Löggjafinn og Skatturinn ganga af foreldrastarfi dauðu Bryndís Jónsdóttir og Sigríður Björk Einarsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 08:30 Á síðustu dögum hefur síminn ekki stoppað hjá þjónustuskrifstofu Heimilis og skóla, Landssamtaka foreldra og SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík vegna tilmæla Skattsins um að skrá raunverulega eigendur allra fyrirtækja. Foreldrafélög eins og mörg önnur félagasamtök hafa í raun ekki haft neina hugmynd um að þetta ætti við um félög sem byggja starf sitt á sjálfboðaliðum og eru ekki í atvinnurekstri. Fyrir tilviljun spurðist út í byrjun vikunnar að svo væri en engar tilkynningar eða tölvupóstar bárust félögunum formlega um þetta. Misvísandi svör Erfitt hefur reynst að fá skilmerkileg svör frá RSK um hvað það felur í sér að skrá einstakling sem „eiganda foreldrafélags“. Miðað við þann þunga sem er í tilmælum um að ljúka skráningu fyrir helgi má ætla að skráningunni fylgi einhvers konar ábyrgð en það hefur þó ekki verið gefið upp. Upplýsingagjöf hefur í raun ekki verið nein og svör við spurningum óskýr og loðin. Margir úr okkar röðum hafa sett sig í samband við Skattinn og beðið um upplýsingar t.d. varðandi kostnað vegna skráningarinnar og endurnýjana á skráningum, ábyrgð einstaklinganna sem skráðir verða, hvort þettar „eignarhald“ muni birtast á skattaskýrslum, hvað á að gera ef einstaklingur getur ekki afskráð sig ef félagið verður óvirkt um tíma og enginn annar tekur við ábyrgðinni. Ýmislegt fleira hefur komið upp en svörin frá Skattinum eru jafn misjöfn og þau eru mörg og erfitt að vita hver þeirra eru rétt. Margir formenn foreldrafélaga eru uggandi, hafa áhyggjur af því að þessi skráning muni koma aftan að þeim og treysta því ekki að skráningin hafi ekki afleiðingar fyrir þá persónulega. Hver á foreldrafélög? Foreldrafélög eru lögbundin og skólastjórar eru ábyrgir fyrir stofnun þeirra. Allir foreldrar barna í viðkomandi skóla eru sjálfkrafa félagar. Hverjir geta í raun og veru „átt“ foreldrafélag? Í lögunum kemur fram að stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga séu undanþegin þessari skráningu. Eðlilegt væri að foreldra- og nemendafélög leik- og grunn- og framhaldsskóla væru einnig undanþegin enda eru þau stofnuð við tiltekna skóla, eiga lögheimili og verða ekki aðskilin þeim skólum. Þau eru eign skólasamfélagsins ekki tiltekinna einstaklinga sem bera ábyrgð á að leiða mikilvægt foreldra- og forvarnarstarf hverju sinni. Íþyngjandi fyrir sjálfboðaliða Ætlar Skatturinn virkilega að ganga svo hart fram gegn samtökum og félögum sem vinna í sjálfboðastarfi að almannahagsmunum að á þau verði lagðar dagsektir um leið og frestur rennur út á næsta sunnudag? Þessi gjörningur snertir tæplega fimm hundruð foreldrafélög í leik-, grunn- og framhaldsskólum um allt land. Er ætlast til þess að foreldrar sem buðu sig fram til að vinna í sjálfboðavinnu að því að efla samstarf heimilis og skóla taki á sig ábyrgð og vinnu við að skrá sig sem eigendur félags hjá skattayfirvöldum án útskýringa og undir hótunum um dagsektir sé það ekki gert nú þegar? Að auki vegna skorts á upplýsingagjöf ber þetta mjög brátt að en forsvarsmenn foreldrafélaganna eru almennt í fullri vinnu og eiga margir börn sem sækja ekki skóla vegna verkfalla og tímasetningin því afleit. Við óttumst að þessar kvaðir muni hafa ófyrirséðar afleiðingar á þetta dýrmæta starf og mögulega ganga af foreldrastarfi dauðu. Þetta er ekki það sem fólk bauð sig fram í og þetta er ekki boðlegt. Bryndís er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og Sigríður Björk er framkvæmdastjóri SAMFOK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hefur síminn ekki stoppað hjá þjónustuskrifstofu Heimilis og skóla, Landssamtaka foreldra og SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík vegna tilmæla Skattsins um að skrá raunverulega eigendur allra fyrirtækja. Foreldrafélög eins og mörg önnur félagasamtök hafa í raun ekki haft neina hugmynd um að þetta ætti við um félög sem byggja starf sitt á sjálfboðaliðum og eru ekki í atvinnurekstri. Fyrir tilviljun spurðist út í byrjun vikunnar að svo væri en engar tilkynningar eða tölvupóstar bárust félögunum formlega um þetta. Misvísandi svör Erfitt hefur reynst að fá skilmerkileg svör frá RSK um hvað það felur í sér að skrá einstakling sem „eiganda foreldrafélags“. Miðað við þann þunga sem er í tilmælum um að ljúka skráningu fyrir helgi má ætla að skráningunni fylgi einhvers konar ábyrgð en það hefur þó ekki verið gefið upp. Upplýsingagjöf hefur í raun ekki verið nein og svör við spurningum óskýr og loðin. Margir úr okkar röðum hafa sett sig í samband við Skattinn og beðið um upplýsingar t.d. varðandi kostnað vegna skráningarinnar og endurnýjana á skráningum, ábyrgð einstaklinganna sem skráðir verða, hvort þettar „eignarhald“ muni birtast á skattaskýrslum, hvað á að gera ef einstaklingur getur ekki afskráð sig ef félagið verður óvirkt um tíma og enginn annar tekur við ábyrgðinni. Ýmislegt fleira hefur komið upp en svörin frá Skattinum eru jafn misjöfn og þau eru mörg og erfitt að vita hver þeirra eru rétt. Margir formenn foreldrafélaga eru uggandi, hafa áhyggjur af því að þessi skráning muni koma aftan að þeim og treysta því ekki að skráningin hafi ekki afleiðingar fyrir þá persónulega. Hver á foreldrafélög? Foreldrafélög eru lögbundin og skólastjórar eru ábyrgir fyrir stofnun þeirra. Allir foreldrar barna í viðkomandi skóla eru sjálfkrafa félagar. Hverjir geta í raun og veru „átt“ foreldrafélag? Í lögunum kemur fram að stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga séu undanþegin þessari skráningu. Eðlilegt væri að foreldra- og nemendafélög leik- og grunn- og framhaldsskóla væru einnig undanþegin enda eru þau stofnuð við tiltekna skóla, eiga lögheimili og verða ekki aðskilin þeim skólum. Þau eru eign skólasamfélagsins ekki tiltekinna einstaklinga sem bera ábyrgð á að leiða mikilvægt foreldra- og forvarnarstarf hverju sinni. Íþyngjandi fyrir sjálfboðaliða Ætlar Skatturinn virkilega að ganga svo hart fram gegn samtökum og félögum sem vinna í sjálfboðastarfi að almannahagsmunum að á þau verði lagðar dagsektir um leið og frestur rennur út á næsta sunnudag? Þessi gjörningur snertir tæplega fimm hundruð foreldrafélög í leik-, grunn- og framhaldsskólum um allt land. Er ætlast til þess að foreldrar sem buðu sig fram til að vinna í sjálfboðavinnu að því að efla samstarf heimilis og skóla taki á sig ábyrgð og vinnu við að skrá sig sem eigendur félags hjá skattayfirvöldum án útskýringa og undir hótunum um dagsektir sé það ekki gert nú þegar? Að auki vegna skorts á upplýsingagjöf ber þetta mjög brátt að en forsvarsmenn foreldrafélaganna eru almennt í fullri vinnu og eiga margir börn sem sækja ekki skóla vegna verkfalla og tímasetningin því afleit. Við óttumst að þessar kvaðir muni hafa ófyrirséðar afleiðingar á þetta dýrmæta starf og mögulega ganga af foreldrastarfi dauðu. Þetta er ekki það sem fólk bauð sig fram í og þetta er ekki boðlegt. Bryndís er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og Sigríður Björk er framkvæmdastjóri SAMFOK.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun