Litla gula hænan fann fræ Eva Magnúsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 07:30 Litla, gula hænan fann fræ. Það var hveitifræ. Litla, gula hænan sagði: „Hver vill sá fræinu?“ Svínið sagði: „Ekki ég.“ Kötturinn sagði: „Ekki ég. Litla gula hænan sagði „Ég skal sá fræinu,” Af hverju er ég að rifja upp þessa sögu af Litlu gulu hænunni sem við lærðum öll í barnæsku? Loftslagsárið mikla 2019 kom umræðunni um hnignandi líf á jörðinni á dagskrá og við höfum talað okkur hás á hverjum fundinum á fætur öðrum og fjölmargir hafa verið bæði hundurinn og kötturinn allt árið. En nú er komið árið 2020 og tími kominn á að sá fræinu. Hver ætlar að taka það að sér og vera litla gula hænan? Í upphafi árs er ekki þverfótað fyrir umhverfisfundum og við höldum áfram að tala, það er mjög gott að við vitum hvað er að… en hvað er best að gera? Endurheimt votlendis Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, hefur víða fjallað um mikilvægi skjótra aðgerða í endurheimt votlendis sem er jafnframt fljótlegasta loftslagsaðgerðin sem við getum farið í. Á meðan við höldum áfram að tala þá heldur votlendið áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Það þarf samræmdar aðgerðir í það verkefni og sátt um hver greiði fyrir endurheimtina. Byrja þarf á svæðum sem ekki eru í notkun hvort eð er. Við skulum nota tímann í vetur til frekari greiningar og undirbúnings fyrir framkvæmdir næsta sumar. Endanleg vinna í jörð er einungis fær í nokkra daga á ári. Nú þegar liggja fyrir ýmsar skýrslur sem hægt er að styðjast við og eins og Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins benti á í vikunni þá hefur ekkert eitt verkefni skilað jafn mikilli stöðvun úrblástur gróiðurhúsalofttegunda á síðasta ári og Votlendissjóðurinn. Hann stöðvaði útblástur 1.440 tonna sem samsvarar því að 720 fólksbílar hefðu breyst í rafmagnsbíla. En mikið vill meira. Grænir peningar Fleiri leiðir eru færar og fjármagn stýrir þjóðfélögum. Það eru til leiðir til þess að nýta fjármálakerfið til grænna lausna, til dæmis með því að nýta fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna sem eiga í nánast öllum fyrirtækjum á Íslandi auk þeirra banka sem eru í eigu Íslendinga. Nýr Kauphallarforstjóri benti á í áramótaviðtali sínu að fleiri þátttakendur í stjórnum lífeyrissjóða og meiri valddreifing væru heillavænlegri og að betra væri að stjórnir lífeyrisjóða væru kjörnar beint af sjóðfélögum í stað þess að vera tilnefndar af aðilum vinnumarkaðarins. Ég vil bæta því við að þá gæfist fólki sem áhuga hefur á grænum lausnum tækifæri til þess að bjóða sig fram í stjórnir lífeyrissjóða og hafa áhrif á áherslu fjárfestinga til grænni lausna og verkefna sem hafa góð áhrif á umhverfið og stuðla að hringrásarhagkerfi. Ég er Litla gula hænan Ég benti á þessar tvær leiðir sem gætu verið fljótlegri en aðrar þar sem við þurfum skjótar aðgerðir þegar húsið brennur. Lengri tíma tekur fyrir trén að vaxa en við eigum samt að halda því góða starfi áfram sem felst í skógrækt auk alls þess góða sem fyrirtæki og heimili eru að gera til að draga úr losun. ….en í gegnum eignarhald væri auðvelt fyrir stjórnvöld að styðja við stefnu banka og lífeyrissjóða til að þess að fjárfesta í grænum lausnum. Við þurfum að hætta að tala okkur hás og fara að dýfa hendi í kalt vatn, framkvæma. Það eru margir boltar á lofti. Við skulum öll grípa boltann þar sem við sjáum hann föstum tökum og segja; Ég er Litla gula hænan og ég ætla að taka þátt í þessu verkefni". Öðruvísi breytum við ekki heiminum því einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög, stjórnmál og viðskiptalífið eru samofin og því þurfum við öll að vera litla gula hænan. Höfundur er eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Litla, gula hænan fann fræ. Það var hveitifræ. Litla, gula hænan sagði: „Hver vill sá fræinu?