„Snýst þetta um að þreyta mannskapinn?“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 13:40 Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Formaður velferðarnefndar veltir fyrir sér hvort það sé réttmætt að aðeins þeim einstaklingi sem sótti dómsmál vegna ólögmætra skerðinga á ellilífeyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun fái greidda dráttarvexti á meðan aðrir sem urðu fyrir sömu skerðingu fá aðeins greidda almenna vexti. Kveikur fjallaði ítarlega um málið nýverið en það var til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis í gær. Sigríður Sæland, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, höfðaði mál til að fá skerðingunum hnekkt og komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu ætti hún auk leiðréttra greiðslna rétt á að fá greidda dráttarvexti. „Því var ekki mótmælt af ríkinu á sínum tíma í dómsmálinu og við vildum spyrja hvers vegna og á hvaða forsendum Tryggingastofnun velur að greiða almenna vexti en ekki dráttarvexti til handa öllum þeim þúsundum sem fá endurgreiðsluna,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Á fund nefndarinnar komu fulltrúar frá Tryggingastofnun og félagsmálaráðuneytinu en ákvörðun um greiðslu almennra vaxta til allra þeirra þúsunda ellilífeyrisþega var tekin á fundi í júlí í fyrra af þessum tveimur stofnunum. Helga Vala segir Tryggingastofnun og ráðuneytið vísa í lög um almannatryggingar þar sem segi að við endurgreiðslu skuli miða við almenna vexti. „Það var alveg ljóst að nefndarfólk var greinilega svona ekki algjörlega sammála endilega túlkun þeirra en við erum svo sem ekki búin að úttala okkur um þetta mál, hvort að við fáum fleiri gesti,“ segir Helga Vala. Ekki hafi náðst að ljúka umræðu um málið á fundi nefndarinnar í gær. Spyr hvort eig að þreyta mannskapinn „Allt þetta fólk sem er að fá þessar endurgreiðslur það auðvitað byggir sinn rétt á niðurstöðu dómsins. Þá þarf maður að velta fyrir sér hvort að það sé réttmætt,“ segir Helga Vala. Það liggi fyrir einhverjir aðilar ætli að taka málið lengra og leita réttar síns. „En við spurðum þá líka, snýst þetta um að þreyta mannskapinn? Láta þau þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómi, einhverja nokkra þúsundkalla og svo framvegis. En það er auðvitað kannski ekki það sem stjórnvöld eiga að vera að gera, heldur að leiðbeina og tryggja að rétt sé með farið,“ segir Helga Vala. Málinu var vísað til úrskurðarnefndar velferðarmála sem beindi því til félagsmálaráðuneytisins þar sem það er nú til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var inntur eftir svörum á Alþingi í síðustu viku um það hvers vegna ákveðið var að greiða ekki öllum dráttarvexti. Hann kvaðst ekki telja viðeigandi að hann myndi tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar í ráðuneytinu. Alþingi Dómsmál Eldri borgarar Félagsmál Tryggingar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Formaður velferðarnefndar veltir fyrir sér hvort það sé réttmætt að aðeins þeim einstaklingi sem sótti dómsmál vegna ólögmætra skerðinga á ellilífeyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun fái greidda dráttarvexti á meðan aðrir sem urðu fyrir sömu skerðingu fá aðeins greidda almenna vexti. Kveikur fjallaði ítarlega um málið nýverið en það var til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis í gær. Sigríður Sæland, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, höfðaði mál til að fá skerðingunum hnekkt og komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu ætti hún auk leiðréttra greiðslna rétt á að fá greidda dráttarvexti. „Því var ekki mótmælt af ríkinu á sínum tíma í dómsmálinu og við vildum spyrja hvers vegna og á hvaða forsendum Tryggingastofnun velur að greiða almenna vexti en ekki dráttarvexti til handa öllum þeim þúsundum sem fá endurgreiðsluna,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Á fund nefndarinnar komu fulltrúar frá Tryggingastofnun og félagsmálaráðuneytinu en ákvörðun um greiðslu almennra vaxta til allra þeirra þúsunda ellilífeyrisþega var tekin á fundi í júlí í fyrra af þessum tveimur stofnunum. Helga Vala segir Tryggingastofnun og ráðuneytið vísa í lög um almannatryggingar þar sem segi að við endurgreiðslu skuli miða við almenna vexti. „Það var alveg ljóst að nefndarfólk var greinilega svona ekki algjörlega sammála endilega túlkun þeirra en við erum svo sem ekki búin að úttala okkur um þetta mál, hvort að við fáum fleiri gesti,“ segir Helga Vala. Ekki hafi náðst að ljúka umræðu um málið á fundi nefndarinnar í gær. Spyr hvort eig að þreyta mannskapinn „Allt þetta fólk sem er að fá þessar endurgreiðslur það auðvitað byggir sinn rétt á niðurstöðu dómsins. Þá þarf maður að velta fyrir sér hvort að það sé réttmætt,“ segir Helga Vala. Það liggi fyrir einhverjir aðilar ætli að taka málið lengra og leita réttar síns. „En við spurðum þá líka, snýst þetta um að þreyta mannskapinn? Láta þau þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómi, einhverja nokkra þúsundkalla og svo framvegis. En það er auðvitað kannski ekki það sem stjórnvöld eiga að vera að gera, heldur að leiðbeina og tryggja að rétt sé með farið,“ segir Helga Vala. Málinu var vísað til úrskurðarnefndar velferðarmála sem beindi því til félagsmálaráðuneytisins þar sem það er nú til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var inntur eftir svörum á Alþingi í síðustu viku um það hvers vegna ákveðið var að greiða ekki öllum dráttarvexti. Hann kvaðst ekki telja viðeigandi að hann myndi tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar í ráðuneytinu.
Alþingi Dómsmál Eldri borgarar Félagsmál Tryggingar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira