Vonast til að finna lækningu við sjóveiki með nýjum hermi Birgir Olgeirsson skrifar 11. febrúar 2020 21:00 Hannes Petersen, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðumaður líffræðideildar við Læknadeild. Stöð 2 Vísindamenn vonast til að finna lækningu við sjóveiki með tilkomu nýs hermis sem tekinn var formlega í notkun í HR í dag. Um er að ræða samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Þeir sem fara í herminn eru tengdir sýndaveruleikabúnaði og standa á hreyfanlegu undirlagi sem getur hermt eftir miklum ólgusjó. Hermirinn var til sýnis í Háskólanum í Reykjavík þar sem reynt var að gera tilraunadýr sjóveikt. Fórnarlambið var Gunnar Hákon Karlsson, meistaranemi í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík. „Mér líður þokkalega bara,“ sagði Gunnar nýstiginn úr herminum. „Þetta kemur manni heldur betur úr jafnvægi. Ég verð þurr í munninum og heitt í andlitinu. Mér verður sjaldan óglatt þegar ég er úti á sjó,“ segir Gunnar. Hann hafði áður prófað herminn en aldrei orðið óglatt. En tilfinningin var furðuleg. Gunnar var það öruggur með sig að hann hefði ekki einu sinni fötu meðferðis ef til þess kæmi að hann þyrfti að kasta upp. Hann er hins vegar tilbúinn að kasta upp í þágu vísindanna. Hannes Petersen, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðumaður líffræðideildar við Læknadeild, er frumkvöðull í rannsóknum á hreyfiveiki. Þegar Hannes er spurður hvers vegna einhver ætti að vilja að fara í hermi til að verða sjóveikur er hann snöggur til svara. „Segjum svo að þú værir sjómaður og værir búinn að vera heima hjá þér í fjórar vikur og værir að fara aðrar fjórar vikur á sjó, það gæti vel verið að þú myndir vilja þjálfa þig áður og vera í stakk búinn að takast á við ölduganginn sem þú veist að bíður þín þegar þú ferð um borð í skipið. Eitt af því sem við vonumst til að geta notað herminn í er að forhæfa sjómenn jafnvel í því að verða sjóaðir áður en þeir fara á sjó. Svo líka að læra að skilja þetta flókna fyrirbæri sem sjóveiki og hreyfiveiki er,“ segir Hannes. Hann segir vonast til að hermirinn nýtist til að finna lækningu við sjó- og hreyfiveiki. „Hugsanlega má finna út hvaða hreyfingar það eru sem eru helst þess eðlis að kalla fram hreyfiveiki og þá mætti reyna að hanna þær úr skipum. Það eru endalausir möguleikar til að nota svona hermi í að átta sig á fyrirbæri og leita leiða til að leysa það.“ Hannes segir alla verða sjóveika. „Ég hef gert rannsóknir á sjómönnum og einmitt spurt þá að þessu. Þeir setja slána gjarnan við að það að æla, sem sagt að þú sér ekki sjóveikur fyrr en þú kasta upp. En þeir eru að sýna líffræðileg einkenni sjóveiki þó svo þeir kasti ekki upp endilega,“ segir Hannes. Gunnar Hákon Karlsson, meistaranemi í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík, prófar herminn í dag.Stöð 2 Hann segir hönnun nýrra skipa hafa að einhverju leyti minnkað sjóveiki síðustu ár. „Þessir nýju togarar með perustefnuna kljúfa ölduna betur þannig að sjómenn um borð í þessum skipum verða síður sjóveikir.“ Fyrstu rannsókninni sem nýta mun tæknibúnaðinn var einnig hleypt af stokkunum í dag. Fjörutíu heilbrigðir einstaklingar munu taka þátt í henni. Könnuð verða áhrif mismunandi hreyfingar og hvaða hreyfigerð og styrkur framkallar kröftugustu einkenni hreyfiveiki. Áhrifin verða metin út frá niðurstöðum spurningalista og mælinga á lífeðlisfræðilegum þáttum. Hreyfiveiki felst í nokkuð algengum einkennum sem fylgja því að ferðast um í farartæki. Sjóveiki og bílveiki eru þekktastar enda eru áhrif þeirra mjög afgerandi. Með tilkomu nýrrar tækni hafa komið fram nýjar gerðir hreyfiveiki, svo sem við notkun sýndarveruleika, við tölvuleikjaspilun og þegar einstaklingar eru þjálfaðir í hermiumhverfi fyrir t.d. flugvélar og skip. Þar er samnefnarinn sá að einstaklingurinn er hreyfingarlaus meðan sjónsviðið er kvikt. Helsta kenningin sem notuð hefur verið til að skýra hreyfiveiki er skynárekstrakenningin, þ.e. að sú skynjun sem leggur grunn að kerfi stöðustjórnunar passi ekki við hreyfingar einstaklingsins sem upplifir hreyfingu. Þegar hreyfiveiki gerir vart við sig ræsast aðlögunarferlar í viðtökum stöðustjórnunar og í miðtaugakerfi, til að tryggja færni í hinu óblíða hreyfiríka umhverfi. Að þekkja og skilja þessa aðlögunarferla er lykillinn að meðhöndlun hreyfiveiki. Heilsa Sjávarútvegur Tækni Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Vísindamenn vonast til að finna lækningu við sjóveiki með tilkomu nýs hermis sem tekinn var formlega í notkun í HR í dag. Um er að ræða samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Þeir sem fara í herminn eru tengdir sýndaveruleikabúnaði og standa á hreyfanlegu undirlagi sem getur hermt eftir miklum ólgusjó. Hermirinn var til sýnis í Háskólanum í Reykjavík þar sem reynt var að gera tilraunadýr sjóveikt. Fórnarlambið var Gunnar Hákon Karlsson, meistaranemi í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík. „Mér líður þokkalega bara,“ sagði Gunnar nýstiginn úr herminum. „Þetta kemur manni heldur betur úr jafnvægi. Ég verð þurr í munninum og heitt í andlitinu. Mér verður sjaldan óglatt þegar ég er úti á sjó,“ segir Gunnar. Hann hafði áður prófað herminn en aldrei orðið óglatt. En tilfinningin var furðuleg. Gunnar var það öruggur með sig að hann hefði ekki einu sinni fötu meðferðis ef til þess kæmi að hann þyrfti að kasta upp. Hann er hins vegar tilbúinn að kasta upp í þágu vísindanna. Hannes Petersen, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðumaður líffræðideildar við Læknadeild, er frumkvöðull í rannsóknum á hreyfiveiki. Þegar Hannes er spurður hvers vegna einhver ætti að vilja að fara í hermi til að verða sjóveikur er hann snöggur til svara. „Segjum svo að þú værir sjómaður og værir búinn að vera heima hjá þér í fjórar vikur og værir að fara aðrar fjórar vikur á sjó, það gæti vel verið að þú myndir vilja þjálfa þig áður og vera í stakk búinn að takast á við ölduganginn sem þú veist að bíður þín þegar þú ferð um borð í skipið. Eitt af því sem við vonumst til að geta notað herminn í er að forhæfa sjómenn jafnvel í því að verða sjóaðir áður en þeir fara á sjó. Svo líka að læra að skilja þetta flókna fyrirbæri sem sjóveiki og hreyfiveiki er,“ segir Hannes. Hann segir vonast til að hermirinn nýtist til að finna lækningu við sjó- og hreyfiveiki. „Hugsanlega má finna út hvaða hreyfingar það eru sem eru helst þess eðlis að kalla fram hreyfiveiki og þá mætti reyna að hanna þær úr skipum. Það eru endalausir möguleikar til að nota svona hermi í að átta sig á fyrirbæri og leita leiða til að leysa það.“ Hannes segir alla verða sjóveika. „Ég hef gert rannsóknir á sjómönnum og einmitt spurt þá að þessu. Þeir setja slána gjarnan við að það að æla, sem sagt að þú sér ekki sjóveikur fyrr en þú kasta upp. En þeir eru að sýna líffræðileg einkenni sjóveiki þó svo þeir kasti ekki upp endilega,“ segir Hannes. Gunnar Hákon Karlsson, meistaranemi í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík, prófar herminn í dag.Stöð 2 Hann segir hönnun nýrra skipa hafa að einhverju leyti minnkað sjóveiki síðustu ár. „Þessir nýju togarar með perustefnuna kljúfa ölduna betur þannig að sjómenn um borð í þessum skipum verða síður sjóveikir.“ Fyrstu rannsókninni sem nýta mun tæknibúnaðinn var einnig hleypt af stokkunum í dag. Fjörutíu heilbrigðir einstaklingar munu taka þátt í henni. Könnuð verða áhrif mismunandi hreyfingar og hvaða hreyfigerð og styrkur framkallar kröftugustu einkenni hreyfiveiki. Áhrifin verða metin út frá niðurstöðum spurningalista og mælinga á lífeðlisfræðilegum þáttum. Hreyfiveiki felst í nokkuð algengum einkennum sem fylgja því að ferðast um í farartæki. Sjóveiki og bílveiki eru þekktastar enda eru áhrif þeirra mjög afgerandi. Með tilkomu nýrrar tækni hafa komið fram nýjar gerðir hreyfiveiki, svo sem við notkun sýndarveruleika, við tölvuleikjaspilun og þegar einstaklingar eru þjálfaðir í hermiumhverfi fyrir t.d. flugvélar og skip. Þar er samnefnarinn sá að einstaklingurinn er hreyfingarlaus meðan sjónsviðið er kvikt. Helsta kenningin sem notuð hefur verið til að skýra hreyfiveiki er skynárekstrakenningin, þ.e. að sú skynjun sem leggur grunn að kerfi stöðustjórnunar passi ekki við hreyfingar einstaklingsins sem upplifir hreyfingu. Þegar hreyfiveiki gerir vart við sig ræsast aðlögunarferlar í viðtökum stöðustjórnunar og í miðtaugakerfi, til að tryggja færni í hinu óblíða hreyfiríka umhverfi. Að þekkja og skilja þessa aðlögunarferla er lykillinn að meðhöndlun hreyfiveiki.
Heilsa Sjávarútvegur Tækni Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira