Systir Trump segir ekki hægt að treysta honum Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2020 08:00 „Helvítis tístin og lygarnar. Jeminn,“ sagði systir Trump. „Ég er að tala of frjálslega, en þú veist. Hvernig sögurnar breytast. Skortur á undirbúningi. Lygarnar. Andskotinn.“ AP/Andrew Harnik Maryanne Trump Barry, eldri systir Donald Trump og fyrrverandi alríkisdómari, segir forsetann ekki hafa nein gildi og að ekki sé hægt að treysta honum. Þetta kemur fram á upptökum sem Mary L. Trump, frænka þeirra, tók á árunum 2018 og 2019. Mary Trump gaf nýverið út bók þar sem hún gagnrýnir Trump harðlega og fordæmir hegðun hans. Á einum tímapunkti kallaði Maryanne forsetann falskan og grimman. Hún segir að hann lesi ekki og að hann hafi borgað vini sínum fyrir að taka SAT-prófin svokölluðu (nokkurs konar samræmd próf) fyrir sig. Meðal þess sem fram kemur í upptökunum er það sem Maryanne sagði árið 2018 eftir að Trump stakk upp á því í sjónvarpsviðtali að hún yrði send til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem verið var að fjarlægja börn frá foreldrum þeirra og geyma í búrum á meðan réttarhöld fóru fram. „Það eina sem hann vill gera er að hugnast grunnstuðningsmönnum sínum," sagði hún þá. „Hann hefur engin grunngildi. Engin. Engin. Og grunnstuðningsmenn hans, ég meina guð minn, ef þú værir trúuð manneskja, myndir þú vilja hjálpa þessu fólki. Ekki gera þetta.“ Hún sagði augljóst að Trump hefði ekki lesið úrskurða hennar í dómsmálum innflytjenda. Í einum slíkum, skammaði hún til að mynda annan dómara fyrir að koma ekki fram við hælisleitenda af virðingu, samkvæmt frétt Washington Post þar sem hlusta má á hluta upptakanna. Hún fordæmdi einnig bróðir sinn fyrir að ljúga og sinna forsetaembættinu ekki af alvöru. „Helvítis tístin og lygarnar. Jeminn,“ sagði hún. „Ég er að tala of frjálslega, en þú veist. Hvernig sögurnar breytast. Skortur á undirbúningi. Lygarnar. Andskotinn.“ Donald Trump s sister is all of us. pic.twitter.com/5gALpe8KC1— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) August 23, 2020 Vildi baktryggja sig Fréttir um upptökurnar birtust í gærkvöldi í kjölfar minningarathafnar um Robert Trump, bróður Donald og Maryanne, fór fram í Hvíta húsinu. Í yfirlýsingu gaf Trump lítið fyrir upptökurnar. „Á hverjum degi er það eitthvað nýtt, hverjum er ekki sama. Ég sakna bróður míns og ég mun halda áfram að vinna baki brotnu fyrir bandaríska fólkið. Ekki eru allir sammála en árangurinn er augljós. Landið okkar verður bráðum öflugara en nokkru sinni fyrr,“ sagði Donald Trump í yfirlýsingu. Frá því að Mary Trump gaf út bók sína um frænda sinn, sem heitir, lauslega þýtt: Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín skapaði heimsins hættulegasta mann, hefur hún verið spurð út í heimildir sínar. Hvergi kemur fram í bókinni að hún hafi tekið upp samtöl við frænku sína en hún sagði í gær að hún hefði tekið upp um 15 klukkustundir af samtölum þeirra. Í samtali við AP fréttaveituna segir lögmaður Mary að hún hafi áttað sig á því að meðlimir Trump fjölskyldunnar hefðu logið í vitnaleiðslum. Hún hefði búist við lögsóknum vegna útgáfu bókarinnar og hafi viljað baktryggja sig. Þú getur ekki treyst honum Maryanne sagði einnig á upptöku að Donald Trump hugsaði eingöngu um sjálfan sig. Þá spurði Mary Trump frænku sína hverju Donald hefði áorkað á eigin spýtur. Hún sagðist ekki vita það en sagði svo: „Sko, hann hefur orðið gjaldþrota fimm sinnum.“ „Góður punktur. Hann áorkaði það sjálfur,“ sagði Mary. „Já, hann gerði það,“ sagði Maryanne þá og bætti við: „Þú getur ekki treyst honum.“ Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Maryanne Trump Barry, eldri systir Donald Trump og fyrrverandi alríkisdómari, segir forsetann ekki hafa nein gildi og að ekki sé hægt að treysta honum. Þetta kemur fram á upptökum sem Mary L. Trump, frænka þeirra, tók á árunum 2018 og 2019. Mary Trump gaf nýverið út bók þar sem hún gagnrýnir Trump harðlega og fordæmir hegðun hans. Á einum tímapunkti kallaði Maryanne forsetann falskan og grimman. Hún segir að hann lesi ekki og að hann hafi borgað vini sínum fyrir að taka SAT-prófin svokölluðu (nokkurs konar samræmd próf) fyrir sig. Meðal þess sem fram kemur í upptökunum er það sem Maryanne sagði árið 2018 eftir að Trump stakk upp á því í sjónvarpsviðtali að hún yrði send til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem verið var að fjarlægja börn frá foreldrum þeirra og geyma í búrum á meðan réttarhöld fóru fram. „Það eina sem hann vill gera er að hugnast grunnstuðningsmönnum sínum," sagði hún þá. „Hann hefur engin grunngildi. Engin. Engin. Og grunnstuðningsmenn hans, ég meina guð minn, ef þú værir trúuð manneskja, myndir þú vilja hjálpa þessu fólki. Ekki gera þetta.“ Hún sagði augljóst að Trump hefði ekki lesið úrskurða hennar í dómsmálum innflytjenda. Í einum slíkum, skammaði hún til að mynda annan dómara fyrir að koma ekki fram við hælisleitenda af virðingu, samkvæmt frétt Washington Post þar sem hlusta má á hluta upptakanna. Hún fordæmdi einnig bróðir sinn fyrir að ljúga og sinna forsetaembættinu ekki af alvöru. „Helvítis tístin og lygarnar. Jeminn,“ sagði hún. „Ég er að tala of frjálslega, en þú veist. Hvernig sögurnar breytast. Skortur á undirbúningi. Lygarnar. Andskotinn.“ Donald Trump s sister is all of us. pic.twitter.com/5gALpe8KC1— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) August 23, 2020 Vildi baktryggja sig Fréttir um upptökurnar birtust í gærkvöldi í kjölfar minningarathafnar um Robert Trump, bróður Donald og Maryanne, fór fram í Hvíta húsinu. Í yfirlýsingu gaf Trump lítið fyrir upptökurnar. „Á hverjum degi er það eitthvað nýtt, hverjum er ekki sama. Ég sakna bróður míns og ég mun halda áfram að vinna baki brotnu fyrir bandaríska fólkið. Ekki eru allir sammála en árangurinn er augljós. Landið okkar verður bráðum öflugara en nokkru sinni fyrr,“ sagði Donald Trump í yfirlýsingu. Frá því að Mary Trump gaf út bók sína um frænda sinn, sem heitir, lauslega þýtt: Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín skapaði heimsins hættulegasta mann, hefur hún verið spurð út í heimildir sínar. Hvergi kemur fram í bókinni að hún hafi tekið upp samtöl við frænku sína en hún sagði í gær að hún hefði tekið upp um 15 klukkustundir af samtölum þeirra. Í samtali við AP fréttaveituna segir lögmaður Mary að hún hafi áttað sig á því að meðlimir Trump fjölskyldunnar hefðu logið í vitnaleiðslum. Hún hefði búist við lögsóknum vegna útgáfu bókarinnar og hafi viljað baktryggja sig. Þú getur ekki treyst honum Maryanne sagði einnig á upptöku að Donald Trump hugsaði eingöngu um sjálfan sig. Þá spurði Mary Trump frænku sína hverju Donald hefði áorkað á eigin spýtur. Hún sagðist ekki vita það en sagði svo: „Sko, hann hefur orðið gjaldþrota fimm sinnum.“ „Góður punktur. Hann áorkaði það sjálfur,“ sagði Mary. „Já, hann gerði það,“ sagði Maryanne þá og bætti við: „Þú getur ekki treyst honum.“
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira