Biden mælist enn með töluvert forskot Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2020 11:22 Forskot Biden mælist töluvert en sigur hans er langt frá því að vera öruggur. AP/Carolyn Kaster Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump forseta. Einhverjar kannanir sýna þó að vinsældir Trump hafa aukist smávægilega. Á landsvísu er Biden með hátt forskot sem skagar í tíu prósent. Í barátturíkjunum svokölluðu, þar sem kjósendur flakka á milli Repúblikana- og Demókrataflokksins, er Biden með forskot í þeim öllum, þó það sé sumsstaðar lítið. Trump hefur reynt að gera lög og reglu að helsta kosningamálinu en svo virðist sem það sé ekki að skila tilætluðum árangri. Þó hefur hann komið betur út þar en varðandi viðbrögð hans og meðhöndlun á faraldri Covid-19. Alls voru fjórar stórar kannanir opinberaðar í gær, samkvæmt frétt Politico. Þær sýna Biden með sjö til tíu prósenta forskot á Trump á landsvísu. Kannanirnar sýna að Trump þarf að gefa í og sækja meira fylgi á næstu tveimur mánuðum, ætli hann sér að reyna að vinna kjörmannasigur, án þess að fá meirihluta atkvæða. Eins og hann gerði 2016. Eins og kosningakerfið er sett upp í Bandaríkjunum er útlit fyrir að Biden þurfi að halda forskoti sínu á landsvísu til að verða forseti. Hér sýnir Nate Silver, ritstjóri tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight hvernig líkurnar líta út. Fái Biden tveimur til þremur prósentum fleiri atkvæði en Trump á landsvísu séu þó einungis 46 prósenta líkur á því að hann verði forseti. Chance of a Biden Electoral college win if he wins the popular vote by X points:0-1 points: just 6%!1-2 points: 22%2-3 points: 46%3-4 points: 74%4-5 points: 89%5-6 points: 98%6-7 points: 99%— Nate Silver (@NateSilver538) September 2, 2020 Heilt yfir segir líkan FiveThirtyEight, sem tekur mið af könnunum, að 71 prósenta líkur séu á því að Biden vinni kosningarnar og 29 prósenta líkur á því að Trump vinni. Líkurnar hafa lítið sem ekkert breyst frá því að líkanið var sett í loftið um miðjan ágúst. Það eru þar að auki sambærilegar líkur og líkanið gaf Hillary Clinton í aðdraganda kosninganna 2016. Hún fékk um þremur milljónum fleiri atkvæði en Trump. Hann fékk þó 306 kjörmenn og hún 232. Kappræður hefjast í lok mánaðarins Fyrstu kappræður þeirra Trump og Biden munu fara fram í Cleveland í lok september. Þeim verður stýrt af Chris Wallace frá Fox News. Sá hefur ítrekað verið harðlega gagnrýndur af Trump. Í síðustu viku sagði Trump á sviði í New Hampshire að Wallece væri hæfileikalítill, samanborið við föður sinn, Mike Wallace, sem var lengi í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, sendi kappræðuráðinu, sem stjórnar kappræðunum, lista með nöfnum 24 fréttamanna sem ráðið ætti að íhuga að láta stjórna kappræðum. Nærri því helmingur þeirra starfar á Fox en Wallace var ekki meðal þeirra. Ráðið hefur aldrei leyft framboðum að stýra ákvörðun um stjórnendur. Donald Trump, forseti, getur bætt stöðu sína í kappræðum í lok mánaðarins.AP/Evan Vucci Aðrar kappræður fara fram 15. október og Steve Scully frá C-Span mun stýra þeim. Kristen Walker frá NBC News mun svo stýra þeim þriðju, þann 22. október. Stjórnendurnir voru tilkynntir í gær. Trump-liðar eru strax byrjaðir að gagnrýna stjórnendur kappræðanna. Tim Murtaugh, samskiptastjóri framboðs Trump, lýsti því yfir í gær að „einhverjir“ stjórnendanna væru andstæðingar Trump. Hann fór þó ekki nánar út í hverja hann væri að tala um og hefur spurningum blaðamanna um það ekki verið svarað. Biden sagðist hlakka til kappræðnanna, sama hverjir stýrðu þeim. Kappræðurnar munu gefa Trump tækifæri til að sækja á gegn Biden. Trump hefur aukið væntingar fyrir kappræðurnar og í senn dregið úr væntingum varðandi framistöðu Biden. Hann hefur ítrekað haldið því fram að Biden hafi ekki getu til að kappræða. Politico segir kannanir sýna að kjósendur séu líklegri til að telja að Trump muni standa sig betur í kappræðunum. 91 prósent þeirra sem styðja Trump telja að hann muni sigra og einungis 78 prósent þeirra sem styðja Biden telja að hann muni sigra. Reynt að koma í veg fyrir framboð West í Arizona Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur einnig boðið sig fram til forseta, og það með aðstoð innanbúðarmanna Repúblikanaflokksins. Þrátt fyrir ýmiss vandræði hefur honum tekist að tryggja að nafn sitt verði á kjörseðlum í ríkjum eins og Arkansas, Idaho, Iowa, Tennessee og Utah. Einn íbúi í Arizona höfðaði nýverið mál til að koma í veg fyrir framboð West þar, þó hann hafi safnað nægilega mörgum undirskriftum til að bjóða sig fram sem óflokksbundinn aðili. Lögsóknin byggir á því að samkvæmt lögum Arizona megi óflokksbundnir frambjóðendur ekki vera skráðir í stjórnmálaflokk. West er skráður í Repúblikanaflokkinn. Í lögsókninni segir einnig að West eigi ekki möguleika á því að verða forseti, þar sem hann verði ekki á kjörseðlum nægilega margra ríkja til að geta fengið meirihluta kjörmanna. Eini tilgangur framboðs hans sé að hjálpa Trump að vinna. Lögmaður West segir ekkert til í þeim ásökunum. Eini tilgangur lögsóknarinnar sé að draga úr vali kjósenda í Arizona. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hvort að viðkomandi íbúi tengist Demókrataflokknum í Arizona. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump forseta. Einhverjar kannanir sýna þó að vinsældir Trump hafa aukist smávægilega. Á landsvísu er Biden með hátt forskot sem skagar í tíu prósent. Í barátturíkjunum svokölluðu, þar sem kjósendur flakka á milli Repúblikana- og Demókrataflokksins, er Biden með forskot í þeim öllum, þó það sé sumsstaðar lítið. Trump hefur reynt að gera lög og reglu að helsta kosningamálinu en svo virðist sem það sé ekki að skila tilætluðum árangri. Þó hefur hann komið betur út þar en varðandi viðbrögð hans og meðhöndlun á faraldri Covid-19. Alls voru fjórar stórar kannanir opinberaðar í gær, samkvæmt frétt Politico. Þær sýna Biden með sjö til tíu prósenta forskot á Trump á landsvísu. Kannanirnar sýna að Trump þarf að gefa í og sækja meira fylgi á næstu tveimur mánuðum, ætli hann sér að reyna að vinna kjörmannasigur, án þess að fá meirihluta atkvæða. Eins og hann gerði 2016. Eins og kosningakerfið er sett upp í Bandaríkjunum er útlit fyrir að Biden þurfi að halda forskoti sínu á landsvísu til að verða forseti. Hér sýnir Nate Silver, ritstjóri tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight hvernig líkurnar líta út. Fái Biden tveimur til þremur prósentum fleiri atkvæði en Trump á landsvísu séu þó einungis 46 prósenta líkur á því að hann verði forseti. Chance of a Biden Electoral college win if he wins the popular vote by X points:0-1 points: just 6%!1-2 points: 22%2-3 points: 46%3-4 points: 74%4-5 points: 89%5-6 points: 98%6-7 points: 99%— Nate Silver (@NateSilver538) September 2, 2020 Heilt yfir segir líkan FiveThirtyEight, sem tekur mið af könnunum, að 71 prósenta líkur séu á því að Biden vinni kosningarnar og 29 prósenta líkur á því að Trump vinni. Líkurnar hafa lítið sem ekkert breyst frá því að líkanið var sett í loftið um miðjan ágúst. Það eru þar að auki sambærilegar líkur og líkanið gaf Hillary Clinton í aðdraganda kosninganna 2016. Hún fékk um þremur milljónum fleiri atkvæði en Trump. Hann fékk þó 306 kjörmenn og hún 232. Kappræður hefjast í lok mánaðarins Fyrstu kappræður þeirra Trump og Biden munu fara fram í Cleveland í lok september. Þeim verður stýrt af Chris Wallace frá Fox News. Sá hefur ítrekað verið harðlega gagnrýndur af Trump. Í síðustu viku sagði Trump á sviði í New Hampshire að Wallece væri hæfileikalítill, samanborið við föður sinn, Mike Wallace, sem var lengi í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, sendi kappræðuráðinu, sem stjórnar kappræðunum, lista með nöfnum 24 fréttamanna sem ráðið ætti að íhuga að láta stjórna kappræðum. Nærri því helmingur þeirra starfar á Fox en Wallace var ekki meðal þeirra. Ráðið hefur aldrei leyft framboðum að stýra ákvörðun um stjórnendur. Donald Trump, forseti, getur bætt stöðu sína í kappræðum í lok mánaðarins.AP/Evan Vucci Aðrar kappræður fara fram 15. október og Steve Scully frá C-Span mun stýra þeim. Kristen Walker frá NBC News mun svo stýra þeim þriðju, þann 22. október. Stjórnendurnir voru tilkynntir í gær. Trump-liðar eru strax byrjaðir að gagnrýna stjórnendur kappræðanna. Tim Murtaugh, samskiptastjóri framboðs Trump, lýsti því yfir í gær að „einhverjir“ stjórnendanna væru andstæðingar Trump. Hann fór þó ekki nánar út í hverja hann væri að tala um og hefur spurningum blaðamanna um það ekki verið svarað. Biden sagðist hlakka til kappræðnanna, sama hverjir stýrðu þeim. Kappræðurnar munu gefa Trump tækifæri til að sækja á gegn Biden. Trump hefur aukið væntingar fyrir kappræðurnar og í senn dregið úr væntingum varðandi framistöðu Biden. Hann hefur ítrekað haldið því fram að Biden hafi ekki getu til að kappræða. Politico segir kannanir sýna að kjósendur séu líklegri til að telja að Trump muni standa sig betur í kappræðunum. 91 prósent þeirra sem styðja Trump telja að hann muni sigra og einungis 78 prósent þeirra sem styðja Biden telja að hann muni sigra. Reynt að koma í veg fyrir framboð West í Arizona Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur einnig boðið sig fram til forseta, og það með aðstoð innanbúðarmanna Repúblikanaflokksins. Þrátt fyrir ýmiss vandræði hefur honum tekist að tryggja að nafn sitt verði á kjörseðlum í ríkjum eins og Arkansas, Idaho, Iowa, Tennessee og Utah. Einn íbúi í Arizona höfðaði nýverið mál til að koma í veg fyrir framboð West þar, þó hann hafi safnað nægilega mörgum undirskriftum til að bjóða sig fram sem óflokksbundinn aðili. Lögsóknin byggir á því að samkvæmt lögum Arizona megi óflokksbundnir frambjóðendur ekki vera skráðir í stjórnmálaflokk. West er skráður í Repúblikanaflokkinn. Í lögsókninni segir einnig að West eigi ekki möguleika á því að verða forseti, þar sem hann verði ekki á kjörseðlum nægilega margra ríkja til að geta fengið meirihluta kjörmanna. Eini tilgangur framboðs hans sé að hjálpa Trump að vinna. Lögmaður West segir ekkert til í þeim ásökunum. Eini tilgangur lögsóknarinnar sé að draga úr vali kjósenda í Arizona. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hvort að viðkomandi íbúi tengist Demókrataflokknum í Arizona.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira