Þjóðgarður fyrir framtíðina Egill Hermannsson og Þorgerður M Þorbjarnardóttir skrifar 4. febrúar 2020 08:00 Þegar horft er til framtíðar verður að hugsa um hvernig mál hafa þróast á undanförnum árum. Gestum fjölgar til landsins og ferðamenn sækja í auknum mæli á hálendi Íslands. Einnig sjáum við ósnortin víðerni í heiminum verða æ sjaldgæfari. Aukið upplýsingaflæði og samfélagsmiðlar gera ferðamannastrauminn ófyrirsjáanlegri. Ef vel á að standa að verki í að hlúa að óspilltum náttúruperlum hlýtur að þurfa einhvern ramma og verndaráætlun. Allt það landsvæði sem kemur til með að falla undir fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð eru þjóðlendur og því þurfa sveitafélög nú þegar að vera í samráði við forsætisráðuneytið við skipulagsmál. Það fyrirkomulag færist einfaldlega yfir á verndaráætlun svæðisráðsins en fólk í sveitarstjórn fær einnig tækifæri til þess að móta verndaráætlunina. Því er haldið fram að samstarfið við forsætisráðuneytið vegna þjóðlenda sé ágætt og ef að því eigi að breyta þurfi eitthvað betra að koma í staðinn. Ef horft er þó á landsvísu eru þjóðlendur vanræktar á mörgum stöðum landsins ef marka má stöðu aðalskipulags svæðanna. Hversu lengi getur hálendið beðið meðan ágangur ferðamanna er svo mikill sem raun ber vitni? Mynd er fengin úr kynningu Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur fyrir nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 2.10.2018. Aðalmarkmiðið með þjóðgarði er að vernda náttúru og sögu hálendisins sem og að auðvelda almenningi aðgengi að þjóðgarðinum án þess að ganga of nærri náttúrunni. Til þess að finna jafnvægið milli hagsmuna manns og náttúru hefur mikið samráð farið fram við gerð þjóðgarðsfrumvarpsins. Árið 2016 skipaði Sigrún Magnúsdóttir, þáverandi Umhverfisráðherra, nefnd sem átti að skoða forsendur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðar. Í þessari nefnd sátu átta fulltrúar auk formanns. Meðal þessara fulltrúa voru fulltrúar Samtaka Íslenskra Sveitafélagana úr Bláskógarbyggð og Þingeyjarsveit. Árið 2018 skipaði Guðmundur Ingi þverpólitíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands þar sem fulltrúar Sambands Íslenskra Sveitafélaga áttu einnig sæti en fulltrúi Bláskógabyggðar stóð svo að áliti nefndarinnar. Reglulega fór vinna nefndarinnar í samráðsgátt og alla vinnu nefndarinnar er hægt að finna á síðu stjórnarráðsins. Það þarf að horfa til þess að margir mismunandi hagsmunir stangast á við vinnu sem þessa svo ómögulegt er að allir fái sínu framgengt. Hins vegar felast ýmis tækifæri fyrir sveitafélögin í því að fá þjóðgarð til sín. Til dæmis hefur verið vel að því unnið í Ríki Vatnajökuls sem staðsett er á Höfn í Hornafirði að nýta sér þjóðgarðinn til að efla ferðaþjónustu á svæðinu. Að félaginu standa nú 80 fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu. Við mælum eindregið með því að horft sé frekar til tækifæranna heldur en þess sem getur verið hamlandi. Þó teljum við að orðræðan sé oft á tíðum á villigötum þegar talað er um skerðingu vegna þjóðgarðsins. Tvö dæmi hafa oft verið dregin fram í umræðunni. Því hefur verið haldið fram að nýting á afréttum sveitarfélaganna verði skert. Í frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð segir: „Hefðbundin landnýting, s.s. búfjárbeit, fuglaveiði, hreindýraveiði og veiði í ám og vötnum, er rétthöfum heimil í þjóðgarðinum enda séu uppfyllt ákvæði 2. gr. þessarar laga og þeirra laga sem um nýtinguna fjalla og að nýtingin sé sjálfbær.” Þegar talað er um sjálfbæra nýtingu er miðað við núverandi löggjöf á því sviði og því kemur fyrirkomulagið ekki til með að breytast með tilkomu þjóðgarðs. Því hefur einnig verið haldið fram að þjóðgarður komi til með að hefta aðgengi heimamanna að landi sínu en eitt af markmiðum þjóðgarðsins í drögum að frumvarpi til laga stendur: [Þjóðgarðurinn hefur það að markmiði að] „Stuðla að samvinnu og samstarfi við starf félaga og sjálfboðaliða um málefni landsvæðisins.” Hins vegar er hlutverk þjóðgarðs einnig að bæta aðgengi svo fleiri geti fengið að njóta náttúrunnar. Fyrst og fremst hlýtur þó markmið stofnunar þjóðgarðs að vera að gæta upp á verðmætin sem við höfum fengið að búa við svo lengi. Við teljum það mikinn sigur til framtíðar ef sameiginleg verndaráætlun verði gerð fyrir jafn stórt og merkilegt svæði og til stendur. Ávinningurinn af því verður best metinn til framtíðar og komandi kynslóðir munu þakka okkur fyrir að standa vörð um þessi merkilegu svæði. Höfundar eru Þorgerður M Þorbjarnardóttir gjaldkeri Ungra umhverfissinna og Egill Hermannsson formaður landshlutanefndar félagsins á Suðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar horft er til framtíðar verður að hugsa um hvernig mál hafa þróast á undanförnum árum. Gestum fjölgar til landsins og ferðamenn sækja í auknum mæli á hálendi Íslands. Einnig sjáum við ósnortin víðerni í heiminum verða æ sjaldgæfari. Aukið upplýsingaflæði og samfélagsmiðlar gera ferðamannastrauminn ófyrirsjáanlegri. Ef vel á að standa að verki í að hlúa að óspilltum náttúruperlum hlýtur að þurfa einhvern ramma og verndaráætlun. Allt það landsvæði sem kemur til með að falla undir fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð eru þjóðlendur og því þurfa sveitafélög nú þegar að vera í samráði við forsætisráðuneytið við skipulagsmál. Það fyrirkomulag færist einfaldlega yfir á verndaráætlun svæðisráðsins en fólk í sveitarstjórn fær einnig tækifæri til þess að móta verndaráætlunina. Því er haldið fram að samstarfið við forsætisráðuneytið vegna þjóðlenda sé ágætt og ef að því eigi að breyta þurfi eitthvað betra að koma í staðinn. Ef horft er þó á landsvísu eru þjóðlendur vanræktar á mörgum stöðum landsins ef marka má stöðu aðalskipulags svæðanna. Hversu lengi getur hálendið beðið meðan ágangur ferðamanna er svo mikill sem raun ber vitni? Mynd er fengin úr kynningu Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur fyrir nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 2.10.2018. Aðalmarkmiðið með þjóðgarði er að vernda náttúru og sögu hálendisins sem og að auðvelda almenningi aðgengi að þjóðgarðinum án þess að ganga of nærri náttúrunni. Til þess að finna jafnvægið milli hagsmuna manns og náttúru hefur mikið samráð farið fram við gerð þjóðgarðsfrumvarpsins. Árið 2016 skipaði Sigrún Magnúsdóttir, þáverandi Umhverfisráðherra, nefnd sem átti að skoða forsendur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðar. Í þessari nefnd sátu átta fulltrúar auk formanns. Meðal þessara fulltrúa voru fulltrúar Samtaka Íslenskra Sveitafélagana úr Bláskógarbyggð og Þingeyjarsveit. Árið 2018 skipaði Guðmundur Ingi þverpólitíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands þar sem fulltrúar Sambands Íslenskra Sveitafélaga áttu einnig sæti en fulltrúi Bláskógabyggðar stóð svo að áliti nefndarinnar. Reglulega fór vinna nefndarinnar í samráðsgátt og alla vinnu nefndarinnar er hægt að finna á síðu stjórnarráðsins. Það þarf að horfa til þess að margir mismunandi hagsmunir stangast á við vinnu sem þessa svo ómögulegt er að allir fái sínu framgengt. Hins vegar felast ýmis tækifæri fyrir sveitafélögin í því að fá þjóðgarð til sín. Til dæmis hefur verið vel að því unnið í Ríki Vatnajökuls sem staðsett er á Höfn í Hornafirði að nýta sér þjóðgarðinn til að efla ferðaþjónustu á svæðinu. Að félaginu standa nú 80 fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu. Við mælum eindregið með því að horft sé frekar til tækifæranna heldur en þess sem getur verið hamlandi. Þó teljum við að orðræðan sé oft á tíðum á villigötum þegar talað er um skerðingu vegna þjóðgarðsins. Tvö dæmi hafa oft verið dregin fram í umræðunni. Því hefur verið haldið fram að nýting á afréttum sveitarfélaganna verði skert. Í frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð segir: „Hefðbundin landnýting, s.s. búfjárbeit, fuglaveiði, hreindýraveiði og veiði í ám og vötnum, er rétthöfum heimil í þjóðgarðinum enda séu uppfyllt ákvæði 2. gr. þessarar laga og þeirra laga sem um nýtinguna fjalla og að nýtingin sé sjálfbær.” Þegar talað er um sjálfbæra nýtingu er miðað við núverandi löggjöf á því sviði og því kemur fyrirkomulagið ekki til með að breytast með tilkomu þjóðgarðs. Því hefur einnig verið haldið fram að þjóðgarður komi til með að hefta aðgengi heimamanna að landi sínu en eitt af markmiðum þjóðgarðsins í drögum að frumvarpi til laga stendur: [Þjóðgarðurinn hefur það að markmiði að] „Stuðla að samvinnu og samstarfi við starf félaga og sjálfboðaliða um málefni landsvæðisins.” Hins vegar er hlutverk þjóðgarðs einnig að bæta aðgengi svo fleiri geti fengið að njóta náttúrunnar. Fyrst og fremst hlýtur þó markmið stofnunar þjóðgarðs að vera að gæta upp á verðmætin sem við höfum fengið að búa við svo lengi. Við teljum það mikinn sigur til framtíðar ef sameiginleg verndaráætlun verði gerð fyrir jafn stórt og merkilegt svæði og til stendur. Ávinningurinn af því verður best metinn til framtíðar og komandi kynslóðir munu þakka okkur fyrir að standa vörð um þessi merkilegu svæði. Höfundar eru Þorgerður M Þorbjarnardóttir gjaldkeri Ungra umhverfissinna og Egill Hermannsson formaður landshlutanefndar félagsins á Suðurlandi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun