Breski utanríkisráðherrann hvetur Breta til þess að yfirgefa Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 23:52 Dominic Raab, utanríkisráðherra Breta. vísir/getty Dominic Raab, utanríkisráðherra, hefur hvatt Breta sem eru staddir í Kína til þess að yfirgefa landið og draga þannig úr áhættunni á því að þeir smitist af hinni svokölluðu Wuhan-veiru. Þá mælir breska utanríkisráðuneytið einnig með því að Bretum verði bannað að ferðast til Kína. Wuhan-veiran, sem ber formlega heitið 2019-nCov, er ný tegund af kórónaveiru og á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Alls hafa nú yfir 20 þúsund manns smitast af veirunni, flestir í Kína, en smit hafa einnig verið staðfest í fjölda nágrannaríkja sem og í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Svíþjóð. Þá hafa yfir 400 manns látist vegna veirunnar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna veirunnar. Að því er segir í frétt Guardian eru nú um 30 þúsund Bretar í Kína. Utanríkisráðherrann hvetur þá til að yfirgefa landið ef þeir eiga þess kost en tugir Breta voru á dögunum fluttir frá Wuhan til heimalandsins. Önnur flugvél fer til Wuhan um næstu helgi til að sækja fleiri breska ríkisborgara. Emily Thornberry, skuggautanríksiráðherra stjórnarandstöðunnar, gagnrýnir ráðleggingar utanríkisráðherrans og segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist nægilega vel við Wuhan-veirunni. „Alveg síðan veiran fór að breiðast út hafa viðbrögð ríkisstjórnarinnar verið óreiðukennd og núna virðist hún vera að segja Bretum í Kína að bjarga sér sjálf til að komast burt frá Kína. Hvers vegna í ósköpunum er utanríkisráðuneytið ekki með áætlanir til staðar um hvernig leysa eigi svona krísur?“ sagði Thornberry. Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Dominic Raab, utanríkisráðherra, hefur hvatt Breta sem eru staddir í Kína til þess að yfirgefa landið og draga þannig úr áhættunni á því að þeir smitist af hinni svokölluðu Wuhan-veiru. Þá mælir breska utanríkisráðuneytið einnig með því að Bretum verði bannað að ferðast til Kína. Wuhan-veiran, sem ber formlega heitið 2019-nCov, er ný tegund af kórónaveiru og á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Alls hafa nú yfir 20 þúsund manns smitast af veirunni, flestir í Kína, en smit hafa einnig verið staðfest í fjölda nágrannaríkja sem og í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Svíþjóð. Þá hafa yfir 400 manns látist vegna veirunnar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna veirunnar. Að því er segir í frétt Guardian eru nú um 30 þúsund Bretar í Kína. Utanríkisráðherrann hvetur þá til að yfirgefa landið ef þeir eiga þess kost en tugir Breta voru á dögunum fluttir frá Wuhan til heimalandsins. Önnur flugvél fer til Wuhan um næstu helgi til að sækja fleiri breska ríkisborgara. Emily Thornberry, skuggautanríksiráðherra stjórnarandstöðunnar, gagnrýnir ráðleggingar utanríkisráðherrans og segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist nægilega vel við Wuhan-veirunni. „Alveg síðan veiran fór að breiðast út hafa viðbrögð ríkisstjórnarinnar verið óreiðukennd og núna virðist hún vera að segja Bretum í Kína að bjarga sér sjálf til að komast burt frá Kína. Hvers vegna í ósköpunum er utanríkisráðuneytið ekki með áætlanir til staðar um hvernig leysa eigi svona krísur?“ sagði Thornberry.
Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira