KSÍ fækkar í liði sínu og segir upp reynslumiklum starfsmanni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2020 13:26 Gunnar Gylfason á einni af fjölmörgum góðum stundum með leikmönnum karlalandsliðsins í undanfarin ár. Vísir/Bára Dröfn Gunnari Gylfasyni, starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands, var sagt upp störfum hjá sambandinu á föstudag. Gunnar hafði starfað hjá sambandinu í tæpa tvo áratugi og fylgt karlalandsliði Íslands eftir hvert fótmál á ferðalögum þess erlendis. Um er að ræða nokkur tíðindi í knattspyrnuhreyfingunni. DV greindi fyrst frá. Framkvæmdastjóri KSÍ segir um skipulagsbreytingu að ræða. Gunnar hefur starfað á knattspyrnusviði og verið meðal annars í aðalhlutverki í kringum skipulag hjá karlalandsliðinu og leiki íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum. Hann var áður fjölmiðlafulltrúi hjá sambandinu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir alltaf ömurlegt þegar standa þurfi í uppsögnum. Gunnar eigi langar starfsaldur hjá KSÍ eins og svo margir af starfsmönnum sambandsins. Í skoðun sé hjá sambandinu hvernig starfslokum hans verði háttað. „Við erum að fara yfir það í samstarfi við hann, hvernig við höfum næstu mánuði.“ Aðspurð hvort von sé á frekari uppsögnum innanhúss segir hún ekkert slíkt á dagskrá. Í samtali við DV segir Klara að ekki verði ráðið í starfið að svo stöddu. Verið sé að fækka í liðinu og endurskipuleggja. Gunnar er annar reynslumikill starfsmaður sem hverfur frá KSÍ á innan við ári. Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, var sagt upp í fyrra eftir áratugastarf hjá sambandinu. Gunnar vildi ekki ræða uppsögnina að svo stöddu. Íslenski boltinn KSÍ Vistaskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Gunnari Gylfasyni, starfsmanni Knattspyrnusambands Íslands, var sagt upp störfum hjá sambandinu á föstudag. Gunnar hafði starfað hjá sambandinu í tæpa tvo áratugi og fylgt karlalandsliði Íslands eftir hvert fótmál á ferðalögum þess erlendis. Um er að ræða nokkur tíðindi í knattspyrnuhreyfingunni. DV greindi fyrst frá. Framkvæmdastjóri KSÍ segir um skipulagsbreytingu að ræða. Gunnar hefur starfað á knattspyrnusviði og verið meðal annars í aðalhlutverki í kringum skipulag hjá karlalandsliðinu og leiki íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum. Hann var áður fjölmiðlafulltrúi hjá sambandinu. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir alltaf ömurlegt þegar standa þurfi í uppsögnum. Gunnar eigi langar starfsaldur hjá KSÍ eins og svo margir af starfsmönnum sambandsins. Í skoðun sé hjá sambandinu hvernig starfslokum hans verði háttað. „Við erum að fara yfir það í samstarfi við hann, hvernig við höfum næstu mánuði.“ Aðspurð hvort von sé á frekari uppsögnum innanhúss segir hún ekkert slíkt á dagskrá. Í samtali við DV segir Klara að ekki verði ráðið í starfið að svo stöddu. Verið sé að fækka í liðinu og endurskipuleggja. Gunnar er annar reynslumikill starfsmaður sem hverfur frá KSÍ á innan við ári. Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, var sagt upp í fyrra eftir áratugastarf hjá sambandinu. Gunnar vildi ekki ræða uppsögnina að svo stöddu.
Íslenski boltinn KSÍ Vistaskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira