Rétt húsnæði á réttum stað á réttum tíma Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 06:00 Skömmu áður en að kórónuveiran skall á landsmenn af fullum þunga voru blikur á lofti á fasteignamarkaði samkvæmt íbúðatalningu Samtaka Iðnaðarins (SI). Talningin, sem fór síðast fram í mars síðastliðnum, bendir til verulegs samdráttar á íbúðum í byggingu, einkum og sér í lagi á fyrstu byggingarstigum eða um 42%. Leita þarf aftur til áranna 2011-2012 til að finna viðlíka samdrátt í íbúðabyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýlegum mánaðarskýrslum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) kemur jafnframt fram að meðalsölutími nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu er að lengjast og að á meðal nýrra íbúða hefur íbúðum sem seljast á yfirverði fækkað hlutfallslega og íbúðum á undirverði fjölgað. Af þessu má í einföldu máli draga nokkrar ályktanir. Það er yfirvofandi skortur á fasteignamarkaði sem á árunum 2023-2026 gæti líkst skortinum sem var uppi á árunum 2016-2017. Skorturinn gæti leitt til verðhækkana sem koma verst við viðkvæmustu hópa samfélagsins á tímum mikilla efnahagsþrenginga. Þá er einnig ljóst að nýjar íbúðir eru ekki að svara kalli markaðarins ef marka má gögn um sölutíma og söluverð. Með öðrum orðum: Það er ekki verið að byggja rétta tegund af húsnæði, á réttum stað á réttum tíma. Samstíga um lausnir Á síðustu árum hafa margir spurt sig hvað sé til ráða og ljóst er að vandinn er margslunginn og lausnirnar þar af leiðandi líka. Það góða við stöðuna er að ekki virðist vera mikill ágreiningur um hvaða skref þarf að stíga til að ráðast að rót vandans. Ein af lykillausnunum í þeim efnum er aukin yfirsýn sem byggir á rauntímaupplýsingum. Mikilvægt skref í þá átt var stigið með sameiningu hluta Íbúðarlánasjóðs og Mannvirkjastofnunar í HMS en á meðal verkefna HMS er rafræn byggingargátt sem miklar vonir eru bundnar við. Þá er einnig rétt að nefna Byggingavettvanginn en hann er samráðsvettvangur hagaðila í byggingariðnaði hvers hlutverk er er að „tryggja og efla samtal lykilaðila, stuðla að meiri samhæfingu greinarinnar og betra samstarfi auk þess að auka nýsköpun, rannsóknir og þróun” líkt og fram kemur á heimasíðu verkefnisins. Spennandi breytingar Að Byggingavettvanginum standa SI, HMS, Framkvæmdasýsla ríkisins, Nýsköpunarmiðstöð, Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) og Skipulagsstofnun en forystufólk þessara stofnana og samtaka eru á meðal þeirra sem hafa verið leiðandi í umræðunni um nauðsynlegar úrbætur á sviði skipulags- og byggingarmála. Ýmsar tillögur að lausnum hafa litið dagsins ljós að undanförnu og felast margar af þeim í stafrænni þróun og ýmiskonar tæknilausnum á borð við rafrænu byggingargáttina. Skipurit hafa tekið breytingum af þessum sökum og hefur SÍS til að mynda ráðið í starf breytingastjóra stafrænnar þjónustu og í nýlegu skipuriti Skipulagstofnunar varð til nýtt starf forstöðumanns nýsköpunar og þróunar. Nú í ágúst birtist síðan skýrsla starfshóps til ráðherra um tillögur átakshóps í húsnæðismálum varðandi skipulagsmál þar sem m.a. er lögð rík áhersla á rafræna stjórnsýslu og stafrænar lausnir. Allt er þetta mjög til bóta og spennandi breytingar í farvatninu. Betur má ef duga skal Margir myndu halda að rauntímatölur- og gögn um skipulags- og byggingariðnaðinn væru á reiðum höndum og öllum aðgengilegar á upplýsingaöld. Svo er hinsvegar ekki og afleiðingarnar hafa löngum leitt til óþarfa sveiflna sem hafa áhrif á lífsgæði almennings og alla þá 14.000 einstaklinga sem starfa við mannvirkjagerð á Íslandi. Hægt en örugglega eru hinsvegar að verða til innviðir í kerfinu í formi nýrra starfa og samstarfsvettvanga sem miða að því að skapa og nýta stafrænar lausnir sem eru sannarlega innan seilingar (e. low hanging fruits) og til þess fallnar að veita áður óþekkta og nauðsynlega yfirsýn yfir þetta mikilvæga svið. Betur má hinsvegar ef duga skal í ljósi ofangreindra upplýsinga og ekki seinna vænna að byrja að smyrja stafrænu hjólin í samstarfi við einkaaðila til að húsnæðisskortur bætist ekki við ófyrirséðar afleiðingar kórónuveirufaraldursins á komandi árum. Nýtum okkur tæknina til að byggja rétta tegund af húsnæði, á réttum stöðum á réttum tíma. Til þess er hún. Höfundur er skipulagsfræðingur og stofnandi Planitor Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Skömmu áður en að kórónuveiran skall á landsmenn af fullum þunga voru blikur á lofti á fasteignamarkaði samkvæmt íbúðatalningu Samtaka Iðnaðarins (SI). Talningin, sem fór síðast fram í mars síðastliðnum, bendir til verulegs samdráttar á íbúðum í byggingu, einkum og sér í lagi á fyrstu byggingarstigum eða um 42%. Leita þarf aftur til áranna 2011-2012 til að finna viðlíka samdrátt í íbúðabyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýlegum mánaðarskýrslum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) kemur jafnframt fram að meðalsölutími nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu er að lengjast og að á meðal nýrra íbúða hefur íbúðum sem seljast á yfirverði fækkað hlutfallslega og íbúðum á undirverði fjölgað. Af þessu má í einföldu máli draga nokkrar ályktanir. Það er yfirvofandi skortur á fasteignamarkaði sem á árunum 2023-2026 gæti líkst skortinum sem var uppi á árunum 2016-2017. Skorturinn gæti leitt til verðhækkana sem koma verst við viðkvæmustu hópa samfélagsins á tímum mikilla efnahagsþrenginga. Þá er einnig ljóst að nýjar íbúðir eru ekki að svara kalli markaðarins ef marka má gögn um sölutíma og söluverð. Með öðrum orðum: Það er ekki verið að byggja rétta tegund af húsnæði, á réttum stað á réttum tíma. Samstíga um lausnir Á síðustu árum hafa margir spurt sig hvað sé til ráða og ljóst er að vandinn er margslunginn og lausnirnar þar af leiðandi líka. Það góða við stöðuna er að ekki virðist vera mikill ágreiningur um hvaða skref þarf að stíga til að ráðast að rót vandans. Ein af lykillausnunum í þeim efnum er aukin yfirsýn sem byggir á rauntímaupplýsingum. Mikilvægt skref í þá átt var stigið með sameiningu hluta Íbúðarlánasjóðs og Mannvirkjastofnunar í HMS en á meðal verkefna HMS er rafræn byggingargátt sem miklar vonir eru bundnar við. Þá er einnig rétt að nefna Byggingavettvanginn en hann er samráðsvettvangur hagaðila í byggingariðnaði hvers hlutverk er er að „tryggja og efla samtal lykilaðila, stuðla að meiri samhæfingu greinarinnar og betra samstarfi auk þess að auka nýsköpun, rannsóknir og þróun” líkt og fram kemur á heimasíðu verkefnisins. Spennandi breytingar Að Byggingavettvanginum standa SI, HMS, Framkvæmdasýsla ríkisins, Nýsköpunarmiðstöð, Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) og Skipulagsstofnun en forystufólk þessara stofnana og samtaka eru á meðal þeirra sem hafa verið leiðandi í umræðunni um nauðsynlegar úrbætur á sviði skipulags- og byggingarmála. Ýmsar tillögur að lausnum hafa litið dagsins ljós að undanförnu og felast margar af þeim í stafrænni þróun og ýmiskonar tæknilausnum á borð við rafrænu byggingargáttina. Skipurit hafa tekið breytingum af þessum sökum og hefur SÍS til að mynda ráðið í starf breytingastjóra stafrænnar þjónustu og í nýlegu skipuriti Skipulagstofnunar varð til nýtt starf forstöðumanns nýsköpunar og þróunar. Nú í ágúst birtist síðan skýrsla starfshóps til ráðherra um tillögur átakshóps í húsnæðismálum varðandi skipulagsmál þar sem m.a. er lögð rík áhersla á rafræna stjórnsýslu og stafrænar lausnir. Allt er þetta mjög til bóta og spennandi breytingar í farvatninu. Betur má ef duga skal Margir myndu halda að rauntímatölur- og gögn um skipulags- og byggingariðnaðinn væru á reiðum höndum og öllum aðgengilegar á upplýsingaöld. Svo er hinsvegar ekki og afleiðingarnar hafa löngum leitt til óþarfa sveiflna sem hafa áhrif á lífsgæði almennings og alla þá 14.000 einstaklinga sem starfa við mannvirkjagerð á Íslandi. Hægt en örugglega eru hinsvegar að verða til innviðir í kerfinu í formi nýrra starfa og samstarfsvettvanga sem miða að því að skapa og nýta stafrænar lausnir sem eru sannarlega innan seilingar (e. low hanging fruits) og til þess fallnar að veita áður óþekkta og nauðsynlega yfirsýn yfir þetta mikilvæga svið. Betur má hinsvegar ef duga skal í ljósi ofangreindra upplýsinga og ekki seinna vænna að byrja að smyrja stafrænu hjólin í samstarfi við einkaaðila til að húsnæðisskortur bætist ekki við ófyrirséðar afleiðingar kórónuveirufaraldursins á komandi árum. Nýtum okkur tæknina til að byggja rétta tegund af húsnæði, á réttum stöðum á réttum tíma. Til þess er hún. Höfundur er skipulagsfræðingur og stofnandi Planitor
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun