Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 11:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. Það gerði forsetinn vegna þess að það fólk sem aðhyllist Qanon „líkar vel við mig,“ eins og hann orðaði það á blaðamannafundi í gær. Í stuttu máli sagt, þá snýst þessi hreyfing um það að Trump sé að há leynilega baráttu gegn neti djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórna heiminum á bakvið tjöldin og neyta blóðs barna til að halda sér ungir. Þar að auki fylgja hreyfingunni aðrar innihaldslausar samsæriskenningar um skotárásir, bóluefni, að bylgjur frá 5G sendum valdi Covid-19 og ýmislegt annað. Stuðningsmenn hreyfingarinnar hafa framið ofbeldi í Bandaríkjunum. Hreyfingin hefur verið að auka umsvif sín í Bandaríkjunum og til að mynda eru þó nokkrir stuðningsmenn hennar að bjóða sig fram til þings. Af þeim er Marjorie Taylor Greene líklegast sú eina sem mun ná á þing en hún vann nýverið forval Repúblikanaflokksins í kjördæmi sínu í Georgíu. Hún hefur ítrekað lýst stuðningi sínum við Qanon auk þess sem hún hefur einnig ítrekað send frá sér rasískar færslur á samfélagsmiðlum. Trump lýsti henni á Twitter sem rísandi stjörnu Repúblikanaflokksins. Congratulations to future Republican Star Marjorie Taylor Greene on a big Congressional primary win in Georgia against a very tough and smart opponent. Marjorie is strong on everything and never gives up - a real WINNER!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2020 Trump var spurður út í hreyfinguna á blaðamannafundi í gær þar sagðist hann ekki vita mikið um hana, annað en það að meðlimum hennar væri vel við hann. Það kynni hann að meta. Hann sagðist einnig hafa heyrt af auknum vinsældum Qanon og sagði að fólk þetta elskaði Bandaríkin. Hann væri að berjast gegn því að vinstri sinnuð öfl rústuðu Bandaríkjunum og í kjölfarið heiminum öllum. Þegar blaðamaður kynnti helstu áherslur Qanon fyrir Trump sagði hann: „Á það að vera gott eða slæmt?“ Starfsmenn Facebook fjarlægðu nýverið 790 hópa af samfélagsmiðlinum sem snúa að Qanon. Einnig var gripið til aðgerða gegn fjölmörgum síðum og aðilum á Facebook og Instagram. Til sambærilegra aðgerða hefur verið gripið á Youtube, Twitter, Reddit og öðrum miðlum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. Það gerði forsetinn vegna þess að það fólk sem aðhyllist Qanon „líkar vel við mig,“ eins og hann orðaði það á blaðamannafundi í gær. Í stuttu máli sagt, þá snýst þessi hreyfing um það að Trump sé að há leynilega baráttu gegn neti djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórna heiminum á bakvið tjöldin og neyta blóðs barna til að halda sér ungir. Þar að auki fylgja hreyfingunni aðrar innihaldslausar samsæriskenningar um skotárásir, bóluefni, að bylgjur frá 5G sendum valdi Covid-19 og ýmislegt annað. Stuðningsmenn hreyfingarinnar hafa framið ofbeldi í Bandaríkjunum. Hreyfingin hefur verið að auka umsvif sín í Bandaríkjunum og til að mynda eru þó nokkrir stuðningsmenn hennar að bjóða sig fram til þings. Af þeim er Marjorie Taylor Greene líklegast sú eina sem mun ná á þing en hún vann nýverið forval Repúblikanaflokksins í kjördæmi sínu í Georgíu. Hún hefur ítrekað lýst stuðningi sínum við Qanon auk þess sem hún hefur einnig ítrekað send frá sér rasískar færslur á samfélagsmiðlum. Trump lýsti henni á Twitter sem rísandi stjörnu Repúblikanaflokksins. Congratulations to future Republican Star Marjorie Taylor Greene on a big Congressional primary win in Georgia against a very tough and smart opponent. Marjorie is strong on everything and never gives up - a real WINNER!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2020 Trump var spurður út í hreyfinguna á blaðamannafundi í gær þar sagðist hann ekki vita mikið um hana, annað en það að meðlimum hennar væri vel við hann. Það kynni hann að meta. Hann sagðist einnig hafa heyrt af auknum vinsældum Qanon og sagði að fólk þetta elskaði Bandaríkin. Hann væri að berjast gegn því að vinstri sinnuð öfl rústuðu Bandaríkjunum og í kjölfarið heiminum öllum. Þegar blaðamaður kynnti helstu áherslur Qanon fyrir Trump sagði hann: „Á það að vera gott eða slæmt?“ Starfsmenn Facebook fjarlægðu nýverið 790 hópa af samfélagsmiðlinum sem snúa að Qanon. Einnig var gripið til aðgerða gegn fjölmörgum síðum og aðilum á Facebook og Instagram. Til sambærilegra aðgerða hefur verið gripið á Youtube, Twitter, Reddit og öðrum miðlum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59