Trump siglir seglum þöndum að endurkjöri Þórir Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2020 09:00 Ef allt fer sem horfir þá verður Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna eftir rúma níu mánuði. Pólitískum andstæðingum hans gengur allt í óhag; þeim hefur mistekist, enn sem komið er, að finna sterkan mótframbjóðanda og hagvöxtur í Bandaríkjunum bendir ekki til þess að Bandaríkjamenn muni telja sig hafa ríka ástæðu til að losa sig við sitjandi forseta. Í forvali í Iowa mistókst demokrataflokknum sömuleiðis að halda kosningarnar áfallalaust. Dagana á eftir flutti Trump árlega ræðu sína fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings og fagnaði sýknu af ákæru til embættismissis fyrir öldungadeild þingsins. Meðal frambjóðenda demokrata er enginn hinna fimm stóru – Bernie Sanders, Elizabeth Warren, Joe Biden, Pete Buttigieg og Amy Klobuchar – líklegur til að fella Trump í nóvember. Til þess þarf sá eða sú sem demokrataflokkurinn útnefnir að kveikja í demokrötum svo þeir mæti á kjörstað og höfða sömuleiðis til miðjufylgisins í repúblikanaflokknum, sem leitar að ástæðu til að þurfa ekki að kjósa Trump. Tveir síðustu forsetar sem demokratar hafa átt gerðu hvort tveggja. Bill Clinton og Barack Obama höfðu mikla persónutöfra, höfðuðu sterkt til minnihlutahópa og aðhylltust stefnu sem miðjumenn í báðum flokkum gátu vel sætt sig við. Sá sem kemst næst er Buttigieg. Hann er hetja úr Afganistan-stríðinu og aðhyllist stefnu sem höfðar til margra. Honum gekk betur í Iowa en spáð hafði verið. En hann hefur engan veginn persónutöfra Clintons og Obama og nánast ekkert fylgi meðal blökkumanna, sem eru firnasterkur kjósendahópur þegar tekst að virkja hann til þátttöku. Lífseig stjórnmálafræðikenning segir að sitjandi forseti Bandaríkjanna verði endurkjörinn ef uppgangur er í efnahagslífinu fjórum mánuðum fyrir kosningar. Miðað við hagvaxtarspár þá er líklegt að hagvöxtur verði yfir tveimur prósentum út árið. Það vinnur sannarlega með Trump, sem var iðinn við að benda á velgengni í bandarísku efnahagslífi síðastliðin þrjú ár í árlegri stefnuræðu forseta á Bandaríkjaþingi á þriðjudag. Stuðningsmaður Trumps forseta veifar fána í New York, þar sem andstæðingar hans höfðu safnast saman til að mótmæla forsetanum.EPA/Peter Foley Sigur Trumps er samt langt í frá í höfn. Þeir sem horfa á staðbundnar sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum komast ekki hjá því að fá yfir sig hellidembu af auglýsingum frá frambjóðanda sem tók varla þátt í Iowa. Það er Mike Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York og margfaldur milljarðamæringur í dollurum talið. Bloomberg dælir peningum í auglýsingar á sjónvarpsstöðvum víðs vegar um Bandaríkin. Hann hefur þegar birt tvisvar sinnum fleiri auglýsingar en Trump gerði í allri kosningabaráttunni 2016. Kostnaður við þessar birtingar er kominn yfir 250 milljónir dollara og Bloomberg segist reiðubúinn að verja meira en milljarði dollara í baráttu sína eða sem nemur 125 milljörðum íslenskra króna. Áleitin spurning fyrir marga er hvernig venjulegt fólk geti yfirleitt hugsað sér að kjósa mann eins og Trump sem forseta Bandaríkjanna. Staðreyndin er samt sú að fátt af því sem Trump hefur gert sem forseti undanfarin ár hefði átt að koma á óvart miðað við það hvernig hann háði kosningabaráttuna 2016. Menn vissu hvað var í boði þegar þeir gengu inn í kjörklefann fyrir rúmum þremur árum og flestir þeirra virðast reiðubúnir að greiða Trump atkvæði sitt aftur. Vonarglæta fyrir demokrata kann þó að felast í niðurstöðum forvalsins í Iowa. Meðal þess sem kom í ljós þar var að kjördæmi þar sem Trump safnaði að sér óánægjufylgi í kosningunum 2016 – svæði sem Obama vann 2008 - voru kjördæmi þar sem Buttigieg fékk mikið fylgi nú. Buttigieg hefur sýnt mikinn styrk í skipulagi sinnar kosningabaráttu og fer sigursæll til New Hampshire, þar sem prófkjör fer fram í næstu viku. Á meðan heldur Bloomberg áfram að teppaleggja auglýsingatíma sjónvarpsstöðvanna í fylkjum þar sem prófkjör eru framundan. Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Þórir Guðmundsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Sjá meira
Ef allt fer sem horfir þá verður Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna eftir rúma níu mánuði. Pólitískum andstæðingum hans gengur allt í óhag; þeim hefur mistekist, enn sem komið er, að finna sterkan mótframbjóðanda og hagvöxtur í Bandaríkjunum bendir ekki til þess að Bandaríkjamenn muni telja sig hafa ríka ástæðu til að losa sig við sitjandi forseta. Í forvali í Iowa mistókst demokrataflokknum sömuleiðis að halda kosningarnar áfallalaust. Dagana á eftir flutti Trump árlega ræðu sína fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings og fagnaði sýknu af ákæru til embættismissis fyrir öldungadeild þingsins. Meðal frambjóðenda demokrata er enginn hinna fimm stóru – Bernie Sanders, Elizabeth Warren, Joe Biden, Pete Buttigieg og Amy Klobuchar – líklegur til að fella Trump í nóvember. Til þess þarf sá eða sú sem demokrataflokkurinn útnefnir að kveikja í demokrötum svo þeir mæti á kjörstað og höfða sömuleiðis til miðjufylgisins í repúblikanaflokknum, sem leitar að ástæðu til að þurfa ekki að kjósa Trump. Tveir síðustu forsetar sem demokratar hafa átt gerðu hvort tveggja. Bill Clinton og Barack Obama höfðu mikla persónutöfra, höfðuðu sterkt til minnihlutahópa og aðhylltust stefnu sem miðjumenn í báðum flokkum gátu vel sætt sig við. Sá sem kemst næst er Buttigieg. Hann er hetja úr Afganistan-stríðinu og aðhyllist stefnu sem höfðar til margra. Honum gekk betur í Iowa en spáð hafði verið. En hann hefur engan veginn persónutöfra Clintons og Obama og nánast ekkert fylgi meðal blökkumanna, sem eru firnasterkur kjósendahópur þegar tekst að virkja hann til þátttöku. Lífseig stjórnmálafræðikenning segir að sitjandi forseti Bandaríkjanna verði endurkjörinn ef uppgangur er í efnahagslífinu fjórum mánuðum fyrir kosningar. Miðað við hagvaxtarspár þá er líklegt að hagvöxtur verði yfir tveimur prósentum út árið. Það vinnur sannarlega með Trump, sem var iðinn við að benda á velgengni í bandarísku efnahagslífi síðastliðin þrjú ár í árlegri stefnuræðu forseta á Bandaríkjaþingi á þriðjudag. Stuðningsmaður Trumps forseta veifar fána í New York, þar sem andstæðingar hans höfðu safnast saman til að mótmæla forsetanum.EPA/Peter Foley Sigur Trumps er samt langt í frá í höfn. Þeir sem horfa á staðbundnar sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum komast ekki hjá því að fá yfir sig hellidembu af auglýsingum frá frambjóðanda sem tók varla þátt í Iowa. Það er Mike Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York og margfaldur milljarðamæringur í dollurum talið. Bloomberg dælir peningum í auglýsingar á sjónvarpsstöðvum víðs vegar um Bandaríkin. Hann hefur þegar birt tvisvar sinnum fleiri auglýsingar en Trump gerði í allri kosningabaráttunni 2016. Kostnaður við þessar birtingar er kominn yfir 250 milljónir dollara og Bloomberg segist reiðubúinn að verja meira en milljarði dollara í baráttu sína eða sem nemur 125 milljörðum íslenskra króna. Áleitin spurning fyrir marga er hvernig venjulegt fólk geti yfirleitt hugsað sér að kjósa mann eins og Trump sem forseta Bandaríkjanna. Staðreyndin er samt sú að fátt af því sem Trump hefur gert sem forseti undanfarin ár hefði átt að koma á óvart miðað við það hvernig hann háði kosningabaráttuna 2016. Menn vissu hvað var í boði þegar þeir gengu inn í kjörklefann fyrir rúmum þremur árum og flestir þeirra virðast reiðubúnir að greiða Trump atkvæði sitt aftur. Vonarglæta fyrir demokrata kann þó að felast í niðurstöðum forvalsins í Iowa. Meðal þess sem kom í ljós þar var að kjördæmi þar sem Trump safnaði að sér óánægjufylgi í kosningunum 2016 – svæði sem Obama vann 2008 - voru kjördæmi þar sem Buttigieg fékk mikið fylgi nú. Buttigieg hefur sýnt mikinn styrk í skipulagi sinnar kosningabaráttu og fer sigursæll til New Hampshire, þar sem prófkjör fer fram í næstu viku. Á meðan heldur Bloomberg áfram að teppaleggja auglýsingatíma sjónvarpsstöðvanna í fylkjum þar sem prófkjör eru framundan. Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar