Væru í djúpum skít ef þeir væru ekki „draugar í brugghúsinu“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 07:30 Axel Paul Gunnarsson og Hlynur Árnason létu blessunarlega ekki drauminn um brugghúsbar rætast. Þá væru þeir að líkindum í vandræðum. aðsend 2020 verður frábært ár, hugsuðu Axel Paul Gunnarsson og Hlynur Árnason í áramótapartýi 31. desember síðastliðinn. Þetta skyldi verða árið sem þeir létu drauma sína um stofnun brugghúss rætast. Þeir biðu ekki boðanna; hófu undirbúning strax í janúar, útveguðu kennitölu fyrir Böl Brewing í mars og áður en þeir vissu af var kórónuveiran búin að loka öllum börum í landinu. Blessunarlega bar þeim gæfa til að vera „draugar í brugghúsinu,“ annars hefðu þeir verið í „djúpum skít“. Aðspurðir segja þeir Axel og Hlynur að Böl Brewing hafi sprottið upp úr sameiginlegum áhuga þeirra beggja á heimabruggi. Áhugi Hlyns hafi raunar verið svo mikill að hann lagði bruggið fyrir sig, fyrst í Hollandi en síðar hjá brugghúsinu Borg. Þá hafi langað að gera eitthvað sjálfir. „Þetta var eiginlega svolítið sjálfhvert hjá okkur. Við vildum brugga bjóra sem okkur langaði sjálfa að drekka,“ segir Axel. Í stað þess að stofna eigin bar og reisa eigin bruggverksmiðju hafa Bölsmenn fengið inni hjá öðrum.aðsend Það hefur verið mikil gróska í íslenska bruggheiminum á síðustu árum og hafa handverksbrugghús skotið upp kollinum eins og gorkúlur. Engu að síður töldu þeir Axel og Hlynur pláss fyrir a.m.k. eitt brugghús í viðbót - „en á minni skala og aðeins öðruvísi,“ segir Axel. Þeir vilji þannig nota hráefni sem lítið eða ekkert sé notað í bjórgerð á Íslandi en þó ekki til þess eins að „setja dót í bjórinn. Við myndum ekki nota hvalmjöl til þess eins að segjast hafa búið til hvalabjór. Hráefnið verður að bæta bjórinn,“ segir Axel. Ríkið átti að mæta afgangi Nýlegur bjór Böls ber þess merki. Hann er bruggaður með Earl Grey-tei og hefur mælst ágætlega fyrir ef marka má söluna í Vínbúðunum. Hann rataði í hillurnar í síðustu viku og upplagið þurrkaðist svo gott sem upp á tveimur dögum. Meðal annarra hráefna sem Böl hefur nýtt sér við bruggið eru rúsínur, bláber, brómber, hindber, kaffi, sýróp, fjólur o.s.frv. Þrátt fyrir ágætis árangur í ÁTVR var Vínbúðin ekki inn í upprunalegum áætlunum Böls. Áherslan átti fyrst og fremst að vera á sölu á börum og veitingahúsum, en kórónuveiran og meðfylgjandi samkomubann og lokun skemmtistaða flækti þau áform. Þeir gáfu þær áætlanir þó ekki upp á bátinn og þegar slakað var aftur á höfum með hækkandi sól komu Bölsmenn fjórum bjórum inn á hin ýmsu vínveitingahús víða um land; t.a.m. í borginni, Patreksfirði, Húsavík, Egilsstöðum og Vík í Mýrdal. Bjór Böls sem hefur fyrir gráglettni örlaganna ratað í ríkið.aðsend Flökkubrugghús Stærsti draumurinn hafi hins vegar verið að stofna eigin brugghúsbar, sem eftir á að hyggja hefði getað reynst banabiti Böls að sögn Axels og Hlyns. „Við værum í djúpum skít ef við hefðum safnað lánum og skuldum í mars og farið af stað með brugghúsbar í bænum, þegar Covid var handan við hornið,“ segir Axel. Blessunarlega hafi þeir hins vegar ákveðið að „dýfa tánum í vatnið“ fyrst og kanna eftirspurnina áður en lengra var haldið. Liður í því var að kaupa ekki fokdýran bruggbúnað en þess í stað leigja hann af öðrum brugghúsum. Böl sé því eiginlegt „flökkubrugghús“ og hefur þegar fengið tankapláss hjá tveimur keppinautum og fær inn hjá þeim þriðja fljótlega. Axel segir hins vegar alla hagnast á þessu fyrirkomulagi. „Við komum inn þegar tankarnir eru ekki notkun og enginn er að brugga. Við gerum þetta allt sjálfir og erum því eins og draugar í brugghúsinu.“ Þetta hafi ekki aðeins sparað þeim Bölsmönnum milljónafjárfestingu í bruggbúnaði heldur eykur þetta jafnframt nýtinguna hjá brugghúsunum sem hýsa þá. „Þetta var algjör forsenda fyrir því að við gætum þetta,“ segir Axel. „Fyrir vikið vorum við ekki að greiða húsaleigu eða fastir með gríðarmiklar fjárfestingar í allri Covid-óvissunni.“ Þeir Axel og Hlynur segja að nú séu tveir bjórar í pípunum hjá Böl sem kynntir verða á næstunni. Aðspurðir um bjórsmekk Íslendinga segjast þeir telja að smekkur þeirra sé að þróast, þeir séu að verða móttækilegri fyrir „skemmtilegu flippi“ þegar kemur að hráefnum og bragði. Þeir og aðrir séu að svara kallinu. „Brugghúsin eru farin að fatta það að IPA og Pale Ale er ekki það eina sem fólk lætur ofan í sig.“ Áfengi og tóbak Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
2020 verður frábært ár, hugsuðu Axel Paul Gunnarsson og Hlynur Árnason í áramótapartýi 31. desember síðastliðinn. Þetta skyldi verða árið sem þeir létu drauma sína um stofnun brugghúss rætast. Þeir biðu ekki boðanna; hófu undirbúning strax í janúar, útveguðu kennitölu fyrir Böl Brewing í mars og áður en þeir vissu af var kórónuveiran búin að loka öllum börum í landinu. Blessunarlega bar þeim gæfa til að vera „draugar í brugghúsinu,“ annars hefðu þeir verið í „djúpum skít“. Aðspurðir segja þeir Axel og Hlynur að Böl Brewing hafi sprottið upp úr sameiginlegum áhuga þeirra beggja á heimabruggi. Áhugi Hlyns hafi raunar verið svo mikill að hann lagði bruggið fyrir sig, fyrst í Hollandi en síðar hjá brugghúsinu Borg. Þá hafi langað að gera eitthvað sjálfir. „Þetta var eiginlega svolítið sjálfhvert hjá okkur. Við vildum brugga bjóra sem okkur langaði sjálfa að drekka,“ segir Axel. Í stað þess að stofna eigin bar og reisa eigin bruggverksmiðju hafa Bölsmenn fengið inni hjá öðrum.aðsend Það hefur verið mikil gróska í íslenska bruggheiminum á síðustu árum og hafa handverksbrugghús skotið upp kollinum eins og gorkúlur. Engu að síður töldu þeir Axel og Hlynur pláss fyrir a.m.k. eitt brugghús í viðbót - „en á minni skala og aðeins öðruvísi,“ segir Axel. Þeir vilji þannig nota hráefni sem lítið eða ekkert sé notað í bjórgerð á Íslandi en þó ekki til þess eins að „setja dót í bjórinn. Við myndum ekki nota hvalmjöl til þess eins að segjast hafa búið til hvalabjór. Hráefnið verður að bæta bjórinn,“ segir Axel. Ríkið átti að mæta afgangi Nýlegur bjór Böls ber þess merki. Hann er bruggaður með Earl Grey-tei og hefur mælst ágætlega fyrir ef marka má söluna í Vínbúðunum. Hann rataði í hillurnar í síðustu viku og upplagið þurrkaðist svo gott sem upp á tveimur dögum. Meðal annarra hráefna sem Böl hefur nýtt sér við bruggið eru rúsínur, bláber, brómber, hindber, kaffi, sýróp, fjólur o.s.frv. Þrátt fyrir ágætis árangur í ÁTVR var Vínbúðin ekki inn í upprunalegum áætlunum Böls. Áherslan átti fyrst og fremst að vera á sölu á börum og veitingahúsum, en kórónuveiran og meðfylgjandi samkomubann og lokun skemmtistaða flækti þau áform. Þeir gáfu þær áætlanir þó ekki upp á bátinn og þegar slakað var aftur á höfum með hækkandi sól komu Bölsmenn fjórum bjórum inn á hin ýmsu vínveitingahús víða um land; t.a.m. í borginni, Patreksfirði, Húsavík, Egilsstöðum og Vík í Mýrdal. Bjór Böls sem hefur fyrir gráglettni örlaganna ratað í ríkið.aðsend Flökkubrugghús Stærsti draumurinn hafi hins vegar verið að stofna eigin brugghúsbar, sem eftir á að hyggja hefði getað reynst banabiti Böls að sögn Axels og Hlyns. „Við værum í djúpum skít ef við hefðum safnað lánum og skuldum í mars og farið af stað með brugghúsbar í bænum, þegar Covid var handan við hornið,“ segir Axel. Blessunarlega hafi þeir hins vegar ákveðið að „dýfa tánum í vatnið“ fyrst og kanna eftirspurnina áður en lengra var haldið. Liður í því var að kaupa ekki fokdýran bruggbúnað en þess í stað leigja hann af öðrum brugghúsum. Böl sé því eiginlegt „flökkubrugghús“ og hefur þegar fengið tankapláss hjá tveimur keppinautum og fær inn hjá þeim þriðja fljótlega. Axel segir hins vegar alla hagnast á þessu fyrirkomulagi. „Við komum inn þegar tankarnir eru ekki notkun og enginn er að brugga. Við gerum þetta allt sjálfir og erum því eins og draugar í brugghúsinu.“ Þetta hafi ekki aðeins sparað þeim Bölsmönnum milljónafjárfestingu í bruggbúnaði heldur eykur þetta jafnframt nýtinguna hjá brugghúsunum sem hýsa þá. „Þetta var algjör forsenda fyrir því að við gætum þetta,“ segir Axel. „Fyrir vikið vorum við ekki að greiða húsaleigu eða fastir með gríðarmiklar fjárfestingar í allri Covid-óvissunni.“ Þeir Axel og Hlynur segja að nú séu tveir bjórar í pípunum hjá Böl sem kynntir verða á næstunni. Aðspurðir um bjórsmekk Íslendinga segjast þeir telja að smekkur þeirra sé að þróast, þeir séu að verða móttækilegri fyrir „skemmtilegu flippi“ þegar kemur að hráefnum og bragði. Þeir og aðrir séu að svara kallinu. „Brugghúsin eru farin að fatta það að IPA og Pale Ale er ekki það eina sem fólk lætur ofan í sig.“
Áfengi og tóbak Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira