve illa þetta lítur út. Það er sannleikurinn. Hann er milljarðamæringur en við eyðum milljónum dala í að styðja einkafyrirtæki hans.“ Í yfirlýsingu til Washington Post sagði Eric Trump að fyrirtæki forsetans leigði herbergi og hús til ríkisins á kostnaðarverði. Hann sagði sömuleiðis að fyrirtækið myndi græða meira á því að leigja öðrum aðilum. Hann vildi þó ekki útskýra hvernig „kostnaðarverð“ væri áætlað. Gögn frá fyrstu ferð forsetans til klúbbs síns í Bedminster í febrúar 2017 sýna að ríkið var rukkað um 650 dali fyrir hvert herbergi, af þremur sem voru leigð. Það var rúmlega þrefalt hámarkið sem sett er á opinbera starfsmenn, (182 dalir) en lífvarðasveitin er undanskilin þeim reglum, og mun meira en meðlimir klúbbsins sem rukkaðir voru um 520 til 546 dali fyrir herbergi. Gögn Washington Post sýna einnig að um haustið 2017 leigði lífvarðasveitin hús í eigu Trump nærri klúbbi hans í Bedminster, New Jersey. Leiguverðið var 17 þúsund dalir á mánuði, sem er mun hærra en sambærileg hús voru leigð á á svæðinu. Hæsta leiguverðið sem fannst fyrir sambærilegt hús var 8.500 dalir á mánuði. Heimildarmenn Washington Post segja lífvarðasveitina hafa notað húsið út árið 2018.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira