Að tala við tækin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 08:00 Með aukinni tæknivæðingu heimsins verður daglegt líf okkar mannfólksins bæði einfaldara og flóknara á sama tíma. Daglegt amstur hefur einfaldast töluvert en á sama tíma stöndum við frammi fyrir flóknum úrlausnarefnum. Eitt af þeim er hvernig við munum standa vörð um íslenska tungu í stafrænum heimi. Tungumál eru jú eitt það mikilvægasta og persónulegasta sem við höfum. Það er hverri manneskju nauðsynlegt að geta tjáð sig og vera skilinn. Svörin við því hvernig við stöndum vörð um tungumálið okkar í breyttum heimi eru mörg og misjöfn. Til dæmis var á dögunum umræða í þinginu um stafræna endurgerð íslensks prentmál eftir að Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, hafði frumkvæði að þingmáli þess efnis. Þannig mætti auka aðgengi að menningararfi þjóðarinnar á stafrænu formi, en að koma íslenskum ritverkum á stafrænt form er þó bara eitt af því sem þarf að hafa í huga. Í dag er til dæmis víðast hvar sjálfsagður hlutur að geta talað við tækin. Allt frá því að geta kveikt eða slökkt á kaffivélinni á morgnanna í að geta beðið um leiðbeiningar að tilteknum ferðamannastað á ferð um ókunnug lönd og jafnvel verslað á netinu. Svona framfarir eru spennandi og leiða af sér ýmsa möguleika til að létta okkur lífið og mér finnst nokkuð ólíklegt að slíkri tækni muni fara hnignandi næstu árin. Þvert á móti held ég að hún muni verða sífellt meira áberandi og öðlast meira notagildi í hversdagslegu lífi okkar meðfram því að tæknin verði þróaðri og fjölbreyttari. Gjaldgeng í hinum stafræna heimi Að mínu mati undirstrikar þessi þróun mikilvægi þess að gera íslenska tungu gjaldgenga í hinum stafræna heimi. Að við getum talað við tækin á okkar móðurmáli og þau skilið okkur. Ég er nefnilega ansi hrædd um að ef við getum ekki notað íslenskuna í okkar daglega lífi í samskiptum okkar við tækin að þá séum við að takmarka notagildi íslenskunnar að því marki að það gæti haft gríðarleg áhrif á framtíðarhorfur hennar. Í mínum huga væri það nánast jafn mikil takmörkun og að geta ekki skrifað á íslensku í tölvunum okkar eða framkvæmt einfalda leit á veraldarvefnum á íslensku. Því er mikilvægt að benda á verkefni eins og Samróm, sem er einmitt ætlað að styrkja stöðu íslenskunnar í hinum stafræna heimi með því að taka upp og safna hljóðupptökum á íslensku. Svo má líka nefna framtak eins og Stafrænt Ísland sem er meðal annars ætlað að byggja upp og efla stafræna innviði við opinbera þjónustu. Íslenska er örmál í hinum stóra heimi en hún er jafnframt merkilegur menningararfur og því er nauðsynlegt að við hlúum að tungumálinu á öllum sviðum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Íslenska á tækniöld Tækni Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Með aukinni tæknivæðingu heimsins verður daglegt líf okkar mannfólksins bæði einfaldara og flóknara á sama tíma. Daglegt amstur hefur einfaldast töluvert en á sama tíma stöndum við frammi fyrir flóknum úrlausnarefnum. Eitt af þeim er hvernig við munum standa vörð um íslenska tungu í stafrænum heimi. Tungumál eru jú eitt það mikilvægasta og persónulegasta sem við höfum. Það er hverri manneskju nauðsynlegt að geta tjáð sig og vera skilinn. Svörin við því hvernig við stöndum vörð um tungumálið okkar í breyttum heimi eru mörg og misjöfn. Til dæmis var á dögunum umræða í þinginu um stafræna endurgerð íslensks prentmál eftir að Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, hafði frumkvæði að þingmáli þess efnis. Þannig mætti auka aðgengi að menningararfi þjóðarinnar á stafrænu formi, en að koma íslenskum ritverkum á stafrænt form er þó bara eitt af því sem þarf að hafa í huga. Í dag er til dæmis víðast hvar sjálfsagður hlutur að geta talað við tækin. Allt frá því að geta kveikt eða slökkt á kaffivélinni á morgnanna í að geta beðið um leiðbeiningar að tilteknum ferðamannastað á ferð um ókunnug lönd og jafnvel verslað á netinu. Svona framfarir eru spennandi og leiða af sér ýmsa möguleika til að létta okkur lífið og mér finnst nokkuð ólíklegt að slíkri tækni muni fara hnignandi næstu árin. Þvert á móti held ég að hún muni verða sífellt meira áberandi og öðlast meira notagildi í hversdagslegu lífi okkar meðfram því að tæknin verði þróaðri og fjölbreyttari. Gjaldgeng í hinum stafræna heimi Að mínu mati undirstrikar þessi þróun mikilvægi þess að gera íslenska tungu gjaldgenga í hinum stafræna heimi. Að við getum talað við tækin á okkar móðurmáli og þau skilið okkur. Ég er nefnilega ansi hrædd um að ef við getum ekki notað íslenskuna í okkar daglega lífi í samskiptum okkar við tækin að þá séum við að takmarka notagildi íslenskunnar að því marki að það gæti haft gríðarleg áhrif á framtíðarhorfur hennar. Í mínum huga væri það nánast jafn mikil takmörkun og að geta ekki skrifað á íslensku í tölvunum okkar eða framkvæmt einfalda leit á veraldarvefnum á íslensku. Því er mikilvægt að benda á verkefni eins og Samróm, sem er einmitt ætlað að styrkja stöðu íslenskunnar í hinum stafræna heimi með því að taka upp og safna hljóðupptökum á íslensku. Svo má líka nefna framtak eins og Stafrænt Ísland sem er meðal annars ætlað að byggja upp og efla stafræna innviði við opinbera þjónustu. Íslenska er örmál í hinum stóra heimi en hún er jafnframt merkilegur menningararfur og því er nauðsynlegt að við hlúum að tungumálinu á öllum sviðum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun