Klettur og Getz gæta þjóðhöfðingja og leita að glæponum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 18:49 Sérsveitarmaður og þjálfari með sprengu-og sporleitarhundanna Klett og Getz sem er nýjasti liðsfélagi sveitarinnar. Vísir/Jóhann K Sprengjuleitar-og sporhundurinn Klettur sem hefur á níu ára ferli sinnt viðamiklum verkefnum eins og öryggisleit vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna hefur nú fengið nýjan samstarfsfélaga. Nýi félaginn kemur frá Noregi og lofar góðu en er ennþá starfsmaður á plani að sögn yfirmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra. Klettur er labrador hundur sem hefur sinnt í verkefnum hjá sérsveitinni í níu ár. Hann starfar með sprengjusérfræðingum sveitarinnar þegar leita þarf að sprengiefnum eða skotvopnum. Klettur þekkir lyktir af 25-30 mismunandi sprengiefnum og efnum til sprengigerðar. Jón Már Jónsson yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra.Vísir/Baldur „Hann vinnur mikið við öryggisleit ef það koma þjóðhöfðingjar til landsins, ef það finnast tortryggilegir pakkar þá er hann fenginn til að skoða hvort þeir séu hættulegir, þá er hann líka þjálfaður til að leita að skotvopnum. Loks nýtist hann í sporleit,“ segir Jón Már Jónsson yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Á síðasta ári var Klettur kallaður út tuttugu og tvisvar sinnum en verkefnum hans hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Sum verkefnin eru mjög viðamikil og má þar nefna öryggisleit í tengslum við heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands á síðasta ári og þegar fundur forsætisráðherra Norðurlandanna hefur farið fram hér á landi. „Við fáum hann einnig í sporleit þegar við leitum af hættulegum brotamönnum. Þá vinnum við bæði með hundinn og hitadróna til að leita. Ef hundurinn rekur slóðina í ákveðna átt þá reynum við að fara með drónann á undan þannig að þetta er samspil,“ segir Jón Már. Hann segir að sérsveitin sé í samstarfi við samskonar sveitir á Norðurlöndum sem séu með hunda í slíkum verkefnum. Oftast séu hundar af labradorkyndi notaðir því þeir séu afar gæfir og þægilegir í umgengni. Klettur og Getz við sprengjuleit.Vísir/Jóhann K Klettur sem er ellefu ára hefur nú fengið eins og hálfs árs gamlan samstarfsfélaga frá Noregi sem nefnist Getz. Þeir félagar voru í þjálfun í dag og leituðu að ammóníum nítrati sem þjálfari hundanna og sérsveitarmaður hafði falið í bíl. Getz gætti þess að þefa uppi hvern krók og kima og það tók hann innan við mínútu að finna efnið. Klettur sýndi líka gamla takta og var eldsnöggur að hafa uppi á efninu. Þeir félagar voru að lokum verðlaunaðir fyrir verkefnið. Dýr Lögreglan Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
Sprengjuleitar-og sporhundurinn Klettur sem hefur á níu ára ferli sinnt viðamiklum verkefnum eins og öryggisleit vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna hefur nú fengið nýjan samstarfsfélaga. Nýi félaginn kemur frá Noregi og lofar góðu en er ennþá starfsmaður á plani að sögn yfirmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra. Klettur er labrador hundur sem hefur sinnt í verkefnum hjá sérsveitinni í níu ár. Hann starfar með sprengjusérfræðingum sveitarinnar þegar leita þarf að sprengiefnum eða skotvopnum. Klettur þekkir lyktir af 25-30 mismunandi sprengiefnum og efnum til sprengigerðar. Jón Már Jónsson yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra.Vísir/Baldur „Hann vinnur mikið við öryggisleit ef það koma þjóðhöfðingjar til landsins, ef það finnast tortryggilegir pakkar þá er hann fenginn til að skoða hvort þeir séu hættulegir, þá er hann líka þjálfaður til að leita að skotvopnum. Loks nýtist hann í sporleit,“ segir Jón Már Jónsson yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Á síðasta ári var Klettur kallaður út tuttugu og tvisvar sinnum en verkefnum hans hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Sum verkefnin eru mjög viðamikil og má þar nefna öryggisleit í tengslum við heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands á síðasta ári og þegar fundur forsætisráðherra Norðurlandanna hefur farið fram hér á landi. „Við fáum hann einnig í sporleit þegar við leitum af hættulegum brotamönnum. Þá vinnum við bæði með hundinn og hitadróna til að leita. Ef hundurinn rekur slóðina í ákveðna átt þá reynum við að fara með drónann á undan þannig að þetta er samspil,“ segir Jón Már. Hann segir að sérsveitin sé í samstarfi við samskonar sveitir á Norðurlöndum sem séu með hunda í slíkum verkefnum. Oftast séu hundar af labradorkyndi notaðir því þeir séu afar gæfir og þægilegir í umgengni. Klettur og Getz við sprengjuleit.Vísir/Jóhann K Klettur sem er ellefu ára hefur nú fengið eins og hálfs árs gamlan samstarfsfélaga frá Noregi sem nefnist Getz. Þeir félagar voru í þjálfun í dag og leituðu að ammóníum nítrati sem þjálfari hundanna og sérsveitarmaður hafði falið í bíl. Getz gætti þess að þefa uppi hvern krók og kima og það tók hann innan við mínútu að finna efnið. Klettur sýndi líka gamla takta og var eldsnöggur að hafa uppi á efninu. Þeir félagar voru að lokum verðlaunaðir fyrir verkefnið.
Dýr Lögreglan Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira