Að komast í bað Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 09:00 Ef fram heldur sem horfir hefst ótímabundið verkfall félagsmanna í Eflingu hjá Reykjavikurborg á miðnætti 17. febrúar næst komandi. Starfsmennirnir sem hafa farið í þrjú skæruverkföll síðustu tvær vikur starfa á frísdundasviði, umhverfissviði og velferðarsviði og vinna þeir gríðarlega mikilvæg störf. Krafa Eflingar er einföld: Aðþeir sem eru á lægstu laununum í borginni geti lifað af útborguðum launum. Komi til ótímabundins verkfalls mun það hafa gríðarleg áhrif á samfélagið. Helmingur leikskólabarna kemst ekki í leikskólann og í mörgum tilfellum þurfa amma og afi að létta undir með foreldrunum. Sorp verður ekki hirt og engri vetrarþjónustu verður sinnt, það er göngu- og hjólastígar verða ekki hálkuvarðir, enginn snjómokstur, ruslastampar verða ekki tæmdir og ekki verður mokað frá grenndarstöðvum. Dragist verkfallið á langinn mun það fljótlega hafa áhrif á fatlað fólk og eldri fólk sem fær þjónustu frá heimaþjónustu Reykjavíkurborgar. Ég er í þeim hópi og í sannleika sagt hef ég talsverðar áhyggjur af þeirri stöðu sem er uppi. Velferðarsvið hefur fengið undanþágur fyrir starfsfólk Eflingar sem sér um umönnun fatlaðs fólks sem og eldra fólks. Um er að ræða algjöra grunnþjónustu til að tryggja öryggi og heilsu. Ekki eru veittar undanþágur fyrir þrifum á heimilum sem og aðstoð við böðun og ekki er veitt undanþága fyrir aðstoð við verslunarferðir svo eitthvað sé nefnt. Eins og staðan er nú þegar nokkrir dagar eru í að ótímabundið verkfall hefjist þá veit ég að ég fæ aðstoð í sturtu á föstudegi. Hvað tekur við eftir það veit í rauninni enginn, nema þeir sem veita undanþágur. Þannig ég veit ekki hvenær ég fer í bað næst! Sem er verulega óþægilegt. Fer ég í bað næst þegar verður samið, hvenær sem það nú verður? Verða veittar undanþágur fyrir aðstoðí bað eða sturtu? Fer égí bað einu sinni í viku? Hvenær verður íbúðin mín þrifin? Spurningarnar eru margar. Ég er svo heppin að ég er með gott stuðningsnet í kringum mig þannig ég get fengið vini og fjölskyldu til að skúra yfir gólfin í íbúðinni en því miður eru ekki allir svo heppnir. Hins vegar bið ég hvorki foreldra mína né aðra fjölskyldumeðlimi að aðstoða mig í sturtu á laugardagsmorgni ef ég er að fara í partý um kvöldið. Lífið hjá þeim sem þiggja heimaþjónustu frá Reykjavíkurborg mun fara úr skorðum aðeins nokkrum dögum eftir að verkfallið hefst. Fyrir þann hóp byrjar verkfallið að bíta af alvöru þegar fólk nær ekki að sinna sínu líkamlega hreinlæti almennilega. Ég er viss um að það færi um marga sem ekki tilheyra þessum hóp ef sagt væri við þá að þeir fengju ekki að fara í bað í nokkrar vikur. Eða fengju aðeins að fara í bað einu sinni í viku þar til að búið væri að skrifa undir nýjan kjarasamning. Hreinlæti er ein af grunnþörfum hvers og eins og því finnst mér það óboðlegt að hugsanlega séu nokkrar vikur í að fatlað fólk sem og eldra fólk geti farið í bað með eðlilegum hætti. Ég er nokkuð viss um að aðrir hópar samfélagsins myndu seint láta bjóða sér slíkt. Og við þá sem sitja við samningaborðið vil ég segja þetta: Eftir nokkra daga í ótímabundnu verkfalli verður samfélagið á hliðinni. Af þeirri einföldu ástæðu að þeir sem verða í verkfalli vinna gífurlega mikilvægt starf. Á allt of lágum launum og undir gríðarlegu álagi. Því er mikilvægt að deiluaðilar setjist niður og finni lausn á deilunni. Sem fyrst. Höfundur er félagsfræðingur og blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkföll 2020 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ef fram heldur sem horfir hefst ótímabundið verkfall félagsmanna í Eflingu hjá Reykjavikurborg á miðnætti 17. febrúar næst komandi. Starfsmennirnir sem hafa farið í þrjú skæruverkföll síðustu tvær vikur starfa á frísdundasviði, umhverfissviði og velferðarsviði og vinna þeir gríðarlega mikilvæg störf. Krafa Eflingar er einföld: Aðþeir sem eru á lægstu laununum í borginni geti lifað af útborguðum launum. Komi til ótímabundins verkfalls mun það hafa gríðarleg áhrif á samfélagið. Helmingur leikskólabarna kemst ekki í leikskólann og í mörgum tilfellum þurfa amma og afi að létta undir með foreldrunum. Sorp verður ekki hirt og engri vetrarþjónustu verður sinnt, það er göngu- og hjólastígar verða ekki hálkuvarðir, enginn snjómokstur, ruslastampar verða ekki tæmdir og ekki verður mokað frá grenndarstöðvum. Dragist verkfallið á langinn mun það fljótlega hafa áhrif á fatlað fólk og eldri fólk sem fær þjónustu frá heimaþjónustu Reykjavíkurborgar. Ég er í þeim hópi og í sannleika sagt hef ég talsverðar áhyggjur af þeirri stöðu sem er uppi. Velferðarsvið hefur fengið undanþágur fyrir starfsfólk Eflingar sem sér um umönnun fatlaðs fólks sem og eldra fólks. Um er að ræða algjöra grunnþjónustu til að tryggja öryggi og heilsu. Ekki eru veittar undanþágur fyrir þrifum á heimilum sem og aðstoð við böðun og ekki er veitt undanþága fyrir aðstoð við verslunarferðir svo eitthvað sé nefnt. Eins og staðan er nú þegar nokkrir dagar eru í að ótímabundið verkfall hefjist þá veit ég að ég fæ aðstoð í sturtu á föstudegi. Hvað tekur við eftir það veit í rauninni enginn, nema þeir sem veita undanþágur. Þannig ég veit ekki hvenær ég fer í bað næst! Sem er verulega óþægilegt. Fer ég í bað næst þegar verður samið, hvenær sem það nú verður? Verða veittar undanþágur fyrir aðstoðí bað eða sturtu? Fer égí bað einu sinni í viku? Hvenær verður íbúðin mín þrifin? Spurningarnar eru margar. Ég er svo heppin að ég er með gott stuðningsnet í kringum mig þannig ég get fengið vini og fjölskyldu til að skúra yfir gólfin í íbúðinni en því miður eru ekki allir svo heppnir. Hins vegar bið ég hvorki foreldra mína né aðra fjölskyldumeðlimi að aðstoða mig í sturtu á laugardagsmorgni ef ég er að fara í partý um kvöldið. Lífið hjá þeim sem þiggja heimaþjónustu frá Reykjavíkurborg mun fara úr skorðum aðeins nokkrum dögum eftir að verkfallið hefst. Fyrir þann hóp byrjar verkfallið að bíta af alvöru þegar fólk nær ekki að sinna sínu líkamlega hreinlæti almennilega. Ég er viss um að það færi um marga sem ekki tilheyra þessum hóp ef sagt væri við þá að þeir fengju ekki að fara í bað í nokkrar vikur. Eða fengju aðeins að fara í bað einu sinni í viku þar til að búið væri að skrifa undir nýjan kjarasamning. Hreinlæti er ein af grunnþörfum hvers og eins og því finnst mér það óboðlegt að hugsanlega séu nokkrar vikur í að fatlað fólk sem og eldra fólk geti farið í bað með eðlilegum hætti. Ég er nokkuð viss um að aðrir hópar samfélagsins myndu seint láta bjóða sér slíkt. Og við þá sem sitja við samningaborðið vil ég segja þetta: Eftir nokkra daga í ótímabundnu verkfalli verður samfélagið á hliðinni. Af þeirri einföldu ástæðu að þeir sem verða í verkfalli vinna gífurlega mikilvægt starf. Á allt of lágum launum og undir gríðarlegu álagi. Því er mikilvægt að deiluaðilar setjist niður og finni lausn á deilunni. Sem fyrst. Höfundur er félagsfræðingur og blaðamaður.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun