Segjast munu spara hálfan milljarð á ári með byggingu tólf milljarða húss Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2020 07:47 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður um núverandi höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti. Vísir/Vilhelm Reiknað er með að heildarkostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn verði 11,8 milljarðar króna. Bankaráð Landsbankans áætlar að spara um 500 milljónir króna á ári hverju vegna flutninganna en starfsemi verður flutt úr tólf húsum í miðborginni og felst sparnaðurinn að mestu í lækkun á húsaleigu og kostnaði við rekstur og viðhald húsnæðis. Þetta kemur fram í svari Landsbankans og fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birgi Þórarinssyni á Alþingi. Þar kemur einnig fram að Landsbankinn muni nýta 60 prósent hússins og leigja eða selja 40 prósent, sem samsvara um 6.500 fermetrum. Kostnaðaráætlun vegna byggingar höfuðstöðvanna hefur hækkað úr um níu milljörðum króna og er nú 11,8 milljarðar, eins og áður segir. Að miklu leyti útskýrist það af því að vísitala byggingakostnaðar hefur hækkað um það sem nemur einum milljarði króna frá því fyrsta áætlunin var gert. Sömuleiðis útskýrist það að einhverju leiti af því að í sumar var tekin ákvörðun um að húsið yrði umhverfisvottað samkvæmt BREEAM-staðlinum fyrir vistvottun húsbygginga. Birgir spurði einnig út í starfsmannafjölda Landsbankans og hver þróunin hefði verið varðandi fjölda starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Í svari bankans segir að þann 1. janúar 2011 hafi stöðugildi Landsbankans á höfuðborgarsvæðinu verið 912. Í upphafi 2012 hafði þeim fjölgað í 1.042 og þá aðallega vegna sameininga við SpKef, SpFjármögnun og Avant. Þann 1. janúar 2019 voru stöðugildi 760 á höfuðborgarsvæðinu og þar af 670 sem gert er ráð fyrir að sameinist undir einu þaki í nýju húsi. „Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um þróun starfsmannafjölda næstu árin en ljóst er að bankastörfum er að fækka,“ segir í svari Landsbankans. „Einn af meginkostunum við húsið sem verið er að reisa er að það býður upp á sveigjanleika í notkun þannig að bankinn getur ýmist nýtt stærri eða minni hluta þess.“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður um núverandi höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti. Húsnæðismál Íslenskir bankar Reykjavík Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Reiknað er með að heildarkostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn verði 11,8 milljarðar króna. Bankaráð Landsbankans áætlar að spara um 500 milljónir króna á ári hverju vegna flutninganna en starfsemi verður flutt úr tólf húsum í miðborginni og felst sparnaðurinn að mestu í lækkun á húsaleigu og kostnaði við rekstur og viðhald húsnæðis. Þetta kemur fram í svari Landsbankans og fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birgi Þórarinssyni á Alþingi. Þar kemur einnig fram að Landsbankinn muni nýta 60 prósent hússins og leigja eða selja 40 prósent, sem samsvara um 6.500 fermetrum. Kostnaðaráætlun vegna byggingar höfuðstöðvanna hefur hækkað úr um níu milljörðum króna og er nú 11,8 milljarðar, eins og áður segir. Að miklu leyti útskýrist það af því að vísitala byggingakostnaðar hefur hækkað um það sem nemur einum milljarði króna frá því fyrsta áætlunin var gert. Sömuleiðis útskýrist það að einhverju leiti af því að í sumar var tekin ákvörðun um að húsið yrði umhverfisvottað samkvæmt BREEAM-staðlinum fyrir vistvottun húsbygginga. Birgir spurði einnig út í starfsmannafjölda Landsbankans og hver þróunin hefði verið varðandi fjölda starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Í svari bankans segir að þann 1. janúar 2011 hafi stöðugildi Landsbankans á höfuðborgarsvæðinu verið 912. Í upphafi 2012 hafði þeim fjölgað í 1.042 og þá aðallega vegna sameininga við SpKef, SpFjármögnun og Avant. Þann 1. janúar 2019 voru stöðugildi 760 á höfuðborgarsvæðinu og þar af 670 sem gert er ráð fyrir að sameinist undir einu þaki í nýju húsi. „Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um þróun starfsmannafjölda næstu árin en ljóst er að bankastörfum er að fækka,“ segir í svari Landsbankans. „Einn af meginkostunum við húsið sem verið er að reisa er að það býður upp á sveigjanleika í notkun þannig að bankinn getur ýmist nýtt stærri eða minni hluta þess.“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður um núverandi höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Reykjavík Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira