Biður hæstarétt að leyfa sér að blokka að vild á Twitter Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. ágúst 2020 19:28 Trump vill fá að loka á fólk á Twitter. AP/Patrick Semansky Donald Trump Bandaríkjaforseti vill fá grænt ljós frá hæstarétti Bandaríkjanna til þess að loka á, eða blokka, andstæðinga sína og andófsmenn á samfélagsmiðlinum Twitter en forsetinn er afar virkur á miðlinum og tístir oft svo tekið er eftir. Blokki Twitter-notandi aðgang annars notanda getur hvorugur skoðað aðgang hins eða séð það sem birtist þar. Alríkisáfrýjunardómstóll í New York komst á síðasta ári að þeirri niðurstöðu að Trump væri óheimilt að loka á fólk á persónulegum Twitter-reikningi sínum. Niðurstaðan var meðal annars rökstudd með því að benda á að forsetinn birti þar daglega hugleiðingar og tilkynningar sem í eðli sínu yrðu að teljast opinberar. Þá var talið að í hvert skipti sem hann lokaði á einhvern sem svaraði tístum hans væri hann að brjóta á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem kveður meðal annars á um að ekki megi setja lög sem skerða tjáningarfrelsi borgaranna. Trump hefur haldið reikningum úti lengur en hann hefur verið forseti. Hann notar þó persónulegan reikning sinn, @realdonaldtrump, í mun meira mæli en opinberan aðgang sinn, @POTUS. Í rökstuðningi með áfrýjun forsetans til hæstaréttar segir meðal annars að aðgangurinn sé persónuleg eign forsetans. Það að banna honum að loka á reikninga eftir eigin höfði væri því svipað því að banna kjörnum fulltrúum að fjarlægja skilti til stuðnings mótframbjóðenda þeirra úr sínum eigin görðum. „Möguleiki forsetans á að nota möguleika Twitter-aðgangs síns, þar á meðal til að loka á fólk, er óháður embætti forsetans.“ Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar er ekki talið líklegt að málið verði tekið fyrir hjá Hæstarétti fyrir forsetakosningarnar í nóvember, þegar Trump freistar þess að verða endurkjörinn í embætti forseta. Þá er heldur ekki ljóst hvort málið verði tekið til efnislegrar meðferðar eða því vísað frá. Donald Trump Bandaríkin Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti vill fá grænt ljós frá hæstarétti Bandaríkjanna til þess að loka á, eða blokka, andstæðinga sína og andófsmenn á samfélagsmiðlinum Twitter en forsetinn er afar virkur á miðlinum og tístir oft svo tekið er eftir. Blokki Twitter-notandi aðgang annars notanda getur hvorugur skoðað aðgang hins eða séð það sem birtist þar. Alríkisáfrýjunardómstóll í New York komst á síðasta ári að þeirri niðurstöðu að Trump væri óheimilt að loka á fólk á persónulegum Twitter-reikningi sínum. Niðurstaðan var meðal annars rökstudd með því að benda á að forsetinn birti þar daglega hugleiðingar og tilkynningar sem í eðli sínu yrðu að teljast opinberar. Þá var talið að í hvert skipti sem hann lokaði á einhvern sem svaraði tístum hans væri hann að brjóta á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem kveður meðal annars á um að ekki megi setja lög sem skerða tjáningarfrelsi borgaranna. Trump hefur haldið reikningum úti lengur en hann hefur verið forseti. Hann notar þó persónulegan reikning sinn, @realdonaldtrump, í mun meira mæli en opinberan aðgang sinn, @POTUS. Í rökstuðningi með áfrýjun forsetans til hæstaréttar segir meðal annars að aðgangurinn sé persónuleg eign forsetans. Það að banna honum að loka á reikninga eftir eigin höfði væri því svipað því að banna kjörnum fulltrúum að fjarlægja skilti til stuðnings mótframbjóðenda þeirra úr sínum eigin görðum. „Möguleiki forsetans á að nota möguleika Twitter-aðgangs síns, þar á meðal til að loka á fólk, er óháður embætti forsetans.“ Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar er ekki talið líklegt að málið verði tekið fyrir hjá Hæstarétti fyrir forsetakosningarnar í nóvember, þegar Trump freistar þess að verða endurkjörinn í embætti forseta. Þá er heldur ekki ljóst hvort málið verði tekið til efnislegrar meðferðar eða því vísað frá.
Donald Trump Bandaríkin Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira