Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2020 22:30 William Barr (t.h.) hefur verið tryggur Trump forseta. Vísir/EPA William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. Roger Stone, sem hefur verið innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum um áratugaskeið, er vinur Trump forseta og var óformlegur ráðgjafi forsetaframboðs hans árið 2016. Hann var sakfelldur af kviðdómi fyrir að ógna vitni, ljúga að Bandaríkjaþingi og að hindra framgang réttvísinnar í nóvember.Saksóknarar í máli hans kröfðust sjö til níu ára fangelsisvistar yfir Stone á mánudag. Sú krafa reitti Trump forseta til reiði sem tísti um hversu „hræðileg“ og „ósanngjörn“ meðferðin á vini hans væri í gær.Sjá einnig: Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginuSkömmu síðar tilkynnti dómsmálaráðuneytið um að það ætlaði að milda refsikröfuna yfir Stone.Allir saksóknararnir fjórir sem fóru með málið sögðu sig skyndilega frá því í gærog einn þeirra sagði alfarið af sér. Roger Stone, fyrir miðju.getty/Chip Somodevilla Demókratar á þingi hafa gagnrýnt þessa ákvörðun dómsmálaráðuneytisins harðlega og hafa þeir varað við því að réttarríkinu sé ógnað með þessu inngripi ráðuneytsins. Barr mun mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjanþings þann 31. mars næstkomandi þar sem hann má búast við því að verða spurður spjörunum úr út í málið. Ákvörðunin um að breyta kröfunni um refsingu yfir Stone eftir að hún var lögð fram þykir afar óvanaleg og hefur hún vakið upp háværar umræður um að ráðuneytið, sem á að vera óháð frá öðrum öngum framkvæmdavaldsins, hafi látið stjórnast af pólitískum duttlungum Trump forseta. Talsmaður ráðuneytisins fullyrti í gær að Hvíta húsið hefði ekki haft samband við ráðuneytið á mánudag eða þriðjudag um mál Stone. Ákvörðunin um að krefjast mildari refsingar hafi verið tekin áður en Trump tísti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. 16. nóvember 2019 13:37 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. Roger Stone, sem hefur verið innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum um áratugaskeið, er vinur Trump forseta og var óformlegur ráðgjafi forsetaframboðs hans árið 2016. Hann var sakfelldur af kviðdómi fyrir að ógna vitni, ljúga að Bandaríkjaþingi og að hindra framgang réttvísinnar í nóvember.Saksóknarar í máli hans kröfðust sjö til níu ára fangelsisvistar yfir Stone á mánudag. Sú krafa reitti Trump forseta til reiði sem tísti um hversu „hræðileg“ og „ósanngjörn“ meðferðin á vini hans væri í gær.Sjá einnig: Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginuSkömmu síðar tilkynnti dómsmálaráðuneytið um að það ætlaði að milda refsikröfuna yfir Stone.Allir saksóknararnir fjórir sem fóru með málið sögðu sig skyndilega frá því í gærog einn þeirra sagði alfarið af sér. Roger Stone, fyrir miðju.getty/Chip Somodevilla Demókratar á þingi hafa gagnrýnt þessa ákvörðun dómsmálaráðuneytisins harðlega og hafa þeir varað við því að réttarríkinu sé ógnað með þessu inngripi ráðuneytsins. Barr mun mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjanþings þann 31. mars næstkomandi þar sem hann má búast við því að verða spurður spjörunum úr út í málið. Ákvörðunin um að breyta kröfunni um refsingu yfir Stone eftir að hún var lögð fram þykir afar óvanaleg og hefur hún vakið upp háværar umræður um að ráðuneytið, sem á að vera óháð frá öðrum öngum framkvæmdavaldsins, hafi látið stjórnast af pólitískum duttlungum Trump forseta. Talsmaður ráðuneytisins fullyrti í gær að Hvíta húsið hefði ekki haft samband við ráðuneytið á mánudag eða þriðjudag um mál Stone. Ákvörðunin um að krefjast mildari refsingar hafi verið tekin áður en Trump tísti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. 16. nóvember 2019 13:37 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. 16. nóvember 2019 13:37
Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56