“ Svínið sagði: „Ekki ég.“ Kötturinn sagði: „Ekki ég. Litla gula hænan sagði „Ég skal sá fræinu,” Af hverju er ég að rifja upp þessa sögu af Litlu gulu hænunni sem við lærðum öll í barnæsku? Loftslagsárið mikla 2019 kom umræðunni um hnignandi líf á jörðinni á dagskrá og við höfum talað okkur hás á hverjum fundinum á fætur öðrum og fjölmargir hafa verið bæði hundurinn og kötturinn allt árið. En nú er komið árið 2020 og tími kominn á að sá fræinu. Hver ætlar að taka það að sér og vera litla gula hænan? Í upphafi árs er ekki þverfótað fyrir umhverfisfundum og við höldum áfram að tala, það er mjög gott að við vitum hvað er að… en hvað er best að gera? Endurheimt votlendis Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, hefur víða fjallað um mikilvægi skjótra aðgerða í endurheimt votlendis sem er jafnframt fljótlegasta loftslagsaðgerðin sem við getum farið í. Á meðan við höldum áfram að tala þá heldur votlendið áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Það þarf samræmdar aðgerðir í það verkefni og sátt um hver greiði fyrir endurheimtina. Byrja þarf á svæðum sem ekki eru í notkun hvort eð er. Við skulum nota tímann í vetur til frekari greiningar og undirbúnings fyrir framkvæmdir næsta sumar. Endanleg vinna í jörð er einungis fær í nokkra daga á ári. Nú þegar liggja fyrir ýmsar skýrslur sem hægt er að styðjast við og eins og Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins benti á í vikunni þá hefur ekkert eitt verkefni skilað jafn mikilli stöðvun úrblástur gróiðurhúsalofttegunda á síðasta ári og Votlendissjóðurinn. Hann stöðvaði útblástur 1.440 tonna sem samsvarar því að 720 fólksbílar hefðu breyst í rafmagnsbíla. En mikið vill meira. Grænir peningar Fleiri leiðir eru færar og fjármagn stýrir þjóðfélögum. Það eru til leiðir til þess að nýta fjármálakerfið til grænna lausna, til dæmis með því að nýta fjárfestingargetu lífeyrissjóðanna sem eiga í nánast öllum fyrirtækjum á Íslandi auk þeirra banka sem eru í eigu Íslendinga. Nýr Kauphallarforstjóri benti á í áramótaviðtali sínu að fleiri þátttakendur í stjórnum lífeyrissjóða og meiri valddreifing væru heillavænlegri og að betra væri að stjórnir lífeyrisjóða væru kjörnar beint af sjóðfélögum í stað þess að vera tilnefndar af aðilum vinnumarkaðarins. Ég vil bæta því við að þá gæfist fólki sem áhuga hefur á grænum lausnum tækifæri til þess að bjóða sig fram í stjórnir lífeyrissjóða og hafa áhrif á áherslu fjárfestinga til grænni lausna og verkefna sem hafa góð áhrif á umhverfið og stuðla að hringrásarhagkerfi. Ég er Litla gula hænan Ég benti á þessar tvær leiðir sem gætu verið fljótlegri en aðrar þar sem við þurfum skjótar aðgerðir þegar húsið brennur. Lengri tíma tekur fyrir trén að vaxa en við eigum samt að halda því góða starfi áfram sem felst í skógrækt auk alls þess góða sem fyrirtæki og heimili eru að gera til að draga úr losun. ….en í gegnum eignarhald væri auðvelt fyrir stjórnvöld að styðja við stefnu banka og lífeyrissjóða til að þess að fjárfesta í grænum lausnum. Við þurfum að hætta að tala okkur hás og fara að dýfa hendi í kalt vatn, framkvæma. Það eru margir boltar á lofti. Við skulum öll grípa boltann þar sem við sjáum hann föstum tökum og segja; Ég er Litla gula hænan og ég ætla að taka þátt í þessu verkefni". Öðruvísi breytum við ekki heiminum því einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög, stjórnmál og viðskiptalífið eru samofin og því þurfum við öll að vera litla gula hænan. Höfundur er eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Podium ehf.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun