Breytt heimsmynd Sigurður Páll Jónsson skrifar 29. ágúst 2020 23:15 Þegar við Íslendingar stóðum frammi fyrir því fyrir sex mánuðum að Covid-19 veiran var komin inn í landið. Þá einhenti þjóðin sér eftir ráðleggingum þríeykisins og ákvörðun stjórnvalda að komast í gegnum þann „skafl, fár“ sem við okkur blasti. Síðan myndi „eðlilegt“ líf taka við. Samt segir sagan okkur að heimsfaraldrar eru hvað skæðastir í annarri bylgju. En við vildum trúa því að þetta væri öðruvísi núna. Nú erum við stödd í annarri bylgju sem hefur sýnt okkur að þetta gæti orðið langhlaup. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið að bregðast við með aðgerða pökkum. Stærstu hagkerfi heims svo sem, Bandaríkin, Bretland, Japan og fleiri hafa mátt horfast í augu við hagtölur sem eru þær svörtustu í manna minnum, mesta samdrátt í landsframleiðslu síðan samantekt á þessum tölum hófst. Þar við bætist, vaxandi atvinnuleysi í þessum löndum, sem ekki á rætur í samdrætti í ferðamennsku, heldur í fjölda annara greina. Það fyrsta sem fólk gerir þegar harðnar í ári er að skera niður „óþarfa“. Gefum okkur að allir fengju sína sprautu af bóluefni á morgun, þá tæki það hagkerfi heimsins langan tíma að rétta sig af eftir svona byltu. Við Íslendingar þurfum að búa okkur undir þá heimsmynd að ferðaþjónustan eins og hún hefur verið undanfarin ár muni ekki jafna sig á stuttum tíma. Skoðanakannanir í fjölda landa undanfarið, á vilja fólks til ferðalaga, er vægast sagt lítill. Bendir þetta til að vonir um að þegar bóluefni berst þá muni ferðamönnum fjölga í fyrra horf, séu á sandi byggðar. Covid-19 hefur þegar truflað matvælaframleiðslu í heiminum, og vöruflutninga, þar á meðal flutning matvæla. í ljósi þessa er fæðuöryggi okkar Íslendinga með eigin framleiðslu nauðsynlegt og raunhæft markmið. Rafmagn með vatnsorku, jarðvarma eða vindorku hérlendis er hægt að framleiða með minni tilkostnaði en víðast annarstaðar í heiminum og því hæg heimatökin ef vilji er til staðar að nýta þá orku enn betur. Við eigum erfið misseri í vændum. Ferðamaðurinn á hvíta hestinum er varla á leiðinni. Fæðuöryggi okkar veltur á framleiðslu utan landsteinanna. Hvernig erum við í stakk búinn til að takast á við þá stöðu að hugsanlega munu hlutirnir versna umtalsvert áður en þeir batna? Ég myndi í það minnsta leggja höfuðið rólegar á koddann ef ríkisstjórnin ætti svör við þessum spurningum. Allavega er ákall eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við það ástand sem nú ríkir. Almenningur og fyrirtæki kallar eftir þeim upplýsingum. Sigurður Páll Jónsson. Þingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þegar við Íslendingar stóðum frammi fyrir því fyrir sex mánuðum að Covid-19 veiran var komin inn í landið. Þá einhenti þjóðin sér eftir ráðleggingum þríeykisins og ákvörðun stjórnvalda að komast í gegnum þann „skafl, fár“ sem við okkur blasti. Síðan myndi „eðlilegt“ líf taka við. Samt segir sagan okkur að heimsfaraldrar eru hvað skæðastir í annarri bylgju. En við vildum trúa því að þetta væri öðruvísi núna. Nú erum við stödd í annarri bylgju sem hefur sýnt okkur að þetta gæti orðið langhlaup. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið að bregðast við með aðgerða pökkum. Stærstu hagkerfi heims svo sem, Bandaríkin, Bretland, Japan og fleiri hafa mátt horfast í augu við hagtölur sem eru þær svörtustu í manna minnum, mesta samdrátt í landsframleiðslu síðan samantekt á þessum tölum hófst. Þar við bætist, vaxandi atvinnuleysi í þessum löndum, sem ekki á rætur í samdrætti í ferðamennsku, heldur í fjölda annara greina. Það fyrsta sem fólk gerir þegar harðnar í ári er að skera niður „óþarfa“. Gefum okkur að allir fengju sína sprautu af bóluefni á morgun, þá tæki það hagkerfi heimsins langan tíma að rétta sig af eftir svona byltu. Við Íslendingar þurfum að búa okkur undir þá heimsmynd að ferðaþjónustan eins og hún hefur verið undanfarin ár muni ekki jafna sig á stuttum tíma. Skoðanakannanir í fjölda landa undanfarið, á vilja fólks til ferðalaga, er vægast sagt lítill. Bendir þetta til að vonir um að þegar bóluefni berst þá muni ferðamönnum fjölga í fyrra horf, séu á sandi byggðar. Covid-19 hefur þegar truflað matvælaframleiðslu í heiminum, og vöruflutninga, þar á meðal flutning matvæla. í ljósi þessa er fæðuöryggi okkar Íslendinga með eigin framleiðslu nauðsynlegt og raunhæft markmið. Rafmagn með vatnsorku, jarðvarma eða vindorku hérlendis er hægt að framleiða með minni tilkostnaði en víðast annarstaðar í heiminum og því hæg heimatökin ef vilji er til staðar að nýta þá orku enn betur. Við eigum erfið misseri í vændum. Ferðamaðurinn á hvíta hestinum er varla á leiðinni. Fæðuöryggi okkar veltur á framleiðslu utan landsteinanna. Hvernig erum við í stakk búinn til að takast á við þá stöðu að hugsanlega munu hlutirnir versna umtalsvert áður en þeir batna? Ég myndi í það minnsta leggja höfuðið rólegar á koddann ef ríkisstjórnin ætti svör við þessum spurningum. Allavega er ákall eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við það ástand sem nú ríkir. Almenningur og fyrirtæki kallar eftir þeim upplýsingum. Sigurður Páll Jónsson. Þingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun