Stefna á toppinn í hárvöruheiminum Andri Eysteinsson skrifar 23. ágúst 2020 21:00 Alexander og Gunnar segja að ólíkir stílar þeirra hafa verið mikinn kost í ferlinu. Fax/Egill Gauti Gamall draumur tveggja ungra hárgreiðslumanna hefur ræst því Alexander Kristjánsson á RVK Hair og Gunnar Malmquist Þórsson á Blondie hafa hafið sölu á eigin hárvörum á stofum sínum. Félagarnir eru þó ekki einir á ferð því þriðji meðlimurinn er frumkvöðullinn Auðun Bragi Kjartansson sem sér um markaðsmál. Hárvörurnar, sem bera nafnið Fax, eru að sögn Alexanders fyrsta íslenska hárvörumerkið síðan að handboltalandsliðsmennirnir Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson seldu Silver-gelið eftir silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum 2008. Fax hefur líka sínar handboltatengingar en Gunnar Malmquist, sem þekktur er í hárheiminum sem VikingBlendz, hefur leikið handbolta með liði Aftureldingar í Olísdeildinni síðustu ár. Á meðal viðskiptavina Gunnars sem hafa fengið að prófa Fax-vörurnar er þá áðurnefndur Björgvin Páll og segja strákarnir markvörðinn fara fögrum orðum um Faxið. View this post on Instagram A post shared by F A X - Hárvörur (@faxiceland) on Aug 22, 2020 at 6:48am PDT Alexander segir í samtali við Vísi að Fax eigi sér langan aðdraganda en framleiðsluferlið hafi hafist fyrir hálfu ári síðan. „Mig hefur alltaf langað til þess að framleiða hágæða íslenskar hárvörur sem gætu keppt við þær erlendu,“ segir Alexander. Hann hafi leitað til Auðuns Braga og þá hafi boltinn farið að rúlla. „Hann er svolítið þessi sem lætur hlutina gerast. Það tók sinn tíma að finna framleiðandi sem stóðst kröfurnar sem við gerðum en það tókst og við flugum til Englands og funduðum.“ Við hafi tekið prófunarferli en á meðan að á því stóð hafi Auðun og Alexander kynnst Gunnari og hafi hann smellpassað inn í Fax-teymið. „Við Gunnar erum gjörólíkir klipparar svo það var frábært að fá hann með okkur í lið. Innkoma hans hjálpaði okkur að þróa vöru sem höfðar til enn stærri markhóps,“ segir Alexander. „Þessi draumur hafði líka lengi blundað í mér,“ segir Gunnar sem hefur notið mikilli vinsælda sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Hann segir klárt að Fax sé komið til að vera á íslenskum hárvörumarkaði og stefnt sé enn hærra. „Hvorki ég né Alexander myndum bjóða viðskiptavinum okkar upp á vörurnar ef þær væru ekki í hæsta gæðaflokki. Við erum komnir til að vera og vinnum sífellt í því að verða betri og betri,“ segir Gunnar. Vinna að því að flytja framleiðsluna til Íslands Liður í því að verða betri er að sögn Fax-teymisins að flytja framleiðsluna að endingu alfarið til Íslands en eins og stendur fer hún fram á Englandi. „Markmiðið er að flytja framleiðsluna til Íslands svo hægt verði að bjóða upp á 100% íslenska vöru,“ segir Gunnar og segir félagana óhrædda við að hugsa stórt þegar litið er til framtíðar. Félagarnir vinna nú að því að koma Fax-vörunum í sölu víðar en á eigin stofum. „Auðvitað stefnum við hátt og viljum sjá Fax á boðstólunum hjá rakarastofum um allan heim,“ segir Gunnar Malmquist eða Vikingblendz í samtali við Vísi. Nýsköpun Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Gamall draumur tveggja ungra hárgreiðslumanna hefur ræst því Alexander Kristjánsson á RVK Hair og Gunnar Malmquist Þórsson á Blondie hafa hafið sölu á eigin hárvörum á stofum sínum. Félagarnir eru þó ekki einir á ferð því þriðji meðlimurinn er frumkvöðullinn Auðun Bragi Kjartansson sem sér um markaðsmál. Hárvörurnar, sem bera nafnið Fax, eru að sögn Alexanders fyrsta íslenska hárvörumerkið síðan að handboltalandsliðsmennirnir Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson seldu Silver-gelið eftir silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum 2008. Fax hefur líka sínar handboltatengingar en Gunnar Malmquist, sem þekktur er í hárheiminum sem VikingBlendz, hefur leikið handbolta með liði Aftureldingar í Olísdeildinni síðustu ár. Á meðal viðskiptavina Gunnars sem hafa fengið að prófa Fax-vörurnar er þá áðurnefndur Björgvin Páll og segja strákarnir markvörðinn fara fögrum orðum um Faxið. View this post on Instagram A post shared by F A X - Hárvörur (@faxiceland) on Aug 22, 2020 at 6:48am PDT Alexander segir í samtali við Vísi að Fax eigi sér langan aðdraganda en framleiðsluferlið hafi hafist fyrir hálfu ári síðan. „Mig hefur alltaf langað til þess að framleiða hágæða íslenskar hárvörur sem gætu keppt við þær erlendu,“ segir Alexander. Hann hafi leitað til Auðuns Braga og þá hafi boltinn farið að rúlla. „Hann er svolítið þessi sem lætur hlutina gerast. Það tók sinn tíma að finna framleiðandi sem stóðst kröfurnar sem við gerðum en það tókst og við flugum til Englands og funduðum.“ Við hafi tekið prófunarferli en á meðan að á því stóð hafi Auðun og Alexander kynnst Gunnari og hafi hann smellpassað inn í Fax-teymið. „Við Gunnar erum gjörólíkir klipparar svo það var frábært að fá hann með okkur í lið. Innkoma hans hjálpaði okkur að þróa vöru sem höfðar til enn stærri markhóps,“ segir Alexander. „Þessi draumur hafði líka lengi blundað í mér,“ segir Gunnar sem hefur notið mikilli vinsælda sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Hann segir klárt að Fax sé komið til að vera á íslenskum hárvörumarkaði og stefnt sé enn hærra. „Hvorki ég né Alexander myndum bjóða viðskiptavinum okkar upp á vörurnar ef þær væru ekki í hæsta gæðaflokki. Við erum komnir til að vera og vinnum sífellt í því að verða betri og betri,“ segir Gunnar. Vinna að því að flytja framleiðsluna til Íslands Liður í því að verða betri er að sögn Fax-teymisins að flytja framleiðsluna að endingu alfarið til Íslands en eins og stendur fer hún fram á Englandi. „Markmiðið er að flytja framleiðsluna til Íslands svo hægt verði að bjóða upp á 100% íslenska vöru,“ segir Gunnar og segir félagana óhrædda við að hugsa stórt þegar litið er til framtíðar. Félagarnir vinna nú að því að koma Fax-vörunum í sölu víðar en á eigin stofum. „Auðvitað stefnum við hátt og viljum sjá Fax á boðstólunum hjá rakarastofum um allan heim,“ segir Gunnar Malmquist eða Vikingblendz í samtali við Vísi.
Nýsköpun Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira