Aðgát skal höfð í nærveru sálar Jón Pétur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 16:30 Á undangengnum mánuðum hafa íbúar á Suðurnesjum hrokkið reglulega upp vegna jarðskjálftahrinu sem á upptök sín í námunda við Þorbjörn. Hið sama má segja um fréttaflutning af lögreglunni á Suðurnesjum en reglulega berast fréttir af óróa þar á bæ en nú hefur dómsmálaráðherra tekið þá ákvörðun að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri, víki úr sinni stöðu. Sá sem þetta ritar starfaði sem deilarstjóri flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum til margra ára og þekkir því nokkuð vel til starfsemi embættisins og starfsmanna þess. Það voru miklar áskoranir sem lögreglan á Suðurnesjum stóð frammi fyrir á árunum 2011 til 2018 þegar farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll óx um 20-40% á ári, ár eftir ár, en beita þurfti ýmis konar úrræðum til að bregðast við því ástandi. Samhliða því fjölgaði íbúum á Suðurnesjum vegna aukinna umsvifa á Keflavíkurflugvelli. Ólafur Helgi beitti sér af öllum mætti til þess að sinna þeim áskorunum sem starfsemi lögreglu á alþjóðaflugvellinum kallaði á en ekki síður að löggæslan í umdæminu væri eins og best væri á kosið. Lögreglustjórar landsins standa oft frammi fyrir erfiðum og umdeildum ákvörðunum og því hefur Ólafur Helgi kynnst. Við sem störfum í lögreglunni erum alls ekki hafin yfir gagnrýni og viljum við fá gagnrýni frá fólkinu sem við erum að þjóna. Óskað er þó eftir því að hún sé málefnaleg en ekki byggð á rógburði og getgátum. Umfjöllunin um embættið hefur verið óvægin og margar persónur nafngreindar, bæði sem þolendur eða gerendur í umfjölluninni. Það sem ég hef hins vegar sannfæringu fyrir er að hlutaðeigandi aðilar séu í sínum daglegum störfum að gera sitt besta og jafnvel meira til. Það verður að hafa það í huga að það eru persónur og fjölskyldur á bak við starfsmenn sem sinna löggæslustörfum og því er vel við hæfi að rifja upp spakmælin: Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Kastljósinu hefur m.a. verið beint að lögfræðisviði embættisins sem Alda Hrönn Jóhannesdóttir fer fyrir. Alda hefur beitt sér fyrir margskonar umbótum í löggæslumálum. Má í því sambandi sérstaklega nefna málsmeðferð mansalsmála og innleiðing á aðgerðum gegn heimillsofbeldi. Vona ég svo sannarlega að við fáum að njóta krafta Öldu Hrannar í þeim verkefnum sem framundan eru. Heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina hefur áhrif á okkur öll. Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum gegnir lykilhlutverki við eftirfylgni með sóttvarnaraðgerðum á landamærum og reynir þar á samhæfingu allra hlutaðeigandi aðila. Hafa lögreglumenn, landamæraverðir og aðrir starfsmenn embættisins hafa staðið vaktina af mikilli elju og þrautseigju. Nú tekur Grímur Hergeirsson við keflinu sem lögreglustjóri og Margrét K. Pálsdóttir verður honum til aðstoðar við að finna leiðir fram á veginn hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Óska ég þeim og öllum starfsmönnum embættisins alls hins besta á komandi mánuðum við úrlausn þeirra áskorana sem starfsmenn embættisins standa frammi fyrir. Þá þakka ég Ólafi Helga fyrir framlag hans til löggæslumála á Íslandi og óska honum alls hins besta í nýju starfi í dómsmálaráðuneytinu. Höfundur er lögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra (og fyrrum yfirmaður flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Lögreglan Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Á undangengnum mánuðum hafa íbúar á Suðurnesjum hrokkið reglulega upp vegna jarðskjálftahrinu sem á upptök sín í námunda við Þorbjörn. Hið sama má segja um fréttaflutning af lögreglunni á Suðurnesjum en reglulega berast fréttir af óróa þar á bæ en nú hefur dómsmálaráðherra tekið þá ákvörðun að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri, víki úr sinni stöðu. Sá sem þetta ritar starfaði sem deilarstjóri flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum til margra ára og þekkir því nokkuð vel til starfsemi embættisins og starfsmanna þess. Það voru miklar áskoranir sem lögreglan á Suðurnesjum stóð frammi fyrir á árunum 2011 til 2018 þegar farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll óx um 20-40% á ári, ár eftir ár, en beita þurfti ýmis konar úrræðum til að bregðast við því ástandi. Samhliða því fjölgaði íbúum á Suðurnesjum vegna aukinna umsvifa á Keflavíkurflugvelli. Ólafur Helgi beitti sér af öllum mætti til þess að sinna þeim áskorunum sem starfsemi lögreglu á alþjóðaflugvellinum kallaði á en ekki síður að löggæslan í umdæminu væri eins og best væri á kosið. Lögreglustjórar landsins standa oft frammi fyrir erfiðum og umdeildum ákvörðunum og því hefur Ólafur Helgi kynnst. Við sem störfum í lögreglunni erum alls ekki hafin yfir gagnrýni og viljum við fá gagnrýni frá fólkinu sem við erum að þjóna. Óskað er þó eftir því að hún sé málefnaleg en ekki byggð á rógburði og getgátum. Umfjöllunin um embættið hefur verið óvægin og margar persónur nafngreindar, bæði sem þolendur eða gerendur í umfjölluninni. Það sem ég hef hins vegar sannfæringu fyrir er að hlutaðeigandi aðilar séu í sínum daglegum störfum að gera sitt besta og jafnvel meira til. Það verður að hafa það í huga að það eru persónur og fjölskyldur á bak við starfsmenn sem sinna löggæslustörfum og því er vel við hæfi að rifja upp spakmælin: Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Kastljósinu hefur m.a. verið beint að lögfræðisviði embættisins sem Alda Hrönn Jóhannesdóttir fer fyrir. Alda hefur beitt sér fyrir margskonar umbótum í löggæslumálum. Má í því sambandi sérstaklega nefna málsmeðferð mansalsmála og innleiðing á aðgerðum gegn heimillsofbeldi. Vona ég svo sannarlega að við fáum að njóta krafta Öldu Hrannar í þeim verkefnum sem framundan eru. Heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina hefur áhrif á okkur öll. Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum gegnir lykilhlutverki við eftirfylgni með sóttvarnaraðgerðum á landamærum og reynir þar á samhæfingu allra hlutaðeigandi aðila. Hafa lögreglumenn, landamæraverðir og aðrir starfsmenn embættisins hafa staðið vaktina af mikilli elju og þrautseigju. Nú tekur Grímur Hergeirsson við keflinu sem lögreglustjóri og Margrét K. Pálsdóttir verður honum til aðstoðar við að finna leiðir fram á veginn hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Óska ég þeim og öllum starfsmönnum embættisins alls hins besta á komandi mánuðum við úrlausn þeirra áskorana sem starfsmenn embættisins standa frammi fyrir. Þá þakka ég Ólafi Helga fyrir framlag hans til löggæslumála á Íslandi og óska honum alls hins besta í nýju starfi í dómsmálaráðuneytinu. Höfundur er lögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra (og fyrrum yfirmaður flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum)
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun