Ekkert söngvatn á fjalli eða í réttum í haust Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. ágúst 2020 13:08 Sverrir Gíslason, fjallkóngur á Miðparti á Síðumannaafrétti. Tíu menn fara með honum á fjall. Oddsteinn Örn Björnsson. Gangnamenn eru nú að gera sig klára víða um land til að fara á fjall og smala kindum sínum. Að sögn fjallkóngs Síðumannaafréttar verða sóttvarnir í hávegum hafðar á fjalli og í réttum og söngvatn verður ekki haft um hönd eins og tíðkast hefur á fjalli og í réttum. Það er á ábyrgð sveitarstjórna á hverjum staða að ábyrgjast að framkvæmd gangna og rétta fari fram samkvæmt reglum um sóttvarnir vegna kórónuveirunnar. Þá er öllum skylt, sem taka þátt í göngum og réttum að hlaða niður smitrakningarappi almannavarna í síma sína. Sverrir Gíslason, sauðfjárbóndi á bænum Kirkjubæjarklaustri 2 í Skaftárhreppi er fjallkóngur á Miðparti á Síðumannaafrétti en sá afréttur er þrískiptur. „Þetta leggst bara vel í okkur og við munum reyna að haga okkur helst hefðbundið en tökum auðvitað tillit til þessarar veiru sem er á ferðinni.“ Sverrir segir að fjallmenn verði með grímur á sér og allir með spritt í göngunum og passað verður vel upp á tveggja manna regluna. Hann segir mesta breytinguna verða í réttunum sem verða haldnar laugardaginn 5. september þar sem verða um fjögur þúsund fjár. Réttirnar heita Skaftárréttir og eru við Hunkubakka. Reiknað er með þrjú til fjögur þúsund fjár í Skaftárrétt laugardaginn 5. september þegar búið verður að smala Síðumannaafrétt.Fanney Ólöf Lárusdóttir. „Ég held að almennt muni fólk ekki koma í réttir nema að eiga þangað erindi og það má skora á fólk að koma ekki í réttir þetta árið bar til þess að koma í réttir,“ segir Sverrir. En hvernig verður með áfengispelana, munu þeir ganga á milli manna? „Það eru nú blessunarlega þannig í Skaftárrétt, ég er nú búin að koma í þessar réttir í tuttugu ár og ég man einu sinni eftir því að hafa séð áfengispela á lofti í réttunum, þannig að það er eitthvað sem við höfum ekki miklar áhyggjur af en að sjálfsögðu er það góð og gild menning víða um landiði að menn hafa söngvatn í réttum og ég held nú að allir séu búnir að stilla það af nú þegar að þessi gamli og góði gestrisni siður að gefa mönnum snafs og öðrum af pela sínum, það mun ekki verða brúkað,“ segir Sverrir Gíslason, fjallkóngur. Skaftárhreppur Landbúnaður Áfengi og tóbak Réttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Gangnamenn eru nú að gera sig klára víða um land til að fara á fjall og smala kindum sínum. Að sögn fjallkóngs Síðumannaafréttar verða sóttvarnir í hávegum hafðar á fjalli og í réttum og söngvatn verður ekki haft um hönd eins og tíðkast hefur á fjalli og í réttum. Það er á ábyrgð sveitarstjórna á hverjum staða að ábyrgjast að framkvæmd gangna og rétta fari fram samkvæmt reglum um sóttvarnir vegna kórónuveirunnar. Þá er öllum skylt, sem taka þátt í göngum og réttum að hlaða niður smitrakningarappi almannavarna í síma sína. Sverrir Gíslason, sauðfjárbóndi á bænum Kirkjubæjarklaustri 2 í Skaftárhreppi er fjallkóngur á Miðparti á Síðumannaafrétti en sá afréttur er þrískiptur. „Þetta leggst bara vel í okkur og við munum reyna að haga okkur helst hefðbundið en tökum auðvitað tillit til þessarar veiru sem er á ferðinni.“ Sverrir segir að fjallmenn verði með grímur á sér og allir með spritt í göngunum og passað verður vel upp á tveggja manna regluna. Hann segir mesta breytinguna verða í réttunum sem verða haldnar laugardaginn 5. september þar sem verða um fjögur þúsund fjár. Réttirnar heita Skaftárréttir og eru við Hunkubakka. Reiknað er með þrjú til fjögur þúsund fjár í Skaftárrétt laugardaginn 5. september þegar búið verður að smala Síðumannaafrétt.Fanney Ólöf Lárusdóttir. „Ég held að almennt muni fólk ekki koma í réttir nema að eiga þangað erindi og það má skora á fólk að koma ekki í réttir þetta árið bar til þess að koma í réttir,“ segir Sverrir. En hvernig verður með áfengispelana, munu þeir ganga á milli manna? „Það eru nú blessunarlega þannig í Skaftárrétt, ég er nú búin að koma í þessar réttir í tuttugu ár og ég man einu sinni eftir því að hafa séð áfengispela á lofti í réttunum, þannig að það er eitthvað sem við höfum ekki miklar áhyggjur af en að sjálfsögðu er það góð og gild menning víða um landiði að menn hafa söngvatn í réttum og ég held nú að allir séu búnir að stilla það af nú þegar að þessi gamli og góði gestrisni siður að gefa mönnum snafs og öðrum af pela sínum, það mun ekki verða brúkað,“ segir Sverrir Gíslason, fjallkóngur.
Skaftárhreppur Landbúnaður Áfengi og tóbak Réttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira