„Snýst þetta um að þreyta mannskapinn?“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 13:40 Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Formaður velferðarnefndar veltir fyrir sér hvort það sé réttmætt að aðeins þeim einstaklingi sem sótti dómsmál vegna ólögmætra skerðinga á ellilífeyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun fái greidda dráttarvexti á meðan aðrir sem urðu fyrir sömu skerðingu fá aðeins greidda almenna vexti. Kveikur fjallaði ítarlega um málið nýverið en það var til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis í gær. Sigríður Sæland, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, höfðaði mál til að fá skerðingunum hnekkt og komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu ætti hún auk leiðréttra greiðslna rétt á að fá greidda dráttarvexti. „Því var ekki mótmælt af ríkinu á sínum tíma í dómsmálinu og við vildum spyrja hvers vegna og á hvaða forsendum Tryggingastofnun velur að greiða almenna vexti en ekki dráttarvexti til handa öllum þeim þúsundum sem fá endurgreiðsluna,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Á fund nefndarinnar komu fulltrúar frá Tryggingastofnun og félagsmálaráðuneytinu en ákvörðun um greiðslu almennra vaxta til allra þeirra þúsunda ellilífeyrisþega var tekin á fundi í júlí í fyrra af þessum tveimur stofnunum. Helga Vala segir Tryggingastofnun og ráðuneytið vísa í lög um almannatryggingar þar sem segi að við endurgreiðslu skuli miða við almenna vexti. „Það var alveg ljóst að nefndarfólk var greinilega svona ekki algjörlega sammála endilega túlkun þeirra en við erum svo sem ekki búin að úttala okkur um þetta mál, hvort að við fáum fleiri gesti,“ segir Helga Vala. Ekki hafi náðst að ljúka umræðu um málið á fundi nefndarinnar í gær. Spyr hvort eig að þreyta mannskapinn „Allt þetta fólk sem er að fá þessar endurgreiðslur það auðvitað byggir sinn rétt á niðurstöðu dómsins. Þá þarf maður að velta fyrir sér hvort að það sé réttmætt,“ segir Helga Vala. Það liggi fyrir einhverjir aðilar ætli að taka málið lengra og leita réttar síns. „En við spurðum þá líka, snýst þetta um að þreyta mannskapinn? Láta þau þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómi, einhverja nokkra þúsundkalla og svo framvegis. En það er auðvitað kannski ekki það sem stjórnvöld eiga að vera að gera, heldur að leiðbeina og tryggja að rétt sé með farið,“ segir Helga Vala. Málinu var vísað til úrskurðarnefndar velferðarmála sem beindi því til félagsmálaráðuneytisins þar sem það er nú til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var inntur eftir svörum á Alþingi í síðustu viku um það hvers vegna ákveðið var að greiða ekki öllum dráttarvexti. Hann kvaðst ekki telja viðeigandi að hann myndi tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar í ráðuneytinu. Alþingi Dómsmál Eldri borgarar Félagsmál Tryggingar Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Formaður velferðarnefndar veltir fyrir sér hvort það sé réttmætt að aðeins þeim einstaklingi sem sótti dómsmál vegna ólögmætra skerðinga á ellilífeyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun fái greidda dráttarvexti á meðan aðrir sem urðu fyrir sömu skerðingu fá aðeins greidda almenna vexti. Kveikur fjallaði ítarlega um málið nýverið en það var til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis í gær. Sigríður Sæland, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, höfðaði mál til að fá skerðingunum hnekkt og komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu ætti hún auk leiðréttra greiðslna rétt á að fá greidda dráttarvexti. „Því var ekki mótmælt af ríkinu á sínum tíma í dómsmálinu og við vildum spyrja hvers vegna og á hvaða forsendum Tryggingastofnun velur að greiða almenna vexti en ekki dráttarvexti til handa öllum þeim þúsundum sem fá endurgreiðsluna,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Á fund nefndarinnar komu fulltrúar frá Tryggingastofnun og félagsmálaráðuneytinu en ákvörðun um greiðslu almennra vaxta til allra þeirra þúsunda ellilífeyrisþega var tekin á fundi í júlí í fyrra af þessum tveimur stofnunum. Helga Vala segir Tryggingastofnun og ráðuneytið vísa í lög um almannatryggingar þar sem segi að við endurgreiðslu skuli miða við almenna vexti. „Það var alveg ljóst að nefndarfólk var greinilega svona ekki algjörlega sammála endilega túlkun þeirra en við erum svo sem ekki búin að úttala okkur um þetta mál, hvort að við fáum fleiri gesti,“ segir Helga Vala. Ekki hafi náðst að ljúka umræðu um málið á fundi nefndarinnar í gær. Spyr hvort eig að þreyta mannskapinn „Allt þetta fólk sem er að fá þessar endurgreiðslur það auðvitað byggir sinn rétt á niðurstöðu dómsins. Þá þarf maður að velta fyrir sér hvort að það sé réttmætt,“ segir Helga Vala. Það liggi fyrir einhverjir aðilar ætli að taka málið lengra og leita réttar síns. „En við spurðum þá líka, snýst þetta um að þreyta mannskapinn? Láta þau þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómi, einhverja nokkra þúsundkalla og svo framvegis. En það er auðvitað kannski ekki það sem stjórnvöld eiga að vera að gera, heldur að leiðbeina og tryggja að rétt sé með farið,“ segir Helga Vala. Málinu var vísað til úrskurðarnefndar velferðarmála sem beindi því til félagsmálaráðuneytisins þar sem það er nú til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var inntur eftir svörum á Alþingi í síðustu viku um það hvers vegna ákveðið var að greiða ekki öllum dráttarvexti. Hann kvaðst ekki telja viðeigandi að hann myndi tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar í ráðuneytinu.
Alþingi Dómsmál Eldri borgarar Félagsmál Tryggingar Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira