Sportpakkinn: „Sárt að detta út en hlakka til að spila aftur íþróttina sem ég elska svo mikið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2020 08:00 Gísli hefur verið þjakaður af meiðslum undanfarin tvö ár. vísir/friðrik þór Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson segir að endurteknum axlarmeiðslum og fjarveru vegna þeirra fylgi mikill tilfinningarússíbani. Gísli fór úr axlarlið í sínum fyrsta leik fyrir Magdeburg í byrjun þessa mánaðar og spilar ekki meira á þessu tímabili. Gísli fór undir hnífinn og við tekur enn ein endurhæfingin. „Þetta var ótrúlega mikið sjokk. Þetta var fyrsti leikur eftir svo góða endurhæfingu. Eftir að hafa farið úr lið fyrst leit allt ótrúlega vel út og læknarnir voru ótrúlega ánægðir með stöðuna,“ sagði Gísli í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Svo kom þetta upp undir lok leiks gegn Flensburg. Ég var mjög leiður og sorgmæddur þetta kvöld, satt að segja.“Það versta kemur alltaf upp í hugannGísli gengur sárþjáður af velli í sínum fyrsta leik fyrir Magdeburg.vísir/gettyGísli segist hafa óttast að ferilinn væri á enda þegar hann meiddist gegn Flensburg. „Eftir yfirlýsingar frá læknum hugsaði ég það versta. Alltaf þegar þetta gerist kemur það versta upp í hugann,“ sagði Gísli. Ein þeirra tilfinninga sem koma upp í mótlætinu er reiði. „Ég hef alveg verið reiður og maður á sínar neikvæðu hliðar. En ég reyni alltaf að hugsa jákvætt og taka það góða út,“ sagði Gísli. Hafnfirðingurinn vonast til að geta byrjað að spila með Magdeburg í byrjun næsta tímabils. „Þetta tímabil er frá en ég verð tilbúinn fyrir undirbúningstímabilið. Ég fullur tilhlökkunar að byrja aftur að spila handbolta, íþróttina sem ég elska svo mikið. Það var svo sárt að detta aftur út,“ sagði Gísli. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Reynir að hugsa jákvætt Sportpakkinn Þýski handboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Fleiri fréttir Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson segir að endurteknum axlarmeiðslum og fjarveru vegna þeirra fylgi mikill tilfinningarússíbani. Gísli fór úr axlarlið í sínum fyrsta leik fyrir Magdeburg í byrjun þessa mánaðar og spilar ekki meira á þessu tímabili. Gísli fór undir hnífinn og við tekur enn ein endurhæfingin. „Þetta var ótrúlega mikið sjokk. Þetta var fyrsti leikur eftir svo góða endurhæfingu. Eftir að hafa farið úr lið fyrst leit allt ótrúlega vel út og læknarnir voru ótrúlega ánægðir með stöðuna,“ sagði Gísli í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Svo kom þetta upp undir lok leiks gegn Flensburg. Ég var mjög leiður og sorgmæddur þetta kvöld, satt að segja.“Það versta kemur alltaf upp í hugannGísli gengur sárþjáður af velli í sínum fyrsta leik fyrir Magdeburg.vísir/gettyGísli segist hafa óttast að ferilinn væri á enda þegar hann meiddist gegn Flensburg. „Eftir yfirlýsingar frá læknum hugsaði ég það versta. Alltaf þegar þetta gerist kemur það versta upp í hugann,“ sagði Gísli. Ein þeirra tilfinninga sem koma upp í mótlætinu er reiði. „Ég hef alveg verið reiður og maður á sínar neikvæðu hliðar. En ég reyni alltaf að hugsa jákvætt og taka það góða út,“ sagði Gísli. Hafnfirðingurinn vonast til að geta byrjað að spila með Magdeburg í byrjun næsta tímabils. „Þetta tímabil er frá en ég verð tilbúinn fyrir undirbúningstímabilið. Ég fullur tilhlökkunar að byrja aftur að spila handbolta, íþróttina sem ég elska svo mikið. Það var svo sárt að detta aftur út,“ sagði Gísli. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Reynir að hugsa jákvætt
Sportpakkinn Þýski handboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Fleiri fréttir Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